Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 28.05.1987, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1987 77 Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF: Fiskvinnslufólk undirbýr flótta úr sjávarplássum Samdráttur í atvinnu samhliða útflutningi á ferskum fiski „ÞAÐ hefur verið ríkjandi mis- skilningur, að fiskurinn, sem fluttur hefur verið út i gámum, fari eingöngu á hina svokölluðu ferskfiskmarkaði og skerði því ekki möguleika unninna íslenzkra fiskafurða. Þetta er ekki rétt, því stór hluti þessa fisks fer beint sem hráefni í vinnslustöðvar í viðkomandi löndum,“ sagði Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri SÍF, meðal annars i ræðu sinni á aðal- fundi samtakanna á miðvikudag. Magnús varaði við þróun mála í sjávarútveginum, einkanlega út- flutningi á ferskum físki, sem færi í auknum mæli til vinnslu erlendis í samkeppni við framleiðslu okkar. Magnús sagði meðal annars eftir- farandi: „Eftir að við lokuðum landhelgi okkar, reyndu ýmsar fisk- veiðiþjóðir að veiða á heimaslóð, en það dugði skammt. Fiskimið ýmissa þjóða urðu fljótt í hættu og físki- stofnum hafði nærri verið útrýmt. Þjóðir, sem jafnvel gagnrýndu frið- unarstefnu okkar á sínum tíma, lokuðu eigin landhelgi. Þær eru nær físklausar að minnsta kosti á meðan á friðun stendur. En fískvinnsla þeirra verður að lifa þetta af og það broslega við þetta allt, er, að við íslendingar aðstoðum þá dyggi- lega á þessum þrengingartímum. Færum þeim fiskinn, sem þeir geta greitt hærra verði en við, meðal annars vegna styrkja, sem eru fjár- magnaðir að hluta meðal annars af tollum á íslenzkum sjávarafurð- um. Með því mikla magni, sem flutt er út af óunnum físki, erum við ekki eingöngu að halda lífínu í þeirri fískvinnslu, sem til skamms tíma var að leggja upp laupana í Hull og Cuxhaven, heldur verðum við alvarlega varir við það, að þeir aðilar, sem voru búnir að leggja fískvinnslu á hilluna og eingöngu famir að stunda verzlun með fískaf- urðir, eru búnir að dusta rykið af flaka- og flatningsvélum sínum og byijaðir að vinna fisk á ný, meðal annars til að selja í samkeppni við annan íslenzkan fisk á unnum físk- mörkuðum. Má þar nefna dæmi, sem koma beint við íslenzka fisk- framleiðendur eins og aukin söltun á ufsaflökum í Þýzkalandi og söltun á Spáni, Englandi og Frakklandi. Er það nokkur furða þó forsvars- menn borganna Hull, Grimsby, Cuxhaven og Bremerhaven komi í hópferðum til íslands og lýsi því yfír fjálglega í ijölmiðlum, að íslenzki fiskurinn sé eins og lífsblóð fyrir fískvinnslu þessara borga. Það er engin furða, því íslenzki fískurinn er nú meirihluti þess sjávarafla, sem meðhöndlaður er í þessum borgum. Þetta gerist á sama tíma og for- svarsmenn íslenzks fískvinnslufólks segja mér, að fjöldi fólks undirbúi nú flutning úr íslenzkum sjávar- plássum vegna samdráttar í at- vinnu. Það, sem svo verra er, og á eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenzka fiskvinnslu og einkum saltfískiðnaðinn er, að með þessu erum við að byggja upp baráttuþrek þeirra aðila, sem harðast beita sér gegn öllum sveigjanleika stjóm- valda Evrópubandalagsins gagn- vart íslendingum í tolium og takmörkunum á saltfíski og unnum ferskum físki. