Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÍÍfjí lð87
20
B
GRKRR!!
Villtur hundur í viðtali
WILD DOGS er bandarísk
þungarokkshljómsveit frá San
Fransisco, sem nýverið gaf út
þriðju plötu sína. Hljómsveitin
er býsna þung og fylgir ekki
þeim sveiflum, sem helst virð-
ast ganga í rokkinu þar vestra,
þ.e.a.s. rokki í mýkri kantinum
á la Bon Jovi eða brotajáms-
rokki, eins og Metallica og vinir
flytja. Vissulega ráða kraftur
og keyrsla ferðinni, en fleira
fær þó að njóta sín. Gítarleik-
ari hljómsveitarinnar, Jeff
Mark, er nú á Evrópuyfirreið
og náði Rokksiðan tali af honum.
Hvað ertu að gera austan Atl-
antshafs?
„Nú, nema að kynna plötuna
og fylgja henni eftir. Atlantshafíð
er nefnilega breiðara en maður
gæti haldið þegar tónlistarútflutn-
ingur er annars vegar. Eg mun
fara um Norðurlönd, Þýskaland
og Bretland næstu tvær vikur og
þræði allar útvarpsstöðvar og tón-
listartímarit sem til næst. Síðan
fer ég aftur vestur og þá förum
við í tónleikaferðalag, sem stend-
ur a.m.k. í tvo og hálfan mánuð.
Eftir það liggur leiðin til Japans
í einhvem tíma, en eftir það veit
ég ekki... Ég býst þó við að við
komum til Evrópu fyrir árslok."
Ef til vill til Islands?
„Ertu eitthvað verri?! Nei, en í
alvöru talað þá er það ókannað
mál. Mér finnst það þó frekar ólík-
legt vegna smæðar landsins og
fámennisins."
Eruðþið að slá ígegn vestra?
„Ég læt það nú vera, en þetta
er allt á uppleið. Við höfum feng-
ið mjög mikla og góða spilun í
háskólaútvarpsstöðvum og það er
þar sem nýrra hljómsveita verður
fyrst vart. Ég held að við séum
komnir í fjórða sætið þar.“
En er þungarokkið ekki farið
að syngja sitt síðasta?
„Nei, nei. Því er nú alltaf spáð
dauða reglulega, en það lifír allt
af og rís svo skyndilega sem fugl-
inn Fönix úr öskustónni, öflugra
en nokkru sinni fyrr. Bon Jovi
tókst að gera þungarokk vinsælt
með vönduðu og vel fluttu efni —
það ruddh brautina fyrir marga.
Svo má nefna bönd eins og Anthr-
ax og Metallica. Þessar hljóm-
sveitir hafa aldrei fengið neina
útvarpsspilun, nema helst í há-
skólaútvarpinu. Samt seljast
plötumar eins og heitar lummur
og það er skrýtið með þungarokk-
ið að þó að aðdáendakjaminn sé
mjög harður, þá eru þungarokkar-
ar alltaf opnir fyrir öðmm
böndum. Þannig emm við ekki í
samkeppni við aðrar þungarokks-
sveitir — velgengni þeirra hjálpar
okkur og öfugt.
Viltu koma með athugasemd
frá eigin bijósti að lokum?
„Lengi lifi rokk og ról!“
Rokksagan
Annar og
þriðji kafli rokk-
sögunnar, eins
og hún berst frá
Almenna bókafé-
laginu, nær yfir
samruna ryth-
mablúsins við
rockabillyið og
spannar þá þró-
un nokkuð vel.
í öðmm kafla
em það bæði avítir
og svartir sem
segja söguna, þeir
Bill Hayley, Little
Richard, Fats
Domino og Buddy
Holly.
Af þeim hvítu Buddy Holly
er Bill Hayley
einna þekktari þó hann hafí verið
öllu ómerkari tónlistarmaður en
Buddy Holly. Bill spilaði þá tónlist
sem aðrir höfðu soðið saman og það
má hann eiga að hann gerði sér
grein fyrir takmörkum sínum og fór
ekki yfír strikið. Segja má að hans
skerfur til tónlistarsögunnar felist
í því að hafa náð til fjöldans með
dauðhreinsaðar útgáfur af svörtum
lythmablúslögum og þannig kynnt
rokkið víðar en ella.
Buddy Holly var aftur á móti
meiri listamaður og hefur haft mik-
il áhrif á tónlistarmenn allt frá Pau
McCartney til Pat DiNizio. Hann
samdi klassísk lög, lög eins og
That’ll Be the Day og Peggy Sue,
flutti þau einkar vel og var braut-
ryðjandi í upptökutækni.
Little Richard er án efa einn
litríkasti persónuleiki rokksögunn-
ar. Hann hristi rækilega upp í
rokkheiminum með æðisgengnum
söngnum og villtri sviðsframkomu
þegar flutt voru lög eins og Rip it
Up, Long Tall Sally, Tutti Frutti
og Good Golly Miss Molly. Síðan
þá hafa margir reynt að ná kraftin-
um en ekki tekist.
Fats Domino var á nokkuð ann-
arri línu. Hann spilaði píanóstílinn
hans Professor Longhair og fleiri,
píanóstíl sem runinn er upp í New
Orleans, og bætti þar við sykusætri
rödd. Sú blanda gerði hann heims-
frægan.
I þriðja kafla eru fremstir þrír
hvítir rokkarar, Jerry Lee Lewis,
Carl Perkins og Eddie Cochran. Þar
er einnig að fínna sönghópinn The
Platters, sem tilheyrir kannski frek-
ar soulsögunni.
