Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987
B 25
Amnesty International:
Fangar mánað-
arins - maí 1987
Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli
almennings á máli eftirfarandi samviskufanga í maí. Jafnframt von-
ast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum
föngum og sýna þannig i verki andstöðu sína við að slík mannrétt-
indabrot séu framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort
til stuðnings föngum mánaðarins og fást áskriftir á skrifstofu sam-
takanna.
Eþíópia: Namat Issa var fulltrúi
í utanríkisráðuneytinu þegar hún var
handtekin í febrúar 1980, ásamt
manni sínum, Mulugetta Mosissa.
Engin ástæða hefur verið gefin opin-
berlega fyrir handtöku hennar. Á
sama tíma voru mörg hundruð
manna af Oromo-kynþættinum fang-
elsuð, að því er virðist vegna grun-
semda um samúð með vopnaðri
baráttu frelsishers Oromo (OLF).
Talið er að hér sé um að ræða hefnda-
raðgerðir vegna vopnaðrar árásar
OLF og tilraun til að fæla fólk frá
stuðningi við samtökin. Margir hinna
handteknu voru að sögn pyntaðir
eftir handtökuna. Namat Issa var
þunguð við handtökuna og er sonur
hennar með henni I kvennadeild
fangelsisins í Addis Ababa. Hann er
vangefinn vegna heilaskemmda sem
hann fékk eftir veirusýkingu 1983
og er undir eftirliti læknis. Faðirinn
er í höfuðstöðvum rannsóknarlög-
reglunnar og hafa þau ekki sézt eftir
handtökuna.
Indónesía: Andi Sukisno, Su-
geng Budiono, Murdjoko og Faizal
Fachri eru námsmenn á þrítugs-
aldri. Þeir voru meðlimir í hreyfíngu
múhameðstrúarmanna í heimabæ
sínum, Malang á A-Jövu, og skipu-
lögðu helgamámskeið í trúnni fyrir
70 manns í júní 1984. Leiðbeinendur
hvöttu til hlýðni við kennisetningar
og lög Múhameðs, og sökuðu stjóm-
ina um að njósna um múhameðstrú-
armenn og hindra ferðir þeirra.
Herstjóm svæðisins kallaði fjór-
menningana til ^rfirhejrslu í ágúst
1984 og samþykktu þeir að skipu-
leggja ekki fleiri námskeið. Haustið
1984 áttu sér hins vegar stað
sprengjutilræði f Jakarta og á Jövu
eftir árekstur milli lögreglu og mót-
mælagöngu múhameðstrúarmanna í
Jakarta og fjöldahandtöku múslima
vfðs vegar um Indónesíu. Fjórmenn-
ingamir voru handteknir stuttu eftir
tvö slík tilræði í Malang í desember
1984 og ásakaðir um aðild að þeim
við réttarhöldin síðla árs 1985. Eng-
ar sannanir komu fram um aðild
þeirra, og heldur ekki þegar réttað
var í máli hóps múslima sem játaði
á sig verknaðinn. Að sögn fjórmenn-
inganna var þeim neitað um heim-
sóknir eða lögfræðiaðstoð í
varðhaldinu og urðu þeir að skrifa
undir falskar játningar. Þeir hlutu 8
ára fangelsisdóm, en hæstiréttur
lengdi tvo dómana í 9 og 15 ár.
Sýrland: Muhammad Haitham
Khoja er 35 ára landbúnaðarverk-
fræðingur og rithöfundur sem hefur
verið í haldi án ákæru eða dóms síðan
í október 1980. Alls hafa rúmlega
200 manns verið handteknir sfðan
1980 vegna aðildar að CPPB, stjóm-
málaflokki sem stofnaður var 1973
eftir klofning frá sovétholla hluta
kommúnistaflokksins, sem nú fer
með völd í landinu. CPPB er í banni
og hafa meðlimir flokksins sætt
handtökum vegna friðsamlegrar
andstöðu flokksins við stjómarstefn-
una, einkum fhlutun Sýrlands í
Líbanon frá 1976. Leiðtogar flokks-
ins voru handteknir í október 1980
eftir tilraunir sem gerðar vom til að
sameina stjómarandstöðuna í kjölfar
vináttu- og samstarfsyfirlýsingar
Sýrlands og Sovétríkjanna. AI vinnur
að máli rúmlega 90 meðlima CPPB
sem eru í haldi án ákæru og dóms;
sumir ku hafa verið pyntaðir við yfir-
heyrslur og í varðhaldinu. Mu-
hammad þjáist af sjúkdómum í
nýrum, húð og augum og varð ónóg
læknisaðstoð hans tvívegis tilefni til
skyndiaðgerða AI 1985—6.
Þeir sem vilja legga málum þess-
ara fanga lið, og þá um leið
mannréttindabaráttu almennt, eru
vinsamlegast beðnir að hafa sam-
band við skrifstofu íslandsdeildar
Amnesty, Hafnarstræti 15,
Reykjavík, sími 16940. Skrifstofan
er opin frá 16.00—18.00 alla virka
daga.
Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra og frú Vigdís Finnbogadótt-
ir forseti íslands ásamt sendiherrum ísrael, Chile og Spánar.
Þrír nýjir
sendiherrar
ÞRÍR nýskipaðir sendiherrar af-
hentu forseta íslands trúnaðar-
bréf sín að viðstöddum Matthíasi
Á. Mathiesen utanríkisráðherra
á þriðjudag.
Sendiherramir eru frá Spáni, hr.
Ramón Femandez de Soignie, frá
ísrael, hr. Yehiel Yativ og frá Chile,
hr. Luis Alberto Reyes. Þeir hafa
allir aðsetur í Osló. Að athöfninni
lokinni þágu sendiherramir boð for-
seta Islands í Ráðherrabústaðnum
ásamt fleiri gestum.
Við höfum opnað nýja verslun að
Smiðjuvegi 4, Kópavogi.
Þar eru á boðstólum Latex gæðadýnur
og koddar, tjalddýnur o.fl.
Allt einstakar gæðavörur frá Dunlopillo.
Wy i jð er 79788 og 79540
LYS7BDÚN
Smiðjuvegi 4, Kópavogi.