Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Nú eru aftur komnir þrír kvistir á Viðeyj- arstofu, eins og í upphafi, en á tíma- bili voru þeir fjórir. Og hollenskar flísar áþakinu, eins og arkitektinn mun hafa ætlast til, ístað tré- þaksins, sem seinna varkomiðá báru- í vetur hefur Viðeyjar- stofa ásamt kirkjunni blasað flóðlýst við Reyk- víkingum eftirað rafstreng- ur var lagður út í eyna í fyrra. 77/ að sjá er hún aftur orðin að þeirri höll eða „slotinu“, eins og Skúli Magnússon landfógeti kall- aði hana, enda stolturaf setri sínu. Skrifaði að mönnum þætti mikið til koma. Og nú, eftirað Reykjavíkurborg fékk ífyrra Viðeyjarstofu í afmælisgjöf frá ríkinu, erþarmikið um að vera, svo að þetta elsta hús Reykjavíkur og gamla slotmegi sóma sórjafn vel að innan sem utan, þegar þangað er komið. Er ísumar verið að undirbúa varanlega bryggju 7 Viðeyjarvör, niður af Viðeyjarstofu, svo þang- að megi komast allan ársins hring. Nú þegar er unnið afkappi að endurbyggingu Viðeyjarstofu, sem áformað erað Ijúka fyrirafmæli Reykjavíkur 18. ógúst 1988, í samræmi við viljayfirlýs- ingu Davíðs Oddssonar borgarstjóra erhann tók við afmælisgjöfinni 1986, um að viðgerðin tækiekki lengri tíma en tók Skúla að byggja eða rótt tvö ór. Verð- urþá aðstaða til ráðstefnu- halds og veitingasölu i þessu fyrsta steinhlaðna húsi á íslandi, sem á að verða opið almenningi og gefa mynd af liðnum tíma. Húsið verður algerlega sett 7 fyrra horf. Hefur undan- farnar vikur verið hór við viðgerðirnar danskur kunn- áttumaður um slíka húsa- gerð, Hans Danry, og þjóifað íslenska múrara til að halda verkinu áfram. En nútíminn krefst þjónustu, sem fyrri tíma höfðingjar höfðuekki. Ogþarna vantar eðlilega alla aðstöðu fyrir tæknibúnað, snyrtiherbergi og aðstöðu fyrir starfsfólk. Því hefur orðið að ráði að byggja tvöjarðhús. Hafa þau neðanjarðar, svoþau trufli ekkimyndhins gamla seturs. Annað 4 metra langt norðan við Viðeyjarstofu, þarsem verður snyrting o.fl. og hitt minna austan við stofuna fyrir spennistöð rafmagnsveitunnar. Á að Ijúka þeim 7 sumar svo sjó- ist aðeins upp úr tröppur. IÐEYJARSTOFA verður aftur að sloti Endurbyggt og grafið í rústir í sumar Sé grafið í nánd við Við- eyjarstofu er nauðsyn- legt að vita hvort þar er þjóðminjar að fínna. Og því er þessa dagana unn- ið af kappi að uppgreftri á staðnum á vegum Arbæjarsafns undir stjóm Mjallar Snæsdóttur fomleifafræð- ings og með leyfí þjóðminjavarðar. Þegar komið niður á mannvistar- leifar, sem gætu verið frá tímum Viðeyjarstofu og fundist hafa krítarpípuhausar, kljásteinn o.fl. Einn góðviðrisdaginn í vikunni hélt fréttamaður Morgunblaðsins út í Viðey með morgunbátnum, sem flutti um 20 manns til sinna verk- efna við fomleifagröft og endur- byggingu Viðeyjarstofu og með byggingarstjóra endurbyggingar- innar, Magnús Sædal Svavarsson, sér til upplýsinga við að skoða stað- inn og framkvæmdirnar. Halda verður vel á spöðunum ef halda á tímaáætlun um viðgerðimar. Árið 1968 keypti íslenska ríkið, að fmm- kvæði Bjama Benediktssonar ráðherra Viðeyjarstofu og var hug- myndin að hún yrði endurbyggð fyrir þúsund ára afmæli íslands- byggðar 1974. Var hún falin umsjá þjóðminjavarðar, en fjárveitingar til verksins urðu dræmar og nær eng- ar í lokin. Undir stjóm Þorsteins Gunnarssonar arkitekts var þakið endumýjað og er nú lagt blásvört- um, gleijuðum þaksteinum með hollensku lagi, sem gljáði á í sól- skininu þegar við komum þar út í vikunni. Upphaflega var timburþak á húsinu, sem alltaf lak. En-þrátt fyrir lélega umhirðu í tvær'aldir stendur gamla húsið í Viðey í góðu gildi og kostir þess sem byggingar- verks leyna sér ekki. Var búið að rífa innan úr húsinu viðbætur og fúa og vinna þar mikið og gott verk, segir Magnús mér, þegar ríkið ákvað að losa sig við þennan blóra- böggul. Frá borginni er verkið nú drifíð áfram undir stjóm þriggja manna nefndar, sem í em Þórður Þorbjamarson borgarverkfræðing- ur, Bjöm Friðfinnsson fram- kvæmdastjóri og Guðmundur Pálmi Kristinsson yfirmaður bygginga- deildar og með Þorsteini Gunnars- sjmi ráðgjafa Þjóðminjasafnsins er nú Leif Blumenstein, sem staðið hefur fyrir viðgerðum hinna gömlu húsa