Jerry Lee Lewis hefur alla tíð
þótt erfiður. Fregnir bárust nú
síðast frá London um að þar hafí
kappinn gegnið berserksgang á
sviði og eyðilagt fokdýran Stein-
way-flygil. Enn er hann að. Tónlist
Jerry þótti vera runnin undan rifjum
djöfulsins og ekki bætti villt sviðs-
framkoma utan sviðs sem innan úr
skák.
Carl Perkins var aftur á móti
heldur stilltari. Perkins var mikill
rockabilly söngvari og afbragðs
lagasmiður. Bítlamir fengu mikið
að láni úr smiðju Perkins og tóku
þar að auki upp ein þrjú lög eftir
hann.
Það voru aftur á móti uppreisnar-
mennimir úr The Who sem leituðu
til Eddie Cochran. Þar fengu þeir
Summertime Blues og ýmsa gítar-
takta. Eddie reið á vaðið með að
skrifa texta sem fjölluðu nær ein-
göngu um kvenfólk og bfla í lífi
táningsins líkt og Bruce Springste-
en sérhæfír sig í í dag.
í sönghópnum The Platters var
ekki margt hæfíleikafólks, en allt
gekk upp á meðan hópurinn hélt
sig við siðsama svarta tónlist. Upp-
tökur með the Platters hafa selst í
yfír fímmtíu milljónum eintaka og
sýnir það vel hversu nálægt hvítri
tónlist þau hafa komist.
Árni Matt
Plötudómar
Alheimsveisla
★ ★ ★ ★
Á seinni árum hafa margir
orðið til þess að líta með sökn-
uði aftur til hippatimabilsins;
sjá það í einskonar hillingum
þó svo að þeir sem áður voru
hippar maki nú krókinn í
hægindastólum þess stjórn-
kerfis sem þeir formæltu
hvað mest.
Einn þeirra segir sig hippa
er Karl Wallinger sem áður var
í sveitinni efnilegu Waterboys.
Karl gekk úr Waterboys þar eð
honum fannst þrengt að hug-
sjónum sínum og hugmyndum
innan sveitarinnar. Ekki spurð-
ist síðan til kauða í nokkum
tíma. Drengurinn var þó ekki
iðjulaus, hann var að semja lög
og leika sér í hljóðveri og af-
raksturinn er nýlega kominn í
ljós, platan World Party.
Karl hefur verið ófeiminn við
að gefa yfirlýsingar í blöðum
um skoðanir sínar og í þeim
textum sem fylgja plötunni er
hann heldur ekki að fara í fel-
ur. Hann sneiðir að smáborgar-
anum í laginu The Ballad of the
Little Man og í kántrýrokkaran-
um Hawaiian Island World
rekur hann hvemig fólk lokar
sig inni í tilbúinni draumaveröld
þar sem allt er fallegt og gott.
I lögum eins og World Party og
Private Revolution er hann síðan
að hvetja fólk til að gera upp-
reisn gegn sjálfu sér til að breyta
heiminum í betri stað.
Rómantíkin í textum Karl er
iðulega í meira lagi hann kemst
upp með það því tónlistin er
grípandi og góð.
Árni Matt
Meinleysislegur, ekki satt, en samt bannaður. Mick Hucknall.
Ritskoðun
*
1
rokki
Rokk er sagt í eðli sínu upp-
reisnargjarnt og hafa rokkarar
enda lagt ýmislegt á sig til þess
að hneyksla mann og annan.
Öðru hveiju hafa heyrst raddir
um að einum of langt sé gengið
i tvíræðum eða jafnvel klúrum
textum og ofsóknir gagnvart
rokkurum hafa tíðkast í komm-
únistaríkjunum og nokkrum
ríkjum Suðaustur-Asíu.
Að undanfömu hefur mikið
borið á þessu í Singapore og nú
fyrir skemmstu var Simply Red,
Prince og John Fogerty settir á
bannlista. Var það vegna vafa-
samra texta og geta má að Prince
hefur gert sér far um að vera
tvíræður í textum og þá ekki síst
í sviðsframkomu.
í Bandaríkjunum er ritskoðunin
helst á þann veg að stórmarkaðir
hafa ekki hvaða plötuumslag sem
er á boðstólum og útvarpsstöðvar
leika ekki hvaða lag sem er. Ný-
lega setti lagið „I Want Your Sex“
með George Michael ýmsa í erfíða
aðstöðu. Lausn var að sjálfsögðu
á því fundin og annar texti sung-
inn fyrir viðkvæm eyru.
Þess er óskandi að ekki gildi
aðrar reglur um tjáningafrelsi
rokkara en annara.
Plötudómar
Þungir írar
★ ★ ★ ★
Frá írlandi koma margar
af bestu rokksveitum Bret-
landseyja, þeirra á meðal
Princess Tinymeat.
Frá Princess Tinymeat,
sem stofnuð er uppúr The
Virgin Prunes, kom nú nýlega
umslag með einni tólftommu
og einni tveggjalagplötu. Það
er Binttii sem á mest i efninu,
semur það að mestu og syng-
ur samhliða fiðlu- og hljóm-
borðsleik, en með honum eru
þeir Tom Rice, Pete Brown
og Ian Box. Þó er þetta ekki
hljómsveitin Princess
Tinymeat, i raun er enginn
ákveðinn hljómsveitarkjarni,
það eina sem er fast er Binttii.
Textarnir eru heldur í
drungalegra lagi en tónlistin
er fyrsta flokks og vel það á
köflum.
Árni Matt