Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
Tilraunafjósið á Stóra-Ármóti er myndarlegasta bygging. Morgunbiaðið/SigurturJónsson
Kýmar komnar rtilrauna-
stöðina á Stóra-Armóti
Selfoui.
KÝRNAR á tilraunabúi Búnaðar-
sambands Suðurlands, 59 talsins,
hafa verið fluttar í nýja fjósið á
Stóra-Ármóti í Hraungerðis-
hreppi þar sem búnaðarsam-
bandið byggir upp tilraunastöð í
landbúnaði.
Kýmar voru fluttar með gripa-
flutningabflum Sláturfélags Suður-
lands sem voru sótthreinsaðir
sérstaklega og gerðir klárir fyrir
þessa flutninga.
Þær fetuðu sig varlega niður
tröppur úr fjósinu í Laugardælum
þar sem Búnaðarsambandið hefur
verið með tilraunaflós undanfarin
ár. Flutningamir gengu greiðlega,
en ekki var laust við að það mætti
sjá undrunarsvip á kúnum í nýja
fjósinu og í tilefni af nýja hús-
næðinu bauluðu þær hver í kapp
við aðra.
Nýja flósið á Stóra-Ármóti verð-
ur með mjög fullkomnum búnaði
og er stór áfangi í uppbyggingu
tilraunastöðvar þar en fyrirhugað
er að á jörðinni verði aðstaða til
tilraunastarfsemi í öllum búgrein-
um.
— Sig. Jóns.
í nýja fjósinu bauluðu kýrnar hver í kapp við aðra.
raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar |
kennsla
l&nskólinn í Reykjavík
Innritun fyrir skólaárið
1987-1988
Innritun fer fram dagana 1 .-4. júní að báðum
dögum meðtöldum. Innritað verður í eftirtalið
nám:
1. Samningsbundið iðnnám. (Námssamn-
ingur fylgi umsókn nýnema).
2. Grunndeild í bókagerð.
3. Grunndeild í fataiðnum.
4. Grunndeild í háriðnum.
5. Grunndeild í málmiðnum.
6. Grunndeild í rafiðnum.
7. Grunndeild í tréiðnum.
8. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði.
9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun.
10. Framhaldsdeild í bókagerð.
11. Framhaldsdeild í hárgreiðslu.
12. Framhaldsdeild í hárskurði.
13. Framhaldsdeild í húsasmíði.
14. Húsgagnasmíði.
15. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun.
16. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvéla-
virkjun.
17. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði.
18. Almennt nám.
19. Fornám.
20. Meistaranám (sveinsbréf fylgi umsókn).
21. Rafsuðu.
22. Tæknibraut.
23. Tækniteiknun.
24. Tölvubraut.
25. Öldungadeild í bókagerðargreinum.
26. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og
rafeindavirkjun.
Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík
frá kl. 10.00 til 18.00 alla innritunardagana
og í Miðbæjarskólanum 1. og 2. júní.
Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit
prófskírteina.
Iðnskólinn í Reykjavík.
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Lyngási 7 9 210 Garrt/Ujæ S 52193 oq 52194
Innritun
lonritun í Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir
haustönn 1987 stendur nú yfir. Boðið er upp
á kennslu á þessum brautum:
EÐ — Eðlisfræðibraut (4 ára nám)
ET — Eðlisfræðibr. — tölvulína (4 ára nám)
FÉ — Félagsfræðabraut (4 ára nám)
FF — Félagsfræðabraut
— fjölmiðlalína (4 ára nám)
F2 — Fiskvinnslubraut (2 ára nám)
HA — Hagfræðabraut (4 ára nám)
HT — Hagfræðabr. — tölvulína (4 ára nám)
HE — Heilsugæslubraut (2 ára nám)
ÍÞ — íþróttabraut (4ára nám)
MÁ — Málabraut (4ára nám)
MF — Málabr. — ferðamálalína (4 ára nám)
MH — Myndmennta-
og handíðabraut (4 ára nám)
NÁ — Náttúrufræðibraut (4ára nám)
TÓ — Tónlistarbraut (4 ára nám)
TÆ — Tæknibraut (3 ára nám)
TT — Tækniteiknun (1 árs nám)
UP — Uppeldisbraut (2 ára nám)
VI — Viðskiptabraut (2 ára nám)
ÞJ — Þjálfunarbraut (2 ára nám)
Umsóknir skal senda til Fjölbrautaskólans
í Garðabæ, Lyngási 7-9, 210 Garðabæ.
Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl.
8.00-16.00, símar 52193 og 52194. Þeir sem
þess óska geta fengið send umsóknareyðu-
blöð. Innritun stendur yfir til 5. júní nk.
Skólameistari er til viðtals í skólanum alla
virka daga kl. 9.00-12.00.
Skólameistari.
Útboð á málun
Húsfélagið Ljósheimum 8-12 óskar éftir til-
boðum í málun hússins að utan. Áætlaðar
magntölur eru eftirfarandi: Veggir og gólf
5500 fm, gluggar 3300 m.
Útboðsgögn afhendir Ingvar B. Guðnason,
Ljósheimum 8 eftir kl. 18.00 frá og með
miðvikudeginum 27. maí. Tilboðum skal skila
á sama stað fyrir kl. 19.00 þriðjudaginn 2. júní.
Stjórn húsfélagsins.
Q! ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir
hönd Slökkvistöðvar Reykjavíkur óskar eftir
tilboðum í hlífðarfatnað, ásamt hjálmum,
stígvélum og vettlingum fyrir brunaverði.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu-
daginn 9. júlí nk. kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJ AVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Keflavík
Heimir FUS heldur félagsfund miðvikudaginn 3. júní kl. 20.3C i Sjálf-
stæðishúsinu Keflavík.
Dagskrá:
1. Kosning fulltrúa á þing SUS.
2. Önnur mál.
Gestir fundarins verða Árni Sigfússon og Sigurbjörn Magnússon
frambjóðendur i formannsembætti SUS.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Bæjarmála-
fundur
Fundur með bæjarfulltrúum og fulltrúum i
nefndum verður haldinn mánudaginn 1.
júní kl. 20.30 f Kaupangi við Mýrarveg.
Bæjarstjórnarflokkur sjálfstæóismanna, Akureyri.