Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 21
AUK hf. 91.71/SÍA
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987
B 21
STUND!
KODAK EXPRESS
GÆÐAFRAMKÖLLUN UM LANDIÐ
KODAK TRYGGIR ÞÉR
GÆÐAFRAMKÖLLUN
Á ÖRSKAMMRI
KODAK Express gæða-
framköllun er hraðframköllunar-
þjónusta sem komið hefur verið á
víðsvegar um landið. Þessi
þjónusta byggir á nýjustu tækni
frá KODAK, þeirri fullkomnustu
á markaðnum í dag. Þú færð
gæðaframköllun því KODAK
gerir strangar kröfur um gæði
vinnslunnar og hefur stöðugt
gæðaeftirlit með allri KODAK
hraðframköllun.
Staðir sem nú þegar bjóða KOD AK Express gæðaframköllun eru:
Akranes: Bókaverslunin Andrés Níelsson hf.; Akureyri:
Pedrómyndir og Nýja Filmuhúsið; Hafnarfjörður: Radíóröst
Myndahúsið, Dalshrauni 13; Kópavogur: Bókaverslunin Veda,
Hamraborg; Reykjavík: Verslanir Hans Petersen,
Bankastræti, Austurveri og Glæsibæ.
Væntanlegir KODAK Express staðir:
Selfoss: Vöruhús KÁ; Sauðárkrókur: Bókabúð Brynjars;
Reykjavík: Verslun Hans Petersen, Kringlunni.
Kodak
Express
GÆÐAFRAMKÖLLUN
KODAK
UMBOÐIÐ
k
Borgarinn —
ný plata með
Ingva Þór
Kormákssyni
ÚT ER komin hljómplatan
„Borgarinn" með Ingva Þór
Kormákssyni. Ingvi hefur áður
sent frá sér hljómplötuna
„Tíðindalaust__en hún kom
út árið 1983. Auk þess að eiga
lag á annarri hljómplötu „Heima-
vamarliðsins“ átti Ingvi tvö lög
á svonefndum „Satt“-plötum sem
út voru gefnar árið '84, þ. á m.
lagið „Steinsteypurómantík",
sem Sverrir Guðjónsson söng.
Sverrir kemur einnig við sögu á
þessari nýju hljömplötu Ingva
ásamt söngvurunum Eiríki Hauks-
syni, Diddú, Eddu Borg, Guðmundi
Hermannssyni, þéim Skarphéðni
Kjartanssyni og Þór Ásgeirssyni úr
„Kvartettinum", Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur, Guðjóni Guðmunds-
syni og Má Elísyni.
Margir hljóðfæraleikarar koma
við sögu á „Borgaranum" auk
Ingva. Má þar nefna Eðvarð Lárus-
son (Tíbrá), Gunnar Hrafnsson og
Ásgeir Steingrímsson (Léttsveit
RUV), Stefán Ingólfsson (Súld),
Sigurð Reynisson (Kvintett Rúnars
Júl.), Stefán S. Stefánsson (Gamm-
amir), Vilhjálm Guðjónsson
(Hljómsv. Magnúsar Kjartanss.),
Þorkel Jóelsson (Sinfóníuhljómsveit
íslands), slagverksleikarann Abdou
Dhour og félaga úr hljómsveitinni
Goðgá.
Öll lög plötunnar eru eftir Ingva
og um helmingur textanna. Aðrir
textar eða ljóð eru eftir Þórarin
Eldjám, Ragnar Inga Aðalsteinsson
og Jóhann S. Hannesson. Útsetn-
ingar sá Ingvi um að mestu og
upptökustjóm einnig ásamt Berg-
steini Björgólfssyni upptökumanni
í Stúdíó Mjöti og Sigurði Rúnari
Jónssyni í hinu nýja Stúdíó
Stemmu. Hljóðblöndun var gerð í
Stúdíó Stemmu í umsjón Sigurðar
Rúnars. Umslag hannaði Gerður
Bemdsen.
Hér er um býsna fjölbreytta
hljómlist að ræða og má á plötunni
finna rokk, ballöður, samba, svíng,
reggae, bossa nova, bræðing og
„new age“. Útgefandi er ITK, (en
dreifingu annast Hljómdeild Fálk-
ans-Taktur.
(Fréttatilkynning)
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!