Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 B- 19 Þuríður Guðmundsdóttir rithöfundur. Orlof fyrir Reykvískar húsmæður á Hvanneyri í SUMAR mun Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík starf- rækja orlofsheimili á Hvanneyri í Borgarfirði. Dvalið verður eina viku í senn í sex hópum frá 20. júní til 1. ágúst. Hægt er að velja um eins eða tveggja manna herbergi sem hvert hefur sér snyrtingu. Heitur pottur, gufubað og sólskýli er á staðnum, leikfimi á hveijum morgni og guðs- þjónusta í Hvanneyrarkirkju hvem sunnudag. Á miðvikudögum er far- ið í skoðunarferð um Borgames og nágrannasveitir. Frá og með þriðjudeginum 9. júní verður tekið á móti umsóknum á skrifstofu Orlofsnefndar í Traðar- kotssundi 6. Fyrstu tvo innritunar- dagana hafa þær konur forgang sem ekki hafa áður notið dvalar á vegum nefndarinnar. Skrifstofan er opin frá kl. 15.00-18.00 mánudaga til fostu- daga. neitt sérstaklega vel birgur af bók- um. Þá var ekki til neitt bókasafn í sveitinni, það kom ekki fyrr en um 1920 og það var þá lestrarfélag." Þú hefur vart haft mikinn tíma til að lesa meðan mest var í heim- ili hjá þér? „Nei, það get ég ekki sagt, en þó gat ég nánast aldrei sofnað án þess að líta í bók, en þá vait maður út af vegna þess að maður fékk aldrei að hvíla sig eins og maður þurfti." En þegar þið fluttust til Hólmavikur og Arni varð frysti- hússtjóri þá hefur væntanlega hægst um hjá þér? „Jú, þá verður mikil breyting, en bömin kunnu ekki við sig þar. Þau vildu ekki vera á Hólmavík. Þrír af bræðrunum fóru til Akraness og elsta dóttir okkar, María, líka og ég hélt ekki heldur í yngstu dætumar. — Jú, þá hafði ég tíma til að lesa og þá las ég og þá langaði mig líka til að skrifa. En það varð ekkert úr því. Ég fór að vinna í frystihúsinu með manninum mínum." Af hverju langaði þig svona mikið til að skrifa? „Ja, þetta er nú spuming sem ég get ekki svarað. Þetta kom einhvem veginn innan frá. Ég hafði ekkert markmið eða stefnu, en þegar ég byijaði þá hugsaði ég strax að það æri gaman að setja saman þessa ppbyggingu og aðdragandann að .íenni. En maðurinn minn var á móti þvi, hann þoldi það ekki.“ Af hveiju þoldi hann það ekki? „Jú, karlmenn voru allt öðruvísi þá en nú er. Karlmaðurinn var allt.“ Hafði hann ekki áhuga á bók- *im? „Jú, hann las mikið, en mest bara sér til skemmtunar, bara reyfara og svo náttúrulega blöðin. Hann las t.d. bækumar hennar Guðrúnar frá Lundi og hafði afskaplega gaman af. Hann las mikið íslendingasög- umar og kunni þær utanað, eða því sem næst.“ Heldur þú að það sé vegna þess að þú ert kona, sem þú fórst ekki fyrr fram á ritvöllinn? „Já, ég býst við því að það hafí verið minnimáttarkenndin sem hélt aftur af mér. Konumar áttu ekki að skipta sér af neinu en þær áttu að hafa allt í standi." Hvað með þátttöku í félagslifi? „Ég var aldrei í ungmennafélagi. Fyrsta félagið sem ég var í var kven- félagið Snót í Kaldrananesi og svo kvenfélagið Glæður á Hólmavík. Við saumuðum og útbjuggum ýmislegt og reyndum að hjálpa þar sem fólk bjó við neyð. Ég þroskaðist mikið við að taka þátt í þessum félags- skap, sérstaklega eftir að ég kom á Hólmavík. Þar voru fyrir eldri og reyndari konur og því hafði maður meiri fyrirmynd. Ég varð svo fræg að verða formaður kvenfélagsins á Hólmavík þijú síðustu árin okkar þar.“ En þrátt fyrir allt segist Þuríður frá Bæ vera ánægð með lífíð og það hvemig bókunum hennar hefur verið tekið. Hún trúir því að forlög manna séu ráðin fyrirfram. „Mér líður mjög vel héma,“ sagði hún að lokum, „en ég vona bara að mér takist að koma Sólrisi út á prent áður en ég fer héðan.“. Næsta brottför til Costa del Sol 9 JÞNI Við bjóðum þér nýtt og glæsilegt íbúðahótel á Sunset Beach. Eigendur þess og starfsfólk hafa sérstakt dálæti á íslendingum. Þess vegna höfum við fengið verulegan afslátt af gistingu á þessu frábæra hóteli. Við bjóðum þér 3 vikur á Costa del Sol með gistingu á þessu hóteli, fyrir aðeins kr. 26.200 pr. mann*. ' \v lpv' '’V' w .' V'V" '\A\\V ' ' ''.' *' . ÍT'SföSsSl Þeir sem til þekkja, taka Sunset Beach fram yfir aðra staði á Costa del Sol. Og það er ekki að ástæðulausu. Öll aðstaða til að njóta lífsins er stórglæsileg jafnt fyr- ir börn sem fullorðna. Hótelið er eitt af þrem glæsilegustu íbuðarhótelum á Costa del Sol. Allar íbúðirnar eru smekklega innréttaðar og með sérstakri loftkælingu. Við hótelið eru sundlaugar með hreinsuð- um sjó, fyrsta flokks sólbaðsaðstaða, ahús, skyndibitastaðir og ótal margt fleira. Við hótelið er einnig falleg baðst Á vegum hótelsins er sérstök dagskrá fyr- ir börn og unglinga frá morgni til kvölds. Á kvöldin er einnig sérstök dagskrá fyrir fullorðna fólkið. Skipaðu þér í hóp þeirra fjölmörgu, sem hafa tekið Sunset Beach á Costa del Sol fram yfir aðra staði. Komdu tímanlega og tryggðu þér sæti. * Verðið miðast við 2 fullorðna og 2 börn yngri en 12 ára. Ferðaskrifstofa, Snorrabraut 27-29 Reykjavik. Sími 26100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.