Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 iðkar er, út af fyrir sig, takmark í sjálfu sér. Takmarkið er maður- inn og Guð. Viðleitni kirkjunnar beinist að því að Guð og maðurinn eigi samleið, eins og Hann ætlast til og hefur birt sem sinn vilja, einmitt í þeirri staðreynd sem er homsteinn kristinnar trúar: Guð gerðist maður í Kristi." Eru Guðsþjónustur hluti af list og menningu þjóðarinnar? „Já, ég tel það hiklaust. Ég er nú á því að það megi hnykkja Engm list er kirkjunni óviökomandi á móti, hvað er list? Veistu um einhvem sem getur svarað því? Þetta hugtak er eitt þeirra, sem felur í sér óræða stærð, sem eng- inn veit hvað er, en sem við þó getum mætt sem mjög áhrifamikl- um og gagntækum veruleika. Afhveiju gerom við það? Afhveiju hefur maðurinn þessa þörf og hvers vegna lifir hann þessa sér- kennilegu nautn sem hann verður fyrir þegar hann nýtur listar? Hann finnur þar, ótvírætt, ákveðna Iífsfyllingu, bæði þegar hann skapar og þegar hann nýt- ur, en sú lífsfylling vísar ævinlega út fyrir sjálfa sig. Það er alltaf eitthvað á bak við sem við náum ekki. Hvað er þetta? Þeirri spum- ingu get ég ekki velt fyrir mér, fyrir mitt leyti, án þess að ég sjái ákveðið samband milli trúar og listar, hvort sem það samband á aðeins rætur í sál mannsins, eða í tilveronni utan mannsins, og þá í þeim djúpum hennar sem trúin telur sig vera í tengslum við. Ég er þeirrar skoðunar að svo sé. Blanda þó ekki saman trúarlegum innblæstri eða hughrifum og list- rænum, þó að ég sjái skyldleika. Og því miður er hugur mannsins viðsjálsgripur, hann getur orðið innblásinn af ljótleika eins og feg- urð, lygi sem sannleik. í heimi listarinnar getur orðið sjmdafall, eins og í heimi trúarinnar. Þú spyrð um skil milli kirkju- legrar listar og veraldlegrar. Þau ero að sjálfsögðu til staðar. Eng- inn maður er fæddur kristinn og engin list er fædd kristin. List verður ekki kirkjulist fyrr en hún fellur að því munstri sem líf kirkj- unnar motast af. List getur verið trúarleg í einhveijum skilningi þó hún sé ekki kirkjuleg og engin list er kirkjunni óviðkomandi, fremur en annað mannlegt. En kristin Guðsdýrkun hefur ákveð- inn grunn, viðmiðun og stefnu og list sem er ætlað að vera þáttur í tilbeiðslu kristins safnaðar, getur ekki verið hverskyns listræn við- leitni. Hún verður að gangast, af auðmýkt, undir það hlutverk að biðja, boða, lofa og þakka með kristinni kirkju. Hún verður að stilla sína strengi inn á bylgju- lengd hennar." Þegar haldnar eru Listahátí- ðir í Reykjavík fer lítið fyrir kirkjulist. A hún ekki erindi við alla, hvenær sem er, eða er flutningur trúarlegrar listar bundinn við hátíðir kirkjunnar? „Trúarleg list á vissulega erindi hvenær sem er og við hvem sem er eins og boðskapur kirkjunnar, og kirkjan heldur ekki hátíðir afþví að aðrar tíðir séu einskis varðandi, heldur einmitt afþví að allir dagar og tíðir ero svo mikil- vægir. Hún vígir ekki ákveðin hús afþví að aðrar mannavistir skipti ekki máli, heldur einmitt til þess að minna á hve mikilvæg hver mannleg vist og hvert mannsins spor er á þessari jörð. En erindi kirkjunnar á misjaftilega greiðan aðgang að fólki, eins og við vitum, en hún heldur sínum dyrom opn- um fyrir öllum og ekkert sem hún mikið á þessu með því að segja að Guðsþjónusta kirkjunnar hafi verið ein megin uppspretta listar og menningar í þessu landi. Það er víst óhætt að segja að i kirkjunum, aðallega, hafí þjóðin átt kost á listrænni reynslu. Okk- ur kann að virðast að það hafi verið fátæklegt framboð menn- ingarlegrar listar, en það er þó staðreynd að munir og prýði helgra húsa á íslandi, ljósin þar og söngurinn, gáfu alþýðu manna það sem hún gat eignast fegurst, og þar lifði hún áreiðanlega Iist- ræna fyllingu. Og reyndar ekki bara í kirkjunum, bókmenntaverk eins og Passíusálmamir og Vídalínspostilla veittu auðvitað fyrst og fremst trúarlega svölun og uppbyggingu, en jafnframt listræna." Tilheyrir trúarleg listsköpun fortíðinni, eða er hún enn Uf- andi? Erum við ekki stöðugt að endurflytja trúarleg verk frá miðöldum? „Það er nú svo merkilegt, að sum mannleg afrek eldast ekki. Við