Reykjavfkurborgar. Og fleiri eru þama sem reynslu hafa af slíkum viðgerðum, svo sem Magnús Bjömsson, sem m.a. var tvisvar sinnum búinn að endurbyggja tum- inn á Iðnaðarmannahúsinu gamla. Við göngum um Viðejjarstofu þar sem menn eru hvarvetna að vinnu. Verið er að vinna við múr- verkið, sem ekki er venjuleg kalkmúrun, en það þarf tíma til að Bitarnirá ioftinu íViðeyjarstofu verða látnir halda sór. Þeireru ófúnir, en gert hefur verið við á stöku stað. þoma. í stofunni var timburgólf, sem lá á moldinni en undir púkkað stórum steinum. Nú er grafíð niður úr moldarlaginu, sett hellulagt gólf og timburgólf yfír. Nú verður húsið lofthitað með rafmagni, svo engir ofnar sjáist. En fyrrum var kynnt með eldstæðum og reykurinn leidd- ur þaðan. En opnu eldstæðin tvö em þama enn óbrejrtt, annað til almennrar eldunar, en hafði seinna falist bak við stiga. Hitt geysistórt, stærsta eldstæði á landinu, notað við sláturgerð og fleira og kjöt hangið jrfir. Hægt er að reykja þijá skrokka í einu, enda upp í 50 manns í heimili hjá Ólafi Stephensen. Bæði eldstæðin verða gerð upp. Milliveggir eru múraðir í binding og blasa nú við augum eins og þeir vom upphaflega. Þykkir loftbitar em líka þeir sömu og búið að gera við fúa á stöku stað. Svo vel vill til að til em uppmnalegar hurðir úr húsinu, sem má bæta við. í fram- hliðinni á hæðinni hafa verið fímm tiltölulega litlar, samliggjandi stof- ur og stigi upp úr miðstofunni. Þar er viðhafnarstofa Skúla Magnús- sonar, þar sem margir höfðingjar sögunnar hafa setið. Og þegar klöngrast er upp mjóan stiga upp á loftið má sjá að þar er verið að gera við gólfíð og búa á þessu gríðarstóra geymslulofti sal með þessum fallegu bitum til nútíma- nota. Mætti í Viðejjarstofu koma fyrir allt upp undir 200 manna ráð- stefnu. En ætlunin er að ekki verði þama dautt safn. Fyrir veturinn á smábátahöfnin að verða tilbúin, þannig að hægt verði að leggja að þar aJlan ársins hring og vatnslögn verður út í ejma. Áður fengu menn vatn úr bmnni, sem enn er nothæfur, en mundi vart nægja, enda komið til heil- Við uppgröftinn hafa komið upp smáhlutir, svo sem þessi vað- steinn og hollenski krítarpfpuhausinn, sem fundust meðan við stóðum viðíViðey. brigðiseftirlit með sínar kröfur síðan sá bmnnur dugði. En stærsta verkið í sumar em jarðhýsin tvö. Upphaflega hefur verið lítil þörf fyrir snyrtiherbergi, þar eð menn bmgðu sér í útihús, en seinna vom tvær útbyggingar norður úr Viðeyj- arstofu, þar sem annað hefur verið náðhús. Nú verður slíkt neðanjarð- ar. Vonast er til að þeim byggingum verði lokið í sumar. Og því vom nú 7 manns að keppast við fomminja- uppgröft á þessari ræmu, sem fer undir stærra húsið rétt norðan við Viðeyjarstofu, aðeins verður stein- lagt hlað á milli. Krítarpípur frá dögum Skúla Mjöll Snæsdóttir fomleifafræð- ingur er þama með sínu fólki að róta í moldinni í afgirtri giyfju, þar sem mótar fyrir hleðslum. Með henni em enskur fomleifafræðing- ur, sagnfræðingur og nemar. Þegar framkvæmdir vom ákveðnar í vetur og uppgröftur talinn nauðsynlegur, enda vitað að í eynni var m.a. fomt klaustur, þá fór hún og tók á staðn- um 17 m langan pmfuskurð með 15 og 12 m þverskurðum. Kom í ljós að eitthvað hafði verið þama af mannvirkjum, nýjum og gömlum. Og þama sem neðanjarðarhúsið á að vera reyndust svo, þegar byijað var í vor, vera mannvistarlög nokk- uð djúpt niður. Þar er aska úr eldstæðum og þá em venjulega mannabústaðir alveg við. Nú hafði verið unnið þama í 9 daga og skot- gengið, eins og hún orðaði það. Hefur norður frá húsinu verið 6-7 m breið stétt, svo sem sjá má, og þar utan við leifar af stórri bygg- ingu. Hluti hennar nær inn á svæðið, sem nú á að nota. Ekki er þó enn vitað hve gömul hún er. Gæti verið frá sama tíma og stofa Skúla Magnússonar. Ekki var þó enn komið niður á gólfíð á sjálfu húsinu. Einu sinni hefur því verið breytt og byggt aftur inni í tóftinni. Ymislegt smálegt hefur fundist þama, svo sem keramikbrot, brot úr hnífum og nokkrir hausar af krítarpípum, bæði dönskum og hol- lenskum. Eitt slíkt kom upp meðan við stóðum við. Hollenskur pípuhaus frá 18. öld, merktur í endann. Einn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.