Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 35

Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 35
'gftf liW 4g SifííÉmf'narwfís' tiUiA ptviHfititjfi MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nýútskrifaðir nemendur í Lögreg'luskólanum heimsóttu landhelgisgæsluna fyrir skömmu og sést hópur- inn hér ásamt kennurum sínum og yfirmönnum gæslunnar. Nýbakaðir lögreglumenn heimsækja landhelgisgæsluna LÖGREGLUSKÓLA ríkisins var slitið fyrir skömmu, en námið er tveggja ára bók- og starfsnám. Að þessu sinni voru útskrifaðir 30 lögreglumenn, þar af þijár konur. Eitt síðasta verkefni nýbakaðra lögreglumanna í skólanum var heimsókn til flugdeildar og stjóm- stöðvar landhelgisgæslunnar. Áður höfðu nemendur Lögregluskólans dvalist morgunstund um borð í varðskipinu Tý til fræðslu og kynn- ingar. í frétt frá landhelgisgæslunni segir, að samstarf lögreglunnar í Reykjhavík og víða um land við landhelgisgæsluna hafi verið til mikillar fyrirmyndar í mörg ár og bæði liðin séu ákveðin i að halda góðu sambandi báðum aðilum til halds og trausts. Þjálfunarstjórar Lögregluskólans eru þeir Magnús Einarsson og Jón Bjartmarz, en kennarar við skólann voru á annan tug á þessu skólaári. Tillögur verkaskiptanefndar: Ríkissjóður hætti rekstri landshafna Uthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs breytt Samkvæmt tillögum ráðherra- skipaðrar verkaskiptanefndar ríkis og sveitarf élaga skulu sveit- arfélög kosta byggingu og rekstur grunnskóla en fram- haldsskólar og fræðsluskrifstof- ur heyra ríkissjóði til, kostnaðar- lega. Samkvæmt tillögunum skal ríkið yfirtaka kostnað sveitarfé- Iaga við fjölbrautarskóla, iðn- skóla, öldungadeildir o.fl. Sveitarfélög standi ein undir kostnaði við almenna tónlistar- skóla en ríkið beri kostnað við framhaldsmenntun í Tónlist- arskóanum í Reykjavík. Ríkið hætti rekstri landshafna og afhendi þær viðkomandi sveit- arfélögum eins og hafnalög heimla. Ríkið sjái og um gerð og viðhald sýsluvega. Opinber afskipti af íþróttamálum verða, samkvæmt tillögum nefndar- innar, alfarið á vegum sveitarfé- laga. Sama máli gegnir um byggingu félagsheimila og stuðning við æskulýðsfélög. Sveitarfélög sjái og um byggingu almennra dagvist- arstofnana en ríkið annist með- ferðaheimili og sérhæfð heimili fatlaðra. Ríkið byggi og reki öll opinber sjúkrahús og sjúkradeildir fyrir aldraða en sveitarfélög fari með forsjá heilsugæzlu utan sjúkarhúsa og greiði stofnkostnað og rekstur hennar að öðru leyti en því sjúkra- tryggingakerfið greiði kostnað við vinnu lækna og lyfjaávísanir. I dag eru tveir síðastnefndu þættirnir greiddir af sjúkrasamlögum. Sveit- arfélögin hafí forræði um byugg- ingu og rekstur opinberra dvalarheimila, hjúrnarheimila og þjónustuíbúða fyrir aldrða. Einnig sjái sveitarfélög um og kosti að öðru leyti heimahjúkrun og heimil- ishjálp fyrir aldraða. Samkvæmt tillögum ráðherra- skipaðrar fjármálanefndar verða fjármálaleg samskipti ríkis og sveit- arfélaga stokkuð upp að hluta. Nefndin leggur til að dregið verði mjög úr fjárveitingum ríkisins til verkefna á vegum sveitarfélaga. í staðinn komi fjárstuðningur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og auknar lánveitingar frá Lánasjóði sveitarfélaga. Ríkissjóður taki að sér verkefni sjúkrasamlaga og kostnað af þeim, annan en heima- þjónustu, rannsóknir á heilsugæzlu- stöðvum og samningsbundnar - segirÁrniM. Mathiesen, stjórnar- niaðurí Dýralækna- félagi íslands DÝRALÆKNISLAU ST er nú í Þórshafnarumdæmi, sem nær frá Axarfirði í Vopnafjörð. Dýra- læknirinn sem þar hefur starfað lét af störfum í april og hefur ekki fengist maður í hans stað. Á meðan þjónar dýralæknir sem búsettur er á Húsavík svæðinu til bráðabirgða. Dýralæknirinn í Þórshafnarum- dæmi sagði upp störfum 1. febrúar, lét af störfum í apríl og tók við starfi heilbrigðisfulltrúa Norður- lands vestra, með búsetu á Sauðár- króki. Hann mun hafa farið til Þórshafnar stuttan tíma nú um sauðburðinn, en að öðru leyti er dýralæknislaust á svæðinu á þess- um viðkvæma tíma. Ámi M. Mathiesen, stjórnarmað- fastagreiðslur til heimilislækna. Sveitarfélög hætti hinsvegar að greiða hluta af tannlækningakostn- aði. Ef tillögur þessar ná fram að ganga er talið að greiðslubyrði sveitarfélaga léttist fremur en þyngist á heildina litið. Útgjöld stál- býlissveitarfélaga aukast hinsvegar vegna grunnskóla, tónlistarskóla og heilsugæzlu umfram það sem önnur útgjöld léttast. Þessvegna er lagt til að úthlutarreglum Jöfnunarsjóðs verði breytt til að bæta strjálbýlinu kostnaðaraukann. ur í Dýralæknafélagi íslands, segir að þessi vandræði á Þórshöfn séu bein afleiðing þess að landbúnaðar- ráðherra hefði ekki tekið tillit til starfa dýralækna í svokölluðum útkjálkahémðum þegar feitari emb- ættin losnuðu, þrátt fyrir óskir félagsins. Ungir dýralæknar sem væru að koma til starfa segðu nú að ekkert þýddi að fara í útkjálka- héruð, eins og Þórshöfn, þegar það væri ekkert metið síðar. Miklu betra væri að setjast að í betri héruðunum og bíða eftir að embættin þar losn- uðu. Ragnheiður Árnadóttir, deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að staðan hefði strax verið auglýst en enginn maður fengist til starfa. Hún segir að annar dýra- læknirinn á Húsavík þjóni svæðinu til bráðabirgða. Annað væri ekki að gera, þrátt fyrir miklar vega- lengdir, fyrst ekki fengist dýra- læknir til starfa á Þórshöfn. Dýralæknislaust á Þórshöfn: Bein afleiðing af embættis- veitingum landbúnaðarráðherra ÚTGERÐARMENN? SJÓMENN? ALLT TIL FISKVEIÐA HJÁ ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ SJÁVARÚTVEGSINS. Asiaco hf. hefur þjónaö sjávarútveginum í meira en aldarfjóröung. Viö bjóöum úrval veiðarfæra, búnaðar og rekstrarvara til fisk- veiöa og fiskiðnaðar. Einnig seljum viö fyrir ykkur aflann. Reyniö viðskiptin. Hröö afgreiðsla af lager eða beint frá framleiðendum. asiaco hf Vesturgötu 2, Pósthótf 826, 121 Reykjavík, Sími: 91-26733

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.