Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐH), SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Hamarsbæli, enþar var fiskverkun ogaíðan attdarsöltun undirsíjórn Árna Andréaaonarog margt fólk í vinnu. Þar ernú alli í eyði eina ogímb'rgum útgerðarplásaum á Strb'ndum í dag. RITHOFUNDARFERILLINN HÓFST'Á HRAFNISTU Pétur Pétursson ræðir við Þuríði Guðmundsdóttur frá Bæ í Steingrímsfirði, sem er 85 ára og hefur gefið út 5 skáldsögur Þuríður Guðmundsdóttir rithöfundur frá Bæ í Steingrímsfirði á Ströndum er 85 ára að aldri. Hún er fædd 1901 í Reykjanesi í Árneshreppi á Ströndum. Hún dvelst nú á Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra sjómanna, eftir langan og annasaman vinnudag, sem húsmóðir á mannmörgu heimili útgerðarbónda. Hún eignaðist 12 börn sem öll komust á fullorðins aldur, en hefur orðið að sjá á eftir þremur þeirra yfir í annan heim. Maður hennar, Arni Andrésson, lést 1964, en hann rak í mörg ár útgerð og fiskvinnslu í Hamarsbæli á Ströndum og varð síðar frystihús- stjóri á Hólmavík. Hann var einn af máttarstólpum þessara byggðar- laga, sat í hreppsnefnd og stjórn kaupfélagsins. Nú er allt í eyði að Hamarsbæli og öðruvísi um að litast enn áður, þegar Arni var og hét og hafa sömu örlög beðið annarra útgerðarstaða þar fyrir vestan á Ströndum — en allt lifir þetta í minningunum hennar Þuríðar, sem enn heldur minni sínu og frásagnarhæfileikum óskertum — og það sem meira er, hún er enn að skrifa og á fleiri handrit í skúffu sinni. Það er ekki einsdæmi á íslandi að fólk hafi haft þörf á að skrifa en ekki haft aðstöðu til þess fyrr en börnin voru uppkomin og aldurinn færst yfir og starfsdeginum hefur verið að ljúka. Þá var fyrst tími til að sinna minningunum, lesa, hugsa og skrifa. En það er athyglisvert þegar fólk í þessari aðstöðu skrifar heilu bækurnar, skáldsögurnar, minningarþætti, barnabækur og Ijóð eins og Þuríður hefur gert frá því hún kom á Hrafnistu 1971. Það hafa komið út eftir hana 5 bækur, skáldsögur, og hún er nú félagi í Rithöfundasambandi íslands. Fyrir seinustu jól birtist eftir Þuríði merkilegur minningarkafli í bókinni Gestur, sem Gils Guðmunds- son sá um og saman stendur af fslenskum fróðleik, gömlum og nýj- um. Þessi kafli fjallar um fæðingu fyrsta barns Þuríðar, en þá var hún 19 ára og heitir þátturinn Reynslusa- ga og ber nafn með rentu. Þar kemur glögglega fram hve lífsbarátta fólks- ins á Ströndum var hörð og ekki fór Þuríður varhluta af því. Hún segir frá þessari einstæðu fæðingu á iát- lausan hátt, en samt er lýsingin svo mögnuð að hún smýgur inn í merg og bein. Hún gat ekki fætt því grind- in var of þröng. Ekki var auðhlaupið að ná í lækninn, sem var á Hólmavík, enginn sími, ekki vél í bát. Það varð að róa. Þá var læknirinn ekki við, en aðstoðarmaður hans, læknastúd- ent, vitjaði hennar. Ekki náði hann barninu þótt töngum væri beitt og annar læknir var sóttur frá Hvamm- ÞuríðurB. Guðmundsdóttir frá Bæ íSteingrímsfírðiá besta aldri. Eiginmaður Þuríðar, ÁrniAnd- résson, en bann varmikill framkvæmdamaður og valdist snemma til ábyrgðaratarfa fyrir aveitaína. Þuríður Guðmundadóttir ogÁrniAndréaaon ásamt börnum sínum. Á myndina vantar elsta sonþeirra, Benjamin. Myndin var tekin skömmu áður en Árniléat. stanga. Réðust læknarnir í samein- ingu í það að saga sundur nárabeinið þarna í baðstofunni og þá náðist drengurinn sem fékk nafnið Benj- amín. Móðirin var lengi að ná sér, en drengurinn virtist vera heilbrigð- ur í fyrstu, en brátt kom í ljós að hann var lamaður á hendi og fæti og seinna varð hann flogaveikur. Hann átti erfiða daga, sem móðirin lýsir af reynslu og nærfærni, enda lenti það á henni að sjá um hann og þjást með honum. Hann lést 