Morgunblaðið - 28.05.1987, Síða 39
mr uní rs 5nir>AmiTMMrí niGAjavnioaoM
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
Njósnir ísraela í Bandaríkjunum:
Biðst ekki afsökun-
ar og iðrast einskis
- segir Shimon Peres utanríkisráðherra
Tel Aviv, Reuter.
SHIMON Peres, utanríkisráð-
herra ísraels, kvaðst einskis
iðrast er hann var í gær spurður
um nósnir ísraela í Bandaríkjun-
um. Leyniþjónustunefnd ísraels-
þings skilaði á þriðjudag skýrslu
Noregur:
• •
Olvaður lög-
reglustjóri
undir stýri
Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara
Morgunblaðsins.
LÖGREGLUSTJÓRINN í
bænum Solvær í Norður-
Noregi hefur verið leystur frá
störfum sökum ölvunarakst-
urs.
Lögreglustjórinn tók þátt í
veislu mikilli þann 17. maf
ásamt öðrum bæjarbúum. Morg-
uninn eftir hélt hann að venju
til skyldustarfa sinna á lögreglu-
stöðinni. Fjöldi manns hringdi
hins vegar í ríkissaksóknara
Norður-Noregs og var það al-
mennt álitið að lögreglustjórinn
væri tæpast fær um að stjóma
ökutæki. Grunur bæjarbúa
reyndist á rökum reistur því
áfengismagn í blóði lögreglu-
stjórans reyndist yfir leyfilegum
mörkum.
um njósnir Bandaríkjamannsins
Jonathans Pollard og sagði í
henni að Peres bæri ábyrgð á
hneykslinu umfram aðra emb-
ættismenn.
„Ég tel mig hafa gert skyldu
mína. Ég sé enga ástæðu til þess
að biðjast afsökunar og iðrast
einskis," sagði Peres í útvarpsvið-
tali í gær. Aðspurður kvaðst Peres
ekki geta séð að ísraelskir embætt-
ismenn hefðu gerst sekir um
glæpsamlegt athæfi en ef svo væri
myndin þjóðin kveða upp sinn dóm.
í skýrslu nefndarinnar um njósn-
ir Pollards, sem kom trúnaðarskjöl-
um á framfæri við ísraelska
embættismenn á árunum 1984 og
1985, eru þeir Peres utanríkisráð-
herra , Yitzhak Rabin vamarmála-
ráðherra og Moshe Arens, fyirum
vamarmálaráðherra, sagðir bera
ábyrgð á njósnahneykslinu sem
spillti stórlega fyrir sambúð ísraela
og Bandaríkjamanna. Abba Eban,
fyrrum utanríkisráðherra, var
formaður nefndarinnar. Var nafn
Peres einkum nefnt í þessu sam-
hengi en nefnd, sem ríkisstjómin
skipaði og annaðist einnig rannsókn
málsins, komst að þeirri niðurstöðu
að ríkisstjómin öll bæri ábyrgð á
njósnum Pollards. Nefndimar tvær
kváðust báðar telja að ráðamönnum
hefði ekki verið kunnugt um njósn-
ir Pollards en sérstök deild innan
vamarmálaráðuneytisins, sem nú
hefur verið lögð niður, var sögð
hafa fengið hann til starfans. Deild
þessi, sem nefndist Lekem, laut
>- ■
Reuter
Abba Eban, formaður rannsókn-
amefndar ísraelsþings, kynnir
fréttamönnum niðurstöður
nefndarinnar.
stjóm leyniþjónustumannsins Rafi
Eitan. Voru ísraelsku embættis-
mennimir gagnrýndir fyrir að hafa
ekki haft stjóm á starfsemi Lekem.
Nefndarmenn mæltu ekki með lög-
sókn á hendur ráðamönnum en
sögðu að þing og þjóð ættu að kveða
upp sinn dóm.
Pollard, sem er bandarískur gyð-
ingur, var fundinn sekur um njósnir
og dæmdur til lífstíðar fangelsis-
vistar. Kona hans var sögð samsek
og dæmd í fimm ára fangelsi.
Bandarískir embættismenn hafa
enn ekki tjáð sig opinberlega um
niðurstöður ísraelsku rannsóknar-
nefndanna.