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að andstæðingar okkar eru ekki fólkið og almenn stjóm- völd Evrópubandalagsins, heldur hinir öflugu hagsmunagæzluaðilar fískvinnslunnar innan Evrópu- bandalagsins. Þeir aðilar, sem við nú, með skammtímahagsmuni að leiðarljósi, erum að byggja upp, eru þeir sömu, sem harðast börðust gegn íslenzkum hagsmunum í öllum landhelgisdeilunum og hikuðu ekki við að krefjast þess, að sett yrði löndunarbann eða að brezka ríkis- stjómin sendi á íslandsmið flota herskipa, gráan fyrir jámum, sem um árabil lagði hér líf og limi íslenzkra sjómanna í hættu. Það em vægast sagt ömurleg örlög að horfa upp á áralanga baráttu í landhelgis- málinu verða að engu gerða á fáum' árum.“ Morgunblaðið/Bjarni Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF í ræðustól. Á myndinni eru einnig Rögnvaldur Ólafsson, Hellissandi, Stefán Rúnolfsson, Vestmannaeyjum, fundarstjóri, Bjarni Sivertsen, starfsmaður SÍF og Sigurður Haraldsson, aðstoðarframkvæmdasljóri SÍF. Útflutningur á saltfiski 1986: Verðmæti á hvern starfs- mann 3,4 milljónir króna ÚTFLUTNINGUR á saltfiski jókst á síðasta ári um 8% i magni frá árinu áður og um 56% í verð- mætum talið. Á síðasta ári var útfluttur saltfiskur um 13% af heildarútflutingi íslendinga. Af 11,2 milljarða króna aukningu útflutningsverðmæta milli ár- anna 1985 og 1986, sá saltfisk- vinnslan um 18% eða rúma tvo milljarða króna. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Dagbjarts Einarssonar, form- anns stjómar SÍF á aðalfundi samtakanna á miðvikudag. Hann ræddi meðal annars um framleiðslu og afkomu, aukningu og hlutdeild söltunar í útflutningi, sem hann sagði viðunandi. Hann sagði enn- fremur: „Eins og hér hefur komið fram, jókst heildarútflutningur okkar ís- lendinga um 11,2 milljarða eða rúm 33% milli áranna 1985 og 1986. Þar af var aukning útfluttra sjávar- afurða um 9,4 milljarðar eða um 84% af aukningunni enda var svo komið á síðasta ári, að sjávarafurð- ir vora orðnar 77% af heildarút- flutningi landsmanna. Verður að leita allt til ársins 1981 til að fínna álíka hátt hlutfall sjávarafurða í heildarútflutningi Islendinga. Til þess að vinna 149.000 tonna af botnfíski upp úr sjó og breyta í 53.000 tonn af saltfiskafurðum kölluðum við til liðs við okkur rúmt 1% af vinnuafli okkar íslendinga - álíka eða ívið færri starfsmenn en vinna hjá einni opinberri stofnun, til dæmis Pósti og síma. Hver starfsmaður í saltfiski skóp að með- altali gjaldeyri á árinu, sem nam 3,4 milljónum króna á meðan „meðaljóninn" skilaði af sér 0,4 milljónum króna í gjaldeyri." Áðalfundur SÍF samþykkti að Ijórðungur hundraðshluta af fob andvirði selds fisks á þessu ári renni í sérstdkan rannsóknarsjóð til að standa straum af undirbúnings- kostnaði vegna pökkunarverk- smiðju SÍF. Ennfremur var samþykkt að sama hlutfall söluand- virðis renni í sérstakan húsbygging;- arsjóð til að fjármagna hlut SÍF í nýbyggingunni Aðalstrtæti 8. Hvort tveggja framlagið verði fært til bókar sem séreignarsjóður hvers félaga fyrir sig. Nú voru kosnir 7 menn í stjóm, þeir Kristján Guðmundsson, Rifi, Sigurður Einarsson, Vestmannaeyj- um, Sigvaldi Þorleifsson, Ólafsfírði, Karl Njálsson, Garði, Finnbogi Jónsson, Neskaupstað, Ólafur Bjömsson, Keflavík og