Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 30
’3Ó B P ^t t'f' (itíjMS^^OíííWf MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Bíóborgin Moskrtóströndi með Harrison Ford Allie Fox (Harrison Ford) á sér einstakan draum og er gagntekinn af honum; að flýja með fjölskyldu sína í óspillta og ómengaða veröld. Draumalandið hans er að finna í frumskógum S-Ameríku, langt fró spillingu nútímans. Fox er ákaflega sjálfstæður maður og hefur fengið sig fullsadd- an af bandarísku þjóðlífi, skyndi- mat, sjónvarpi, mengun, falsspámönnum og glæpum. Svo dag einn fer hann með konunni sinni, tveimur sonum og tvíburad- ætrum til Moskítóstrandarinnar í S-Ameríku (á milli Puerto Barritos í Guatemala og Colon í Panama). „Sæl og bless, Ameríka," segir Fox, „og hafðu það gott.“ Kvikmyndin Moskítóströndin, sem Peter Weir leikstýrir eftir handriti Paul Schraders gerðu eft- ir skáldsögu Paul Theroux, er um Allie Fox og ævintýri hans í frum- skóginum og hvernig leit fjölskyldu hans að paradís verður að baráttu upp á líf og dauða. Með aðalhlut- verkin fara auk Harrison Ford, Helen Mirren og River Phoenix (Stand By Me) en framleiðandi er Jerome Hillman (Midnight Cow- boy) og framkvæmdastjóri Saul Zaentz (Amadeus). Myndin verður frumsýnd innan skamms í Bíóborg- inni. í Moskítóströndinni vinna þeir aftur saman Peter Weir og Ford en samstarf þeirra í Vitninu (Wit- ness) gat af sér seiðandi og oft undurfagran þriller og Ford sann- aöi að hann gat leikið annað og meira en Indiana Jones og Han Solo og þessháttar skrípakalla. Og honum hefur jafnvel verið hampað enn meira af gagnrýnendum vest- Harrison Ford leikur Allie Fox f Moskítóströndinni. anhafs fyrir leik sinn í þessari mynd og þótt þeir hafi ekki verið á einu máli um ágæti myndarinnar eru þeir sammála um eitt: Harrison Ford er frábær. Aðrir sem unnu með Weir í Vitn- inu og gengu í lið með honum í Moskítóströndinni eru kvikmynda- tökumaðurinn John Seale, tón- smiðurinn Maurice Jarre og klipparinn Thom Noble. Framleiðandinn, Jerome Hell- man, hafði unnið að því frá 1982 að koma Moskítóströndinni á hvíta tjaldið eða frá því hann fyrst las sögu Theroux og keypti kvik- myndaréttinn að henni. „Það er sjaldan sem þú lest eitthvað sem gerir þig virkilega spenntan," segir hann. „Mér fannst að úr sögunni gæti komið dásamleg mynd ef rétt fólk tæki þátt í því.“ Sá fyrsti sem hann hafði sam- Stallone á fullu í sjómanni við einhvern sem hugsanlega gæti snætt hann í hádeginu. Háskólabíó Stallone snýr aftur band við af „rétta fólkinu" var handritshöfundurinn og leikstjór- inn Paul Schrader (Taxi Driver) og fyrsta útgáfa handritsins vartilbúin 1983. Það ár hóf Hellman að ræða við Ástralann Weir sem hefur í myndum sínum fjallað um fólk í framandi umhverfi stríðandi við öfl sem það ekki skilur eða þekkir (Picnic at Hanging Rock, The Last Wave, The Year of Living Danger- ously). Honum var sent handrit og svo hittust þeir Hellman, Schrader og Weir í Ástraiíu og ræddu ýmsa þætti handritsins. Weir sló til. Hann hitti Theroux í Banda- ríkjunum og það fór vel á með þeim. „Hann sagði mér að ég yrði að taka söguna og gera hana að minni," segir Weir. Theroux lagði sitthvað til málanna, kom með hugmyndir og veitti ráðgjöf. En það áttu enn eftir að líða tvö ár áður en tökuvélarnar fóru í gang. Hellman og Weir leituðu eftir fjár- stuðningi og fengu loforð en samningsaðilar kvikmyndaveranna