■ ■I 1
ERLENT,
Bob Hawke boð-
artil kosninga
á Astralíu
Canberra, Sydney, Ástraliu, Reuter.
BOB Hawke, forsætisráðherra
Ástralíu, tilkynnti í gær að efnt
yrði til kosninga 11. júlí, rúmum
átta mánuðum áður en kjörtíma-
bilinu lýkur. Sagði ráðherrann
að gripið hefði verið til þessa
ráðs til að stjóm hans gæti lokið
við að endurreisa efnahag Ástr-
ala.
Hawke lýsti yfir því á þinginu
að þinglausnir í fulltrúadeildinni
yrðu 5. júní. Hann sagði að Sir
Ninian Stephen landsstjóri hefði
gefið formlegt samþykki fyrir kosn-
ingunum. Stephen er fulltrúi Elísa-
betar Bretadrottningar, sem einnig
drottnar yfir Ástralíu.
Nauðsynlegt var að slíta þingi
vegna þess að stjómarandstaðan
hefur stöðvað frumvarp um að inn-
leiða ný nafnskírteini, sem nota
átti í baráttunni gegn skattsvikum
og svindli í velferðarkerinu, að því
er Hawke sagði.
Hann bætti við að Verkamanna-
flokkurinn gæti tryggt það jafn-
vægi sem væri nauðsynlegt til að
efnahagsbati næðist og gera mætti
endurbætur, ef hann fengi umboð
kjósenda til að stjóma landinu að
nýju-
„Leyfið okkur að ljúka verkinu,"
sagði Hawke og fögnuðu þingmenn
Verkamannaflokksins ákaft.
Verkamannaflokkurinn vann 82
af 148 sætum í fulltrúadeildinni í
kosningunum 1984 og 34 sæti í
öldungadeildinni. 28 þingmenn
Frjálslynda fiokksins sitja í öld-
ungadeildinni, fímm þingmenn
Þjóðarflokksins, sjö jafnaðarmenn
og minnihlutaflokkar eiga tvo
menn. Nafnskírteinafrumvarpið
strandaði í öldungadeildinni.
John Valder, leiðtogi fijálsiyndra
og stjórnarandstöðunnar, kvaðst
undrandi á að Hawke, sem áður
hafði sagst ætla að sitja út kjör-
tímabilið, skyldi ætla að efna til
kosninga áður en fjárlög verða af-
greidd í ágúst. „Hann tekur mikla
áhættu og á erfiða baráttu fyrir
höndum," sagði Valder. „Aðeins
tækifærissinni myndi boða til kosn-
inga nú.“
Hawke sagði á blaðamannafundi
að hann hefði ákveðið að efna til
kosninga vegna þess að stjómar-
andstaðan hefði reynt að torvelda
stjóminni að stuðla að efnahags-
bata Ástralíu.
I apríl slitnaði upp úr samstarfi
hægri flokkanna, sem staðið hafði
í 40 ár, og ríkir því upplausn í her-
búðum stjómarandstöðunnar.
Klofningur kom upp milli Þjóðar-
flokksins, sem sækir fylgi sitt til
sveita, og fijálslyndra, sem eiga
sitt undir þéttbýlinu, vegna þrýst-
ings frá Joh Bjelke-Petersen,
forsætisráðherra Queensland. Hann
vildi breyta valdakerfinu innan
flokkanna.
Samkvæmt nýlegum skoðana-
könnunum hefur Verkamanna-
flokkurinn talsvert forskot á
stjómarandstöðuna.
Lágmúla 5, sími 681555
Gfobus?
Þeir veröa síöan á bifreiöaverkstæöi
Gunnars Jóhannssonar, Óseyri 6,
Akureyri um helgina.
Að sjálfsögðu er opið í sýningar-
salnum í Lágmúla.
Opið laugardag frá kl. 13-17.
KOMDU OG SJÁÐU CITROÉN
- ÞÚ HÆTTIR EKKI FYRR!
CITROÉNIBORGARNESI
Nú gefst Borgnesingum kostur á aö
sannreyna gæöi nýju Citroén bílanna.
Citroén AX, skemmtilegasti smábíll-
inn á markaðnum og riddari götunnar,
Citroén BX gera stans í Bílasölu Vest-
urlands frá kl.18-22 á föstudag.