Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 11
höldum sagði fyrrum yfírmatsveinn hans frá því að keisarinn þáverandi hafi fyrirskipað honum að matreiða líkamshluta af manni í hádegisverð. Var kjötið eldsteikt í gini og borið fram með hrísgijónum, og sagði matsveinninn að keisaranum hafí líkað rétturinn vel. í keisarahöllinni Villa Kolongo, sem nú er útibú frá Bangui-háskólanum, var stærðar frystiklefi þar sem sagt er að Bo- kassa hafí látið geyma mannakjöt. Skömmu áður en Bokassa var steypt af stóli er hann sakaður um að hafa persónulega stjómað fjölda- morði á 59 framhaldsskólanemum, sem höfðu verið pyndaðir og fang- elsaðir fyrir að mótmæla því að þurfa að kaupa sér skólabúninga saumaða í saumastofu sem þáver- andi keisaraynja átti. Hann er ákærður fyrir að hafa látið hlekkja fyirum ráðherra inni í fangaklefa með þeim fyrirmælum að hann yrði sveltur í hel. Annan mann á hann að hafa látið taka af lífi með því að reka nagla í höfuð hans. Og fleiri eru ákæruatriðin. Þrátt fyrir ásakanimar nýtur keisarinn fyrrverandi enn nokkurra vinsælda hjá ákveðnum hópum heima fyrir. Ein ástæðan er sú að litið er á hann sem manninn er náði sér niðri á fyrrum forseta Frakklands, Giscard d’Estaing, en þeir vom kunningjar og höfðu með- al annars stundað saman fílaveiðar. Fyrir forsetakosningamar í Frakk- landi árið 1981, þegar Giscard var í framboði, skýrði Bokassa frá því að hann hefði sent honum demanta M&Mfr í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÖTA HF nonr rr^TTT n CTT TrV A TTATAT T9 ''ITCl A TaMTTOOnU MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 % Tl Bokassa var lítt hrifinn af Idi Amin (til vinstri) þáverandi for- seta Uganda (1971-1979), sem hann sakaði um hryðjuverk. Bokassa með Charles de Gaulle. Bokassa með Giscard d’Estaing. að gjöf, sem Giscard hafði láðst að láta getið. Giscard náði ekki kjöri, og er demantamálið talið hafa átt sinn þátt í því. Eins og fyrr segir er líklegt talið að Bokassa verði sekur fundinn, og þá dæmdur til dauða á ný. Einnig er þá reiknað með að núverandi forseti landsins, André Kolingba hershöfðingi, mildi dóminn, og að innan tíðar verði Bokassa leyft að flyljast úr landi og finna sér nýjan dvalarstað til að eyða síðustu æviár- unum. Haft er fyrir satt að Hassan konungur Marokkó hafí boðizt til að skjóta skjólshúsi yfir Bokassa. Heimild: The Observer. Eymakiipptir þjófar. FEGRH) OG BÆT K> GARMNNMED SANDIOG GRJÓTI! Sandur er fy rst og f remst jarðvegs- bætandi. Dreifist einnig í ca. 5 cm. þykku lagi í beð til að kæfa illgresi og mosa í grasi (ca.3 cm.). Jafnar hita og raka í jarðvegi. Kjörið undirlag í hellulagða gangstfga. Perlumöl Perlumöl er lögð ofan ó beð, kæfir illgresi og léttir hreinsun. Perlu- mölin er góð sem þrifalag í inn- keyrslur og stiga. Stærð ca. 0,8— 3 cm. Völusteinar Völusteinar eru notaðir t.d. til skrauts á skuggsælum stöðum, þar sem plöntur eiga erfitt uppdráttar, einnig með hellum og timburpöll- um. Mjög til prýði í beðum með stærri plöntum og trjám. Kjörin drenlögn með húsgrunnum. Stærð ca. 3—5 cm. % v>£ 0' m-ír’ ; . ' Hnullungar Hnullungarnir eru ósvikið fslenskt grjót, sem nýtur sfn í steinahæðum, nlöðnum köntum og með innkeyrsl- um og timburpöllum. Stærð ca. 5—10 cm. BJÖRGUN H.F. SÆVARHÖFÐA 13 SÍMI: 81833 Afgreiðslan við Elliðaár er opin: mánud.-föstud.: 7.30-18.00 laugard.: 730-17.00 Komdu á athafnasvæði Björgunar hf. á Sævarhöfða og líttu á sandinn, mölina, hnullungana og steinana. Við mokum þessum efnum á bíla eða í kerrur og vagna, fáanlegt í smærri einingum, traustum plastpokum, sem þú setur bara í skottið á bílnum þínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.