Morgunblaðið - 28.05.1987, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987
75
Gerum Nauthólsvík að baðströnd
Til Velvakanda
Sannkallað sólarlandaveður hef-
ur verið hér á landi að undanförnu
en við höfum hins vegar enga bað-
strönd til að þyrpast á og sleikja
sólina. Mikið fjölmenni var þó í
Nauthólsvík og nokkrir létu sig
hafa það að fara þar í sjóinn þrátt
fyrir mengunina sem þama er sögð
vera til staðar. Það kom reyndar
fram í fréttatíma Stöðvar tvö að
mengunin þarna er líklega svo mikil
að ekki er ráðlegt að fara í sjóinn
í Nauthólsvík.
Þarna gæti hins vegar verið prýð-
is baðströnd ef menn tækju sig til
og lengdu skolprörin þannig að þau
flytu skólpið langt á haf út. Þessar
framkvæmdir þyrftu ekki að kosta
nein ósköp en fyrir bragðið þyrftum
við ekki að ferðast um hálfan hnött-
inn til að komast á baðströnd. Ég
er viss um að margir kynnu að
meta þetta framtak.
Gunnar
Örlítil athugasemd við
umsögn um 9. sinfóníuna
Til Velvakanda.
Gabriele Jónasson skrifar:
í umsögn um flutning 9. sinfóníu
Beethovens fór Jón Asgeirsson tón-
skáld nokkrum orðum um kvæði
Schillers sem liggur til grundvallar
kór- og éinsöngvum verksins. Þar
segir m.a.:
„Undir föðurlegri vöku Guðs vildu
menn trúa á bræðralag og veraldar-
frið, enda mun kvæðabálkur þessi
hafa upphaflega heitið An die Fri-
ede, en ritskoðendur bjargað ljóðinu
frá banni með því að breyta Friede
í Freude og því ber verkið þetta
undarlega nafn, sem á ekki alls kost-
ar við um innihald ljóðsins."
Þessi skoðun tónskáldsins á sér
enga stoð í því sem vitað er um
Schiller og tilurð kvæðisins. Skáldið
orti kvæðið í Dresden 1785. Þá hafði
friður ríkt í Þýskalandi í meira en
tvo áratugi og engin ritskoðun átt
sér stað í fagurbókmenntum. Og
þegar við lítum á einkalíf Schillers,
fínnum við einmitt um þetta leyti
mikla ástæðu til gleðinnar. Hann
hafði fundið þann vin sem hann skrif-
ar um: „Hver sem dýrgrip hefir
hlotið, hjartans vin að eiga sér.“
Þessi vinur hét Gottfried Körner.
Schiller hafði kynnst honum bréflega
og bráðlega bauð Kömer þessum
nýja vini sínum heim til sín til Dres-
den. Schiller tók þessu boði fegins
hendi, því að þá gat hann losað sig
úr óþægilegum aðstæðum í Mann-
Islensku-
prófið
of þungt
Til Velvakanda
Þar sem íslenskuprófið í ár var
mun þyngra en samræmd íslensku-
próf undanfarinna ára hafa verið,
og sýnt þykir nú að um 30 til 50
prósent nemenda muni falla í
íslensku í ár, vil ég beiðast þess
fyrir hönd 9. bekkinga að slegið
verði af fyrirgjafakröfunum. Það
er hróplegt óréttlæti að próf séu
misþung frá ári til árs.
Nemandi í 9. bekk
heim, þar sem hann átti í allmiklum
heilsufars- og efnahagslegum örðug-
leikum.
Það var líka vinur hans, Gottfried,
sem hafði fest sér „fríðan svanna",
konu sem Schiller kallaði „yndislega
litla húsmóður". Hjá þessum hjónum
gat hann hvílt og jafnað sig eftir
stormasöm og erfið ár.
En vegna þess að Schiller var stór-
huga maður, sá hann í sinni eigin
gleði meira en það sem honum einum
viðkom. Gleði — það er driffjöður og
kraftur í náttúrunni og í göngu
stjamanna. Sú gleði ríkir í hinni vold-
ugu sinfóníu Beethovens.
Ég er innilega þakklát fyrir að
mega hlusta enn einu sinni á þetta
stórkostlega verk og það á svo yndis-
legu vorkvöldi og var þennan dag.
Þessir hringdu . .
Bröndóttur
köttur
Bröndóttur og hvítur köttur
týndist frá Hverfisgötu 68 fyrir
u.þ. b. mánuði. Ef einhver hefur
orðið var við kisa er sá hinn sami
beðinn að hafa samband við Dýra-
spítalann í síma 7 66 20. Fundar-
laun.
Frábært
útiball
Tveir ferðalangar höfðu sam-
band: „Við erum hér tvær sem
skruppum til Selfoss um helgina,
nánar til tekið 23. maí, og lentum
þar á útiballi sem var alveg frá-
bært í orðsins fyllstu merkinu.
Það var vegna þess að hljómsveit-
in sem spilaði var hreint æðisleg
og við viljum endilega þakka
henni og þeim sem stóðu að þessu
balli fyrir frábæra skemmtun.
Ekki vitum við hvað þessi hljóm-
sveit heitir og værum þakklátar
ef einhver gæti upplýst okkur um
það."
Yngsta kyn-
slóðin
getur ekki
lesið texta
Vigdís hringdi:
„Ég er þriggja barna móðir og
börnin eru á aldrinum sjö, fimm
og fjögura ára. Ég sá á dögunum
að það á að fara fram skoðana-
könnun á sjónvarpsefni barna, 3ja
til 15 ára. Mig langar aðeins að
láta í ljósi undrun mína á því að
sjónvarpið hefur ekki skilið hingað
til að yngsta kynslóðin getur ekki
lesið texta og því verða allar text-
aðar myndir þeim ónýtt efni. Ég
hef nú reyndar stundum reynt að
setjast hjá krökkunum, er ég hef
tíma, en oft hef ég sjálf ekki roð
við hraðanum á textanum. Til
hver ætlist þið? Hvernig þætti
okkur fullorðnafólkinu að horfa á
textalausar rússneskar eða
kínverskar myndir alla daga?“
Lyklakippa
Lyklakippa með sex lyklum fannst
í Skólavörðuholti fyrir skömmu.
Upplýsingar í síma 2 04 84.
Grá leður-
taska
Grá leðurtaska með skilríkjum
m.a. vegabréfi var tekin í Lennon
sl. laugardagskvöld. Sá sem fund-
ið hefur skilríkin eða töskuna er
beðinn að hringja í síma 7 92 67.
Enginn fer skólaus frá okkur
Sköval
við Óðinstorg.
Fáksfélagar
ath.:
Fyrirhugaðri Hafravatnsreið aflýst vegna
framkvæmda við réttina.
Kvennadeild Fáks.
ROYAL \
SKYNDIBÚÐINGARNIR^
ÁVALLT FREMSTIR
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragötegundir
CHAMPION
m
Ný kynslóö af bílkertum
auka viðbragðsflýti
og gangöryggi
CHAMPION
tryggja minni sótun
vélar og hreinni út-
blástur
ný og tæknilega
fullkomin glóða-
kerti í diesel-vélar.
Þekking Reynsla Þjónusta
FALKINN
SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
4