stóðu stutt við í starfi og þá var að leita eitthvað annað. í millití- ðinni gerði Weir Vitnið, kynntist Ford náið og sannfærðist um að hann væri réttur í hlutverk Allies. Og eftir að Vitnið var frumsýnd tóku tilboö um samninga vegna Moskítóstrandarinnar að streyma inn frá næstum öllum kvikmynda- verunum í Hollywood. Hellman spuröi vin sinn, framleiðandann Saul Zanetz, ráða og Zanetz bað um að fá að lesa handritið. Eftir lesturinn bauð hann Hellman að fyrirtæki sitt kostaði framleiðsl- una. Samningur var gerður á einum degi og vinna hófst þann næsta. Cannon, fyrirtæki þeirra Yoram Globus og Menahem Golan, stendur höllum fæti þessa dagana og er mörgu kennt um; t.d. urðu myndirnar þeirra (um 40 á síðasta ári) ekki eins vinsælar og bjartsýni félaganna gerði ráð fyrir. Over the Top, sem Háskólabíó fer að sýna bráðlega (ef það er ekki byrjað á því), var ein af dýr- ustu myndunum þeirra, ekki síst vegna þess að stjarnan, Sylvester Stallone, fékk borgaðar tólf millj- Það var svosem við því að bú- ast að góð aðsókn yrði að fram- haldsmyndinni hans Eddie Murphys, Beverly Hills Cop II, en kannski hafa menn ekki gert ráð fyrir öðrum eins mettekjum. Myndin gerði sér lítið fyrir og fékk alls 33 milljónir dollara í kass- ónir dollara fyrir að leika í henni, en í Bandaríkjunum náði hún að- eins inn fyrir launakostnaði hans og nokkrum milljónum betur. Það er langt frá Rambó-markinu. Annaðhvort er stjarna Stallone að síga og hann að glata vinsæld- um sínum eða myndin, sem Menahem Golan leikstýrði, höfðar ekki til fólks. Efni hennar er vissu- lega svolítið óvenjulet; aðalmálið hjá Stallone, fyrir utan að vinna yfirráðarétt yfir syni sínum, snýst ann fyrstu helgina sem hún var sýnd. En það var samt ekki stóra málið því metið sem hún setti var að fá 9,7 milljónir dollara í kassann á einum degi. Engin mynd hefur halað inn svona mikið á einum degi í .allri sögu kvikmyndanna. Eddie Murphy setur met Bíóhúsið Mánudagsmyndabíó Núna, þegar Bíóhúsið er orðið að einskonar mánudagsmyndabíói (art house) og fólk á eftir að fá tækifæri til að sjá myndir í því sem yfirleitt eiga heima hér á kvik- myndahátíðum (ef þær eru þá nokkurn tímann sýndar hór) er ekki úr vegi að fara nokkrum orð- um um sumar af væntanlegum myndum bíósins. Þetta eru yfirleitt myndir, sem liggja utan við afþrey- ingariðnaðinn sem annars tröllríð- ur kvikmyndahúsunum, og þær ættu að skapa vandað og gott menningarlegt mótvægi við þá fjöldaframleiðslu alla. Um fyrstu mynd Bióhússins eft- ir „menningarbyltinguna", Blátt flauel (Blue Velvet), sem David Lynch skrifar og leikstýrir, hefur þegar verið fjallað. Það er hroll- vekjandi „þriller" um afbrigðileika og kynferöislega ónáttúru sem Denni Hopper persónugerir í eftir- minnilegri túlkun, Kyle MacLac- hlan verður óvart vitni að í gægjuþrá sinni og Isabella Rossell- ini verður fyrir barðinu á. Það eru ekki margir serrr geta framkallað með eins miklum saliróleghheitum þann öfuguggahátt, ofbeldi og úr- kynjun sem einkennir myndina og David Lynch. Round Midnight (Um miðnætti) er ein af myndunum á sýningar- áætlun Bíóhússins en leikstjóri hennar er Bertrand Tavernier. „Midnight" er fyrsta myndin sem hann gerir fyrir Bandaíkjamenn en hún fjallar um svarta, ameríska djasstónlistarmenn sem fóru til Parísar seint á sjötta áratugnum og hefur myndin hvarvetna hlotið afbragðs dóma gagnrýnenda. Með aðalhlutverkið