37 ára gamall. Þegar komið er inn í vistiegt her- bergi frú Þuríðar á Hrafnistu blasa við manni myndir af börnum og barnabörnum og barnabarnabörnum — eru afkomendur hennar og Árna nú orðnir yfir 80. Það er greinilegt að hún er stolt af þessu fólki, en talið berst brátt að bókunum. „Bækur mínar eru byggðar á því sem ég og maðurinn minn gengum í gegnum, þó svo eigi að heita að þær séu skáldsögur. Þetta á við um bæku-nar Gæfumunur, -' Breyttir tímar og Gull í mund. í þessum flokki er ein bók enn ókomin út, en hún heitir Sólris. Árni minn stóð í því að byggja upp heilt pláss að Hamarsbæli, plan, fiskihús og svo framvegis. Hann gerði fyrst út með mági sínum, en tók einnig á móti fiski af vestfirskum bátum. Fiskur- inn var saltaður og svo var þetta vaskað á vorin og þurrkað. Alltaf voru þetta um tveir til fjórir karl- menn í vinnu og þetta var allt látið inn í heimilið. Svo var auka vinnu- fólk yfir sumarmánuðina og stund- um hafði ég yfir 20 manns í heimili. Það var mikið um að vera þá. Dreng- irnir mínir sváfu þá í tjaldi en Fj'órir ættliðir í'beinan kvenlegg. Lengst til vinstri er Ragnheiður Halldórsdóttir, móðir Þuríðar. Henni á hægrí hb'nd situr elsta dóttir hennar, María, sem nú erlátin og lengst til hægrí er elsta barn Maríu, ÞuríðurJóna Gunnlaugadóttir. lært neitt, var í umgangsskóla í 4 mánuði fyrir fermingu. Minn aðal- lærdómur var þegar börnin fóru að læra í skóla, þá fylgdist ég alltaf með þeim, það er eiginlega minn skólalærdómur. Þau höfðu afbragðs- kennara, sem til að byrja með voru á heimilinu, þeir kenndu á heimilun- um til skiptis." Hvað með áhrif in úr heimahús- um? „Ég varð snemma læs og las mik- ið. Það var einnig afskaplega mikinn fróðleik að hafa úr henni móður minni sálugu. Hún var vel gefin og skáldmætt. Hún las fyrir okkur, en sagði okkur þó aðallega sögur, hús- ganga svokallaða, þar á meðal sögur af draugum og huldufólki. Hún hélt okkur þannig kyrrum í rökkrinu, en í þá daga var ekki verið að kveikja að óþörfu. Pabbi var þurrabúðarmaður fyrstu árin og stundaði sjóinn, en við höfðum oftast eina kú. Það voru fleiri bæir þarna og stutt á milli man ég og við fórum oft í annað hús þar sem fólkið safnaðist saman þegar lesnir voru húslestrar. Það var lítið af bókurn á bernskuheimili mínu, en þó voru íslendingasögurnar til. Ég man eftir honum Jóni heitnum kenn- ara, sem hafði kennt mömmu. Hann kom ævinlega með blöðin sem hann keypti, annað var vesturíslenskt blað, en hitt frá Reykjavík. Hann vissi hvað mamma var fróðleiksfús. Hann settist þá á loftskörina og las það sem honum fannst merkilegt af nýjum viðburðum fyrir hana meðan hún var að vinna verkin og ræddi um þetta við hana. Mamma mátti svo lítið vera að því að lesa, en hún gat hlustað þegar hann las. Ég man ekki eftir því að hann lánaði henni blöð eða bækur. Hann var hómopati og átti eitthvað af lækningabókum, en ekki held ég að hann hafi verið vinnumennirnir fengu rúmin þeirra. Við vorum einnig með búskap. Maðurinn minn keypti hálfa jörðina að Gautshamri og þar þurfti mikið að vinna að jarðabótum því jörðin var í niðurníðslu. En brátt urðu umsvif kaupfélagsins meiri og Arni tók við fiski fyrir þá, en fór svo að vinna eingöngu fyrir kaupfélagið. Þegar við fluttum til Hólmavíkur þá tók hann við frystihúsinu þar. Eg lýsi þessari uppbyggingu í bókunum mínum og felli það í nokkurs konar sagnaform. Við getum sagt að það sé skáldað eitthvað í kringum per- sónurnar. Þetta eru reynslusögur þó ég noti skáldsagnaformið." Hefurðu einhverjar fyrirmynd- ir varðandi þennan stfl? „Nei, en ég get sagt þér, að á tímabili fór ég að fáj)essa ofsalegu löngun í að skrifa. Eg hafði aldrei

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.