Morgunblaðið - 28.05.1987, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
65
um, sem hin sanna sterka sjó-
mannskona.
í fjarvist mannsins færðust á
hennar herðar uppeldi barnanna,
framkvæmdir heimilisins og öll
störf utan húss og innan. Fórst
henni það svo vel úr hendi að til
fyrirmyndar mátti kalla, enda nutu
þau hjón áberandi virðingar og vin-
semdar og heimili þeirra var rómað
fyrir gestrisni.
Sigríður elskaði blóm og dáði
fagurt umhverfi, enda bar heimili
þeirra þess vitni. Hún var í eðli sínu
glaðlynd og hændust því eldri og
yngri að návist hennar meðan heilsa
leyfði.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1962
og leigðu hjá ágætisfólki á Ásvalla-
götu 22. Síðar keyptu þau sitt eigið
húsnæði. Sigurjón hóf vinnu í
Áburðarverksmijunni í Gufunesi
1963 og starfaði þar til 75 ára ald-
urs. Þegar heilsa Sigríðar bilaði
fluttust þau að Jökulgrunni við
Hrafnistu og dvöldu þar í 8V2 ár
eða til þessa dags.
Bæði voru þau Sigríður og Sigur-
jón trúuð og fólu líf sitt og störf
guðlegri forsjá, en nú er hennar
lífsstarfi lokið. Við slík þáttaskil
vaknar sú spurning, hvað er dauði?
í mínum huga er hann sem hryggð-
arblandinn skilnaður en jafnframt
fagnaðarstund. Skilnaður, þar sem
sál hins dána er flutt frá vinum,
ástvinum og ónothæfum líkama
hans sem sálarbústaðar. Fagnaðar-
stund þar sem sálin mætir handan
tjalds, vinum og ástvinum sem fyrr
eru gengnir yfir landamerki lífs og
dauða, þar sem sálarinnar bíður
löng eða stutt leið til fullkomleika
á þroskabraut hins eilífa lífs, því
Jesús hefur sjálfur sajgt og sannað
með upprisu sinni: „Eg lifí og þér
munuð lifa.“ Útför Sigríðar fer fram
á morgun, föstudag, frá Dómkirkj-
unni.
Karvel Ogmundsson
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa semlága!
Plí>rpmXíIatiit»
NÚ ER TÆKIFÆRIÐ ÚTSALA
að fá sér skáp fyrir gott verð. / SELKO SKÁPAR
Við seljum takmarkað magn skápa á
stórlækkuðu verði.
Allt að 40% afsláttur á sumum gerðum.
SELKO
áTA SIGUKÐUR
|Uy ELÍASSONHF.
Auðbrekku 1-3 Kópavogi, s: 41380