Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 BLAÐ í gær hófst í Hallgrímskirkju átta daga kirkjulistahátíð. Hofst hátíðin með f lutningi Jesúspassíu, eftir þýska tónskáldið Oskar Gottlieb Blarr. Óhætt er að segja að á hátíðinni geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi, því bæði er boðið upp á málverkasýningu, leiklist og fjölda tónleika, auk tiðasöngva. Það er vel við hæfi að hefja hátíðina um Hvítasunnuna, á hátið heilags anda, þegar kristnir menn minnast þess hvernig kirkjan fæddist, þvi eins og nafnið, Kirkjulistahátíð Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup: Engin list er * ar m ^ Hallgrímskirkju, ber með sér, verður aðeins flutt efni sem tengist kristinni trú. Hinsvegar má segja að við séum einatt of upptekin af veraldlegri list til að gefa kirkjulistinni gaum í daglegu lífi, þótt flest höfum við sjálfsagt hugboð um að án kristinnar trúar væri menningarlífið fátækt. - fremurena Herra Sigurbjöm Einarsson, bisk- up, sem hefur nýverið látið af formennsku í Listvinafélagi Hallgrímskirkju, varð við þeirri ósk minni að svara nokkrum spurningum um kirkjuna, trúnna og menninguna og á hvern hátt listsköpun tengist kristinni trú. „Það liggur beinast við að vísa til sögunnar." svaraði Herra Sig- urbjöm. „Þegar litið er til hennar, þá eru tengslin auðsæ og sterk. Hvar sem spor kristinnar trúar verða rakin, blasir við listsköpun. Strax í Katakombunum rekst maður á listræna túlkun á trúar- legum sannindum. Ég býst ekki við að önnur andleg hreyfing verði inað mannlegt fundin, sem jafnast á við kristin- dóm að þessu leyti. Sú byggingarlist sem kirkjan hefur fætt af sér er yfírþyrmandi mikilfengleg og myndlistin sem þróast hefur í skjóli hennar er stórbrotin, en þó er tónlistin sú listgrein sem hefur borið mestan blóma í kirkjunni. Kristin trú er ekki ein meðal trúarbragða um það að fæða af sér list. Það er allri trú eiginlegt að tjá sig með listrænum hætti í einhveijum skilningi. Við köllum það list, en frá sjónarmiði trú- mannsins, þá var aldrei um list að ræða út af fýrir sig, hvort sem hann tjáði sig í söng eða dansi, í leikrænni túlkun eða myndgerð. Trúmaðurinn var að tilbiðja Guð sinn, ákalla Hann, þakka Honum og sýna Honum það fegursta sem hann átti til. Því gagnteknari sem menn eru af tilbeiðslu, því meiri list, því meira vegur listræn viðleitni í trú- arlífinu. Sú list sem vaxið hefur upp innan kirkjunnar er til vitnis um það lif sem í henni hefur ver- ið, þann andlega veig sem trúar- viðhorfið hefur borið í sér. Þau afrek í listum sem ég nefndi eru eins og öldufaldar sem rísa upp af djúpi þeirra tilfinninga, þeirrar andlegu reynslu, sem á bak við er.“ Oft heyrir maður sagt að listamenn séu í rauninni að halda sköpunarverki Guðs áfram, séu eins konar verkfæri Hans. Hver erþín skoðun á því? „Mér fínnst þetta merkilegt sjónarmið. Ég get nú ekki talað úr hópi listamanna í neinum skiln- ingi, en mér skilst að engin list verði til og að engin list verð- skuldi að heita því nafni, nema sú sem skapast fyrir samleik þrauta og gleði. Kannski er það eitt af leyndarmálum sjálfrar sköpunarinnar, frá upphafi og áfram alla tíð, að þar er þraut og fögnuður í samleik. Ef til vill skynjar sál listamannsins eitthvað meira af þessum leyndardómi en við hin.“ Eru einhver skil milli kirkju- legrar listar og veraldlegrar listar? „Já, mig langar nú til að spyija

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.