fer Dexter Gordon, einn fremsti saxófónleikari djass- sögunnar, sem leikur að einhverju leyti sjálfan sig í myndinni. Fram- leiðandi er Irwin Winkler og hann segir svo frá tilurð myndarinnar. „Martin Scorsese og ég vorum staddir í París sunnudagsmorgun einn á leið frá ísrael. Marty spurði mig hvor óg væri til í að koma með honum út að borða með Bertrand Tavernier. Við hádegisverðinn spurðum við hvern annan í gríni hvernig mynd við vildum gera ef við mættum velja úr hverju sem er. Bertrand sagði: Sögu um amerískan djassara í París seint á sjötta áratugnum. Þannig byrjaði þetta." Betty Blue er líka gerð af frönsk- um leikstjóra. Hún er þriðja mynd Jean-Jacques Beineix og kemur á eftir hinni vellukkuðu mynd hans, Divu, og hinni umdeildu, Tunglið í ræsinu (The Mcon in the Gutter). Betty Blue vakti mikla athygli í Frakklandi á síöasta ári en hún er um Zorg, sem er 35 ára, býr við sjóinn og hefur engan áhuga á vinnunni sinni. Inn í líf hans kemur Betty — yngri en hann, frjálsleg og samþykkir ekki málamiðlanir. Einn dag finnur hún hrúgu af þétt- skrifuðum, svörtum stílabókum hjá Zorg. Hún hefur komið upp um hann. Bara hugsanir útí loftiö, seg- ir hann um skrifin, hlutir sem þú skrifar niður til að fullvissa þig um að þú sért á lífi. Betty heldur ann- að. Hún heldur að Zorg só mesti höfundur sem uppi er af hans kyn- slóð og er hörð á því að láta gefa skrifin út. Með aðalhlutverkin fara Jean-Hugues Anglade og Beatrice Dalle í sinni fyrstu rullu sem Betty. La Casa De Bernarda Alba (Hús Bernörðu Alba) er gerð eftir verki spænska skáldsins Federico Garc- ia Lorca (Yerma) sem af mörgum er talið eitt af hans fullkomnustu leikverkum. Spánverjinn Mario Camus leikstýrir en leikritið er „saga um konur án karlmanna". Bernarða, sem orðið hefur að taka að sér uppeldið á fimm dætrum sínum eftir lát eiginmannsins, læt- ur þær búa við svo mikinn aga að þær eru allt að því grafnar lifandi. Pepe El Romano vill kvænast elstu dótturinni, Angustíu, en hittir Ad- elu, yngstu systurina, á laun undir vakandi auga þriðju systurinnar Martiríó. í kjölfarið gerast atburðir sem eiga eftir að enda með ósköp- um. Lorca lauk við verkið tveimur mánuðum áður en hann var myrtur á Spáni árið 1936. Heyrt hef ég hafmeyjar syngja (l’ve Heard the Mermaids Singing) er sérkennilegt heiti á kanadískri mynd, sem kona að nafni Patricia Rozema skrifar handrit að, leik- stýrir og framleiðir. Þetta er hennar fyrsta mynd í full.ri lengd og var sýnd á Cannes-kvikmynda- hátíðinni sem nú er nýlokið. Myndin segir frá Polly sem er sak- leysislegur ritari við listagallerí. Hún dáir yfirmann sinn, sem er kona, og Maríu elskhuga hennar. Allt sem Polly sér festir hún á filmu og býr til sín eigin svart/hvítu lista- verk úr því. Þegar hún sýnir gallerí- eigandanum myndirnar sínar undir dulnefni segir hún þær rusl og Polly brotnar saman, brennir verk- in og einbeitir sér að dást að galleríeigandanum og verkum hennar. En hún á eftir að komast að tvískinnungshætti eigandans. Aðrar myndir sem sýna á í fram- tíðinni eru m.a. Dagbók skjaldböku (Turtle Diary) með Glendu Jackson og Ben Kingsley í aðalhlutverkum. Hún fjallar um kunningja sem taka að sér að koma dýragarðs-skjald- bökum til sjávar; Brazil eftir Terry Gilliam með Jonathan Pryce, Ro- bert De Niro, lan Holm Bob Hoskins og fleiri góðkunnum er>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.