Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 B 17 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 + „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram könnun á valdi í íslensku þjóðfélagi. Könnunin skal fólgin í því að rannsaka og greina hvemig háttað er völdum og valdahlutföllum stofnana og samtaka, bæði opinberra og óopinberra“. Þessa ályktun samþykkti hæstvirt alþingi nýlega. Er þá væntanlega eitt af verkefn- unum sem ný ríkisstjóm fær á sitt borð. Kannski ekki ómerkasta verkefni tilvon- andi ríkisstjómar að skoða þær aðferðir og leiðir sem raunverulega em famar við ákvarðanatöku um hagsmunamál okkar landsmanna, þótt slíkt dugi líklega iengur en til fjögurra ára og nái þá vart marki í stjómarsáttmálum, sem hannaðir em til næstu fjögurra ára. Ná ekki lengra, skv. hugmyndinni: Eftir okkur syndaflóðið. Þangað til þetta liggur Ijóst fyrir má kannski bara í umræðunum láta eins og maður viti ekki af öðmm valdhöfum, sem ekki fínnast á blaði. Trúa því að ríkis- stjomin á hönnunarborðinu sé almáttug, geti ákveðið allt gegn um meirihluta með lögum. Sá prófessor okkar, sem mest hefur skrifað um stjómmál og siðfræði að undanfömu, Páll Skúlason, komst svo að orði nýlega í blaðaviðtali um ráð- herraembættin: „En það sem stingur í augun varðandi þessi embætti er það alræðisvald sem mennimir er gegna þess- um embættum virðast iðulega taka sér - alræði sem á sér lagalegan gmnn í hinni dönsku stjómarskrá okkar, en brýt- ur gersamlega í bága við lýðræðis- hugmyndina.“ Með slíka trú í farteskinu gengur kannski að vita ekki að það er verkalýðshreyfíngin sem á undanfömum ámm hefur ráðið launastiganum, hver veit? Reyna bara að stíga ofan á tæmar á henni — ofur mjúklega. Mörg okkar hafa verið að velta því fyrir okkur að undanfömu í lífsins ólgu- sjó hver í rauninni ráði hinu og þessu sem yfír okkur dynur. Þessir sem við kjósum og getum sett af eða einhveijir allt aðrir? Hvar skal bera niður? Þar sem mestu máli skiptir. Að fæðast og deyja em víst homsteinanir í lífínu. Þar emm við öll á sama báti. Lífíð emm við öll og alltaf að hamast við að halda í, á hverju sem gengur? Hver ræður í rauninni þessu dýrmætasta sem við öll eigum? En sú spuming, eins og einhver sé á íslandi dæmdur til dauða? En bíðum við. Hver ræður því hvort við getum haldið í líftór- una, t.d. fengið uppskurð þegar eitthvert innanmein kallar á slíkt? Þá fer nú málið að vandast. Raunar orðið aðkallandi að vita hvar valdið liggur, ekki satt? Er ekki predikað af þeim sem það eiga gerst að vita hve mikilvægt sé að koma strax til læknis, svo nema megi burt vont æxli eða gera við þrengda æð, áður en það er búið að breiðast út eða maður dettur niður dauður af því hjarta eða heili fá ekki það sem þarf til að þau starfí eða eitthvað annað hefur farið úr lagi? Hvað gerist þá ef maður kemur ekki nógu snemma? Fyrsta ábyrgð liggur þá væntanlega hjá manni sjálfum. Og hvað gerist ef maður kemur nógu snemma, en er ekki neyðartilfelli í augna- bliki þegar einhver eða einhveijir em búnir að ákveða að nú verði bara „sinnt neyðartilfellum"? Vegna verkfalla, vegna sumarleyfa, af því þeir hafa ekki nógu hátt kaup? Hveijir ráða þá lífí manns? Hveijir hafa þá völdin yfír lífí og dauða? Sjálfsagt ekki gott að vita. Réttindum ku eiga að fylgja ábyrgð, samkvæmt kenningunni, þótt í