köllum slík verk sístæð eða klassisk. Þau siitna ekki. Ein kyn- slóð af annarri leitar þangað og kemst í snertingu við innblástur yfirburðarmanna. Það er mikils- metið á íslandi að Hallgrímur skuli vera lesinn á hverri föstu, í útvarpi og sjónvarpi. An þess að kunna að meta og njóta göfugra hugsana og verka frá liðinni tíð, skapa menn varla nýja og góða hluti eða merkilega sögu. Ég veit ekki hvort nútíminn stendur svo mikið að baki öðrom tímum á sviði trúarlegrar listar. Þegar við nefnum nútíma, skulum við gera okkur grein fyrir því, að við erom þannig mótuð og gerð, og ekki síst yngri kynslóðin, að hinn svonefndi nútími nær yfir ákaflega stutt skeið. En á síðari árom, svo ég haldi mig við þau, hafa orðið til merkileg listaverk, kristin. Það gildir bæði um bygg- ingarlist (kirlq'ur), myndlist og tónlist." En ef við snúm okkur frá lifandi trúarlegri Ustsköpun, langar mig að lokum að spyrja þig, hvað er „lifandi trú?“ „Ég hef séð nafnið þitt nokkr- um sinnum, hugsanlega rekist á eitthvað lesmál tengt því nafni sem ég hef staldrað við, en sjálf varstu mér aðeins nafn. Nú situr þú allt í einu í stól fyrir framan mig. Ég mæti augum og svip og tali sem túlkar hugsun og tilfínn- ingar manns, og uppfrá þessari stundu ertu mér ekki bara nafn, eða nafnnúmer, ekki greinahöf- undur, eða hvað annað ópersónu- legt. Þú ert mér lifandi persóna. Lifandi trú er samband við lif- andi Guð. Hann er ekki nafn, ekki hugtak. hann er persóna, hugur sem ég get blandað geði við og sem ég veit af, virði og tek tillit til sem raunverolegs föður og vinar, nær mér en hjartaslögin mín og jafnframt „yfír og allt um kring með eilífri blessun sinni." Viðtal: Súsanna Svavars- dóttir Frá Hlíðardalsskóla Nánari upplýsingar ísímum: 91-13899, 99-3607og 99-3606. Umsóknarfresturertii30.júní. Umsóknir sendist Hlíðardalsskóla, skólastjóra, 815Þorláks- höfn. Skólastjóm. Hlíðardalsskóli er heimavistarskóli, sem starfrækir 8. og 9. bekk grunnskóla samkvæmt fræðslulög- gjöf landsins. Auk tilskilinna námsgreina læra nemendur ýmis hagnýt störf utan húss og innan. Kristindómurinn er grundvallarhugsjón skólans. Er því lögð mikil alúð við að „rækta manninn". Skólinn er staðsettur í sveitinni Ölfus, 45 km frá Reykjavík. Þar er gott næði til náms. /1 hveiju ári byijar Rosenthal framleiðslu á úvali nýira skrautmuna eftir heimsþekkta hönnuði. Um leið er eirmig hætt að framleiða ýmsa skrautmuni, sem lengi hafa verið á boðstólum. Rosenthal hefur gefið okkur kost á að bjóða viðskipta- vinum okkar slíka skrautmum, sem nú er hætt að framleiða, á lækkuðu verði með allt að helmingsafslætti. Næstu vikur munum við bjóða slfkar vömr í verslun okkar á meðan birgðir endast. studio-linie studiohúsiö á horni Laugavegs og Snorrabrautar Sími 18400 Harrison Ford í hlutverki sínu í myndinni „Moskítóströndin". Moskító- ströndin sýnd í Bíó- borginni BÍÓBORGIN frumsýnir annan í hvitasunnu myndina Moskító- ströndin með Harrison Ford í aðalhlutverki. Leikstjóri mynd- arinnar er Peter Weir. Alli Fox, sem Harrison Ford leik- ur, er á margan hátt óvenjulegur maður. Hann er sannfærður um að það verði styijöld í Bandaríkjunum og ákveður þess vegna að forða sér og fjölskyldu sinni. Fjölskyldan heldur til Moskítóstrandarinnar í Mið-Ameríku, þar sem þau ætla að framleiða ís. Éitt fyrsta verk Fox á þessum nýju slóðum er að kaupa land þar sem hann ætlar að koma upp verksmiðju til ísframleiðslunn- ar. En það kemur margt upp sem hann gerði ekki ráð fyrir í upphafí og kemur að því að Fox missir stjóm á gangi mála, segir í frétt frá kvikmyndahúsinu. SUMARLEGTÁ STÖDVUM ESSO Nú er hægt að Ijúka undirbúningi ferðarinnar í rólegheitum á bensínstöðvum Esso. Þar finnst margt nauðsynlegt í sumarfríið: íþróttaskór, trimmgallar, stígvól ec)a regngallar handa krökkunum, veiðistöng handa mömmu, grill handa pabba og ... bensín á bílinn. Líttu inn í leiðinni, það er margt girnilegt í hillunum hjá Esso! Góða ferð! íþróttaskór frá 350 kr. Trimmgallar frá1190kr. (peysa, bolur, buxur) Stígvél frá 580 kr. Regngallar frá 944 kr. Olíufélagiðhf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.