Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 74

Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 „ LæKnirtnn sagbl honum ab anda <xti sér fj&LlaLofti." ást er... ... aÖ vanta ekkert nema þig TM Rtg. U.S. Pat Off.—aH rights ressrved c1983Loa Anpetee Tlmee Syndlcate Ekki þarna. Mig klæjar aðeins neðar ...! POLLUX 349 Er hún að koma upp eða setjast? HÖGNI HREKKVÍSI Sérstakir hjólreiða- stígar eru nauðsynlegir Ágæti Velvakandi. Ég er ein úr stórum hópi fólks sem hef gaman af að hjóla og nota þá hjólið til þess að komast leiðar minnar. Fljótlega eftir að ég bytj- aði að hjóla í vinnuna lærði ég að það er aðeins hægt á gangstígum og gangstéttum. Akbrautimar em einfaldlega of hættulegar til þess að það sé þorandi að hætta sér út á þær. Þessar ferðir mínar hafa kennt mér að alveg eins og að aka bíl þá þarf þjálfun og vissan þroska til þess að geta hjólað samhliða umferð bíla. Það leiðir hugann aftur að því hveijir það em sem em mest á hjóli. Það em að sjálfsögðu börn. Í umferðarlögum segir að bami yngra en 7 ára sé óheimilt að hjóla á almannafæri. Þeir sem rannsakað hafa hegðun bama á hjólum benda hins vegar á að það sé ekki fyrr en við 10 til 12 ára aldur sem börn hafi náð þeim þroska að geta hjólað samhliða bílaumferð. Fyrir þann aldur eigi böm ekki að hjóla á ak- brautum. Hjól er eins og hvert annað leikfang þar til bamið hefur náð þeim þroska að geta kallast „ábyrgur vegfarandi". Þá má held- ur ekki gleyma að kenna baminu að hjóla, ekki aðeins að stíga hjólið og halda jafnvægi, það em þau fljót að komast upp á lag með. Heldur fyrst og fremst að hegða sér rétt í umferðinni. Mistökin sem flestir foreldrar gera er að mgla því sam- an að vera leikinn á hjólinu og vera góður vegfarandi. Það er tvennt ólíkt. Hvemig er ástandið hér á landi? Því miður er það ekki til fyrirmynd- ar. Börn allt niður í 4 ára aldur em á hjólum á götum úti eftirlitslaus. Foreldrar bera því fyrir sig að þau séu í nágrenni heimilisins og þar sé lítil umferð. En hvar verða slys- in? Þau verða einmitt nálægt heimilunum. Þess vegna þurfa bömin eftirlit og vemdað umhverfi. Lítil böm hafa ekki þroska til þess að „passa sig“ á bílunum. Auðvitað ættu að vera hjólreiða- stígar í íbúðahverfum og víðar og það er reyndar furðulegt að foreldr- ar hafí ekki _gert kröfu um slíkt fyrir löngu. Á meðan ástandið er þannig að hjólreiðastígar em varla til verða foreldrar að segja bömum sínum að hjóla á gangstéttum og gangstígum eða annars staðar þar sem þeir vita böm sín ömgg. Hins vegar ber að hafa hugfast að allt sem gert er til þess að aðskilja gangandi og hjólandi fólk frá um- ferð bfla skilar sér í færri slysum og „borgar" sig þess vegna fyrir þjóðfélagið. Margrét Sæmundsdóttir, forskólafulltrúi Umferðarráðs. Hæpið afnotagjald Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Kæri Velvakandi. Ef ég myndi nú rölta í bæinn með þann ásetning í huga að kaupa mér útvarpstæki, sem ég myndi svo gera og rölta síðan glaður og án- ægður með tækið heim, stinga því í samband og stilla á Bylgjuna og kæmi eitthvað á Bylgjuna sem mér líkaði ekki myndi ég stilla á Alfa og eftir mánuð eða svo myndi ég prófa að hlusta á Stjömuna. Tækið myndi aldrei koma við stöðvar RÚV nema rétt á meðan ég sný rásveljar- anum. Samt þarf ég að greiða fullt afnotagjald til RÚV. Þama vaknar sú spuming, hvort ég eigi ekki að reyna að verða mér út um smyglað viðtæki og borga fyrir það verð, sem væri þó nokkuð yfír útsöluverði hér, því að af smygluðu tæki þarf ekki að greiða afnotagjald. Já, af- notagjald, er það réttlætanlegt fyrir ríkisvaldið, að immheimta af fólki afnotagjald af því sem fólk hefur lítil eða engin afnot af? Sverrir Hermannsson hefur verið talinn orðsnjall maður, því skil ég ekki í honum að vera ekki búinn að breyta því sem heitir afnotagjald í orðið meðlag. Segjum sem svo að ríkis- valdið opnaði veitingahús og fólk leyfði sér að borða ekki á ríkisrekna veitingahúsinu. Þá teldi ég víst að viðskiptavinurinn yrði að greiða þessu ríkisrekna veitingahúsi þjón- ustugjald, þó svo hann verslaði annars staðar. En ég var nú bara að velta þessu fyrir mér, eða þann- ig- 7971-2728 Víkverji skrifar Adögunum ræddi Víkveiji um hve flugstjórar í innanlands- flugi töluðu misjafnlega mikið við farþega. Víkveiji flaug með Flug- leiðum á laugardagskvöldið þegar stóri Lottóvinningurinn var dreginn út. Flugstjórinn í þeirri ferð, frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, hóf að ræða við farþegana strax á leiðinni út á brautarenda á Egilsstöðum og þegar í loftið var komið las hann upp Lottótölumar. Hann tók fram að sér þættu þetta ómögulegar töl- ur. Eftir að hann hafði gefíð farþegum tækifæri til að yfírfara Lottóseðla sína bað hann þann, ef einhver væri, sem hefði fimm rétta að koma fram í til sín þannig að fólk gæti barið nýja milljónamær- inginn augum. Enginn var með fímm þannig að flugmennimir flugu vélinni einir til höfuðstaðarins og enginn hoppaði hæð sína í vélinni - upp úr þekjunni. XXX A UUti um heim em margvíslegar aðferðir af hálfu stjómvalda við að refsa fólki og vara það við. í bréfi sem Víkveija barst á dögun- um er bent á aðferðir sem hafa verið reyndar í Bandaríkjunum. Þegar ökumenn hafa þrívegis verið teknir undir áhrifum áfengis í Kali- fomíu hafa þeir verið skikkaðir, auk sektar, til að skila svo og svo mörg- um dagsverkum í að hreinsa til meðfram þjóðvegum. Við fyrsta brot ungra ökumanna var þeim nýlega gert að fara í líkhús og skoða lík fólks, sem farist hafði í um- ferðarslysum. ILos Angeles var orðið svo mikið af ógreiddum stöðumælasektum að yfirvöldum fannst nóg komið. Gripið var til þess ráðs að senda skuldurunum bréf þar sem þeim var tilkynnt um stóran happdrættis- vinning. Þegar fólkið svo kom til að vitja peninga sinna beið þeirra aðeins krafa um greiðslu stöðu- mælasektar á stundinni. í dæmi frá Sacramento er sögð sú saga að til að koma upp um smáþjófa, sem gerst höfðu að- sópsmiklir í verzlunum, hafi lög- reglan sett upp eigin verzlun undir fölsku nafni og auglýst að munir væru keyptir gegn staðgreiðslu. Ekki leið á löngu þar til dularfullir menn birtust með mikið af vamingi og við rannsókn játuðu nokkrir skúrkahópar að góssið væri stolið. !

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.