Morgunblaðið - 28.05.1987, Síða 51
51
fjórum árum hefði Með tvær í tak-
inu örugglega verið skrifuð með
karlmenn í huga. Reynolds & East-
wood, Pacino & Hoffman, eitthvað
í þá áttina. En nú er röðin komin
að dömunum, því hér er mætt ein
fyrsta „buddy“-myndin þar sem
konur fara með aðalhlutverkin. Og
það er oft meinfyndið að hlusta á
hörkukjaftinn í þeim stöllum er þær
nota munnsöfnuð sem áður þótti
aðeins hæfa Karlmönnum — með
stóru kái.
Þær Long og Midler kynnast á
leiklistarskóla og leggja fæð á hvor
aðra. Long tekur námið óskaplega
hátíðlega, en Midler er kæruleysið
uppmálað og vinnur fyrir sér í ljós-
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
bláum myndum. En það er ekki
allt sem sýnist; skólinn reynist vera
gróðrarstía KGB og að auki falla
þær báðar fyrir Coyote er leikur
fyrrverandi CIA-mann sem er kom-
inn í samsæri með KGB og hefur
undir höndum djöflaveiru nokkra,
verðlagða á 20 milljónir dala!
En konurnar láta ekki plata sig
þegar Coyote setur á svið dauðsfall
sitt og hefst nú eltingarleikur mik-
ill sem endar í eyðimörkinni í Nýju
Mexíkó.
Með tvær í takinu heppnast
prýðilega sökum þess að bæði keyr-
ir gamla brýnið hann Hiller (The
Hospital, The In-Laws, Silver
Streak) hana á fullri ferð, svo gall-
arnir sitja hreinlega eftir og leikur
þeirra Long og Midler er stór-
skemmtilegur. Já, þeir Reynolds og
Eastwood hefðu ekki gert betur!
Þær stöllur eru skemmtilega ólík-
ar manngerðir. Long sæt, snobbuð
og tepruleg, Midler göslari og klám-
kjaftur sem lætur ekki auðveldlega
slá sig útaf laginu. Coyote er traust-
ur sem fyrr og þá er gaman að
náunganum sem leikur eilífðar-
hippann niður í Nýju Mexíkó. Sá
er nú aldeilis búinn að koma við
flöskuna í óteljandi myndum í gegn-
um árin. Enda má sjá að hér er
vanur maður á ferð. Eins og fyrr
segir stjórnar Hiller af festu og
öryggi, laðar fram toppleik hjá leik-
hópnum og nýtur krafta góðra
tæknimanna.
Fjölskyldan mætt. Hér eru þeir Lemmon og Chris sonur hans og þá
fer frú Lemmon, Felicia Farr meðskondið hlutverk í Svona er lífið.
Ef þú lœtur þig
dreyma um
f ramandi lönd
■
i
...áttu mikla möguleika á
að draumarnir rœtist!
MADUR!
Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku-
manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin,
verstu óhöppin, mestu meiöslin og flest dauðsföllin veröa þegar
skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá
slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend-
um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax!
(Niðurslaða úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umferðarslysa)
5AMVINNU
TRYGGINGAR
-gegngáleysi
undir stýri...
Nei,
vonandi
ekki
Kviknwyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Svona er lífið —
That’s Life ☆ ☆ ☆
Leikstjóri Blake Edwards. Hand-
rit Edwards og Milton Wexler.
Tónlist Henry Mancini. Klipping
Lee Rhoads. Kvikmyndatöku-
stóri Anthony Richmond, BSC.
Aðalleikendur Jack Lemmon,
Julie Andrews, Sally Kellerman,
Robert Loggia, Jennifer Ed-
wards, Chris Lemmon, Dana
Sparks, Felicia Farr. Bandarisk.
Columbia Pictures 1987.
Drottinn minn, ég sem hélt að
þessi bévítans miðaldursóáran væri '■
um garð gengin, níddist bara á
manni svona rétt uppúr fertugsaf-
mælinu. En eftir kokkabókum
Edwards og Wexlers má maður
sumsé eiga von á bakslagi á sjö-
tugsaldrinum. En huggulegt!
Nýjasta gamanmynd Edwards,
leikstjórans síunga, er grátbrosleg.
Aðalpersónan, Lemmon, stendur á
sextugu. Er alheilbrigður líkam-
lega, hamingjusamur í hjónabandi
og hefur farnast vel í starfi. Á allt
sem hugurinn girnist. En árin hafa
gert hann af óþolandi grátkerlingu
sem er sívolandi yfir öllum mögu-
legum og ómögulegum vandræðum
og veikindum, en í rauninni er það
aldurinn sem hann getur ekki horfst
í augu við. Kona hans, (Andrews),
umber karlinn af stakri ástúð og
umhyggjusemi, en í rauninni er það
hún sem er sjúk og á allra veðra
von.
Þessi er þungamiðja myndarinn-
ar. Hins vegar fléttast í söguþráð-
inn fjölskyldan öll; tvær dætur,
sonur, tengdasynir. En þessi mann-
skapur skiptir litlu máli. Af þvílíkri
snerpu tekur Lemmon myndina í
sínar hendur að aðrir nánast hverfa
í skuggann. Andrews á að vísu
stöku spretti.
Sjálfsagt hefur handritið verið
skrifað með þennan kostulega leik-
ara í huga. Hér fær hann tækifæri
til að sýna allar sínar bestu hliðar:
ærslaleikinn, málæðið og stressið.
Reyndar er Lemmon svo innilega
stressaður í upphafsatriðinu að
maður tók undir og var næstum
kominn fram á sætisbrún! En þá
var líka stefnan mörkuð, mikil-
hæfur gamanleikari kominn í ham
sem hann heldur út myndina.
Það er ekkert launungamál að
Lemmon fær þriðju stjörnuna fyrir
gamalkunnan afbragðs leik því efn-
ið er ekkert sérstaklega vel útfært
og elliraunirnar næsta ótrúverðug-
ar. Aukapersónurnar eru illa
uppbyggðar og óspennandi ef und-
an er skilinn séra Loggia. Það er
virkilega ánægjulegt að sjá hvað
þessi roskni prýðisleikari blómstrar
í ellinni, (eftir Prizzi’s Honor), eftir
mörg og mögur ár í Hollywood.
Og Edwards á gnótt eftir uppí erm-
inni.