Hallgrímur Jónasson, Reyðarfírði. Fyrir í stjóm era Björgvin Jónsson, Þorlákshöfn, Dagbjartur Einarsson, Grindavík, formaður, Gunnar Tómasson, Grindavík, Kristján Ólafsson, Dalvík, Sigurður Markússon, Reykjavík, varaformaður, Soffanías Cecilsson, Grandarfírði, ritari og Þorsteinn Jóhannesson, Garði. Tuttugu milljónir matar- skammta á þrjátíu árum YFIRMATSVEINNINN í aðaleld- húsi íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli á 30 ára starfsafmæli i dag og um þessar mundir lætur nærri að hann sé að senda frá sér 20. milljónasta matarskammtinn, en hinir ýmsu starfsmenn fyrirtækisins hafa sporðrennt þeim um gervallt svæði bandaríska hersins á Mið- nesheiði og nágrenni. Þetta er enginn smáfjöldi matarskammta og ástæða til að ræða við bryt- ann, Friðrik Eiríksson, og spyrja hann hvort hann væri ekki að fá ofnæmi fyrir mat. „Nei, ekki aldeilis, mér finnst alltaf jafn gaman að þessu og eng- inn matur er svo ómerkilegur að það eigi ekki að vanda til gerðar hans. Svo er gleðilegt að geta litið yfir farinn veg og sagt í fullum heiðarleika, að aldrei hafa orðið nein óhöpp, aldrei neinar eitranir, allt hefur gengið eins og best verð- ur á kosið og það er engin tilviljun, því frá fyrstu tíð hefur hreinlæti Friðrik með aðstoðarfólki sínu á annatíma. Morgunbiaðið/EinarFalur Friðrik Eiríksson i ríki sínu, og eftirlit með húsakynnum og matvælum verið hér til mikillar fyr- irmyndar," segir Friðrik. Meðan Morgunblaðsmenn krafu Friðrik og smökkuðu á sýnishorni af matseldinni, fóra starfsmenn fs- lenskra aðalverktaka að streyma í salinn. Salurinn tekur ekki helming þeirra í sæti sem með þyrfti, menn verða því að vera snöggir að gleypa í sig matinn og ef einhveijum kann að þykja það heldur hranalegt þá bætist það mönnum upp með þeim hætti, að þetta ágæta fæði er inni- falið í launum starfsmanna. Við spurðum Friðrik hvort þeim væri stundum hælt fyrir matseldina. „Já, það kemur oft fyrir og þá fær maður á tilfinninguna að maður vinni starf sitt vel. Annars er smekkur manna misjafn og sumir vilja t.d. alls ekki fisk, sumir ekki kjöt og svo framvegis. Við höfum því komið upp salatbar og brauð- bretti til að auka Ijölbreytnina," segir Friðrik. Erað þið þá stundum skömmuð líka? Friðrik segir: „Það kann að vera að einhveijar kvartanir berist, en ég heyri það ekki persónulega. Það er ekki umtalsvert." En hversu umfangsmikil er starf- semi eldhússins? Enn segir Friðrifíí; „Þetta er býsna mikið. Um þessar mundir era þetta 600 munnar sem þarf að metta og sú tala getur hækkað upp I 800. Stóran hluta matarskammtanna sendum við með sendibilum til hinna ýmsu staða hér í kring, þar sem starfsmenn verk- taka eru að störfum, svo sem í Helguvík, Stapafelli og út í flug- skýlin. Þetta var svipað þegar ég byijaði hjá aðalverktökum fyrir 30 áram, svo fækkaði um tíma, íjölg- aði svo aftur. Annars hef ég unnið í þessu mötuneyti í meira en 30 ár, ég byijaði héma 1953 sem starfs-' maður hjá bandaríska fyrirtækinu Metcalf-Hamilton-Smith and Beck. Þá vora fleiri hér í mat, bæði Bandaríkjamenn og íslendingar, allt að 3.600 dag hvern. Það gekk meira á í þá dag og í sjálfu sér ágætt að það hafí dregið úr þessu. Nóg er það samt.“ . ,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.