íslenskum lögum öll- um — utan einum — komi réttindin alltaf á undan skyldunum í texta. Þegar um verkalýðsfélög er að ræða, era til reglur um hvar réttindin liggja og hvar skyld- ur, réttindin að vísu í forgang. Maður fær ofurlitla hugmynd um „hvenær má drepa mann og hvenær má ekki drepa mann“, svo notað sé afbrigði af merkri spumingu nóbelsskáldsins. Gott að vita a.m.k. að það sé lögum samkvæmt, ef menn yfír- leitt komast að nokkurri niðurstöðu í hinni ósvöraðu spumingu Jóns Hregg- viðssonar: Hvenær hefur maður drepið mann og hvenær hefur maður ekki drep- ið mann. Nú hafa viðhorf breyst, burt séð frá því hvort þessi spuming á nokkum rétt á sér yfirleitt. Einstaklingum hafa verið fengin réttindi til þess að hindra að nokkrir aðrir gangi í lífsnauðsynleg störf, en bera í lögum enga ábyrð á þeim óunn- um. Geta í fullum rétti hótað opinberlega að ganga úr þeim störfum í hóp svo eng- inn verði eftir og gert það. Með fullum rétti. Var þó ekki dulítið napurt að fá á slgáinn hjá þeim sem eftir sátu tertu- veislu til að fagna brottgögnu úr lífsnauð- synlegum störfum í vetur? Það er smekksatriði. Eða hvað? „Raunveraleg stjómmál snúast um að ákvarða og tiyggja skilyrði þess að blóm- legt líf verði í landinu“, sagði fyrmefndur prófessor. Gætum kannski einfalelga sagt að líf verði í landinu — punktur. Ef ný ríkisstjóm gæti nú orðið til þess að skilgreina fyrir okkur hver hefur völd- in, þegar hugsanlega er um líf og dauða að tefla, þá sæti hún ekki til einskis. Að ekki sé talað um ef hún efndi til björgun- araðgerða. Þetta er svo nýtt í okkar samfélagi í sambandi við líf og dauða, að varla er von að til séu viðbrögð. Flest önnur lönd hafa her með herlæknum og herspítulum, sem verða að nokkurs konar björgunarsveit ef mikið liggur við. Hér er ekkert slíkt. Verðum við ekki að fara að koma okkur upp, á okkar eigin máta, einhveijum almannavömum á þessu sviði, sem grípa inn í ef líf geta verið í veði. Eða eigum við bara að láta nægja að bjarga fólki á sjó eða uppi í fjöllum? Og eiga ekki þeir sem veita réttindin að setja líka undir lekana, eða hvað? Abyrgð er þung \ og þjakandi þessvegna sneiða menn hjá henni. ( - PH/ABS) A T S vikuna 8. EÐILL - 12. júní KABARETT mán udagur ■ lokað. PRI^ UDA g Ur t>riár , Buö,ttssst4pa. reeKJur. snutubrauA. mjð vikudagur Brauö Mint>stronc. sa/ati. au,atungu og ávaxta- Hörp uskc/fisicur m „ rjótna. 'n/s>’r'>u™ i'imíví runA guk I Os 7 uIJsi G U R - Bruu*snuturPa™*PU .. ' sa/ati r'n/han8‘kjöti JE88 °8 s‘ld. í-><?sert. og VERÐI YKKURAÐ GÓÐU! Fyrírtæki og stofnanir leitið tilboða. V eitingamaðurinn Ný garðplöntusala Garðplöntur í úrvali Sumarblóm, tré, runnar, fjölœr blóm. Verið velkomin. Gróðrarstöðin BORG Hveragerði, inngangur austan Eden, sími 99-4438. sími: 686880. Sumartilboð af reyrhúsgögnum Mikið úrval. Hagstætt verð. Greiðslukortaþjónusta. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, sími 82275. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS HF riiviivi _ ÖFLUGUR BANKI STAÐREYNDIR UM INNIANSREIKNING MEÐ ABOT FULLIR VEXTIR STRAX FRÁ FULL VERÐTRYGGING ©INN[ÁNSDEGI FRJÁLS ÚTTEKT VEXTIR EKKILÆGRI EN Á VERÐTRYGGÐUM HVENÆR SEM ER INNLÁNSREIKNINGUM MEÐ ÞRIGGJA MÁNAÐA BINDINGU A m ENGINN UTTEKTARKOSTNAÐUR ABOT A VEXTI GULLS ÍGILDI I k**%*W* 5».

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.