Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 24
ð ?86í mfn.? nmkamwm. .amummmA 24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 F5 Opinberun í aösigi Munið okkar vinsæla kalda borð. Simi 672020 Haukur Morthens og 6 manna hljómsveit skemmta í kvöld og annan í hvítasunnu. Þú svalár lestrarþörf dagsins á^söum Moggans! Maður þarf ekki að vera hár í loftínu til að vinna í humarvinnslunni. V estmannaeyjar: Morgunblaðið/SigurgJónasson Unglingamir þyrpast beint frá prófborðunum í humarvinnsluna í frystíhúsunum. Uppgripavinna hjá ungl- ingum í humarvinnslunni Vestmannaeyjum. EINS og undanfarin ár fór hum- arveiðin vel af stað en nú síðustu dagana hefur afli verulega treg- ast hjá þeim níu bátum sem þessar veiðar stunda frá Vest- mannaeyjum. Þetta veldur þó ekki sjómönnum neinum teljandi áhyggjum, því það hefur löngum verið rykkjótt fiskiríið á þeim rauða. í bestu róðrunum hafa bátar komist á þriðja tonnið af slitnum humri. Þannig var Ófeigur með 2,5 tonn einn daginn og Sigurbára 2,2 tonn annan daginn. Mikil vinna fylgir humrinum og hann er verðmæt afurð og eftir- sótt. Hjá sjómönnum eru handtökin mörg við að slíta halann frá og síðan ganga vel frá honum í ís. Túrinn hjá humarbátunum varir yfirleitt í tvo til þrjá daga. Meðan á humar- vertíðinni stendur skapast upp- gripavinna fyrir unglinga sem þyrpast beint frá prófborðunum í humarvinnsluna í frystihúsunum. 14-16 ára unglingar vinna við að snurfusa, þvo og mænudraga hum- arinn og raða hölunum snyrtilega í kassa. Humarinn er síðan frystur og hann seldur til Bandaríkjanna og nokkurra Evrópulanda. Ingi Júlíusson, verkstjóri í Vinnslustöðinni, sagði í samtali við fréttaritara að humarinn nú væri mjög svipaður að gæðum og á síðustu vertíð og hjá þeim færu í gegn í vinnslu um eitt og hálft tonn á dag. Vinnslustöðin fær afla hjá fimm bátum í sumar og fékk 11,5 tonn af slitnum humri á fyrstu tíu dögum vertíðarinnar. Þetta er um þriðjungur aflakvóta bátanna. Um 40 unglingar starfa hjá Vinnslu- stöðinni einni við humarvinnsluna þannig að ætla má að um 80 til 90 unglingar fái kærkomna sumar- vinnu í frystihúsunum í Eyjum vegna humarsins. I Frjálst verð er á humri þessa vertíð og greiða frystihúsin í Eyjum 600 kr. fyrir kílóið af 1. flokks humri, 290 kr. fyrir 2. flokk og 120 kr. fyrir 3. fl. Miðað er við sömu flokkun og mat og undanfarin ár. - hkj. MEGAS í CASABLANCA mánudaginn 8. júní eftir 25 daga hringferd um landið ÍCASABLA Jli Skúlagólu 30. S. 1 1559. DISCOTHEQUE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.