Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987
BOKASSA
BÍDUR DÓMS
Jtó
Keisarinn í gvllna hásætinu við krýninguna.
— Minni myndin: Ekkert var til sparað í krýningarveizlunni.
steypti frænda sínum, David Dacko,
úr forsetastóli. Eftir byltinguna
varð Bokassa forseti landsins, for-
sætisráðherra, vamamnálaráðherra
og dómsmálaráðherra, en síðar
bætti hann við sig fleiri ráðherra-
embættum. Lét hann sér þetta
lynda næstu tíu árin, en hann
dreymdi stærri drauma. Átrúnaðar-
goð hans var Napóleon, og Napó-
leon var keisari. Lét Bokassa því
útnefna sig keisara í desember
1976, og þegar páfinn fékkst ekki
til að krýna hann, gerði Bokassa
það sjálfur við hátíðlega athöfn í
desember 1977. Er talið að hátíða-
höldin í sambandi við krýninguna
hafi kostað jafnvirði 18 milljóna
punda, eða sem svarar fjórðungi
þjóðartekna landsins, eins þess fá-
tækasta í heimi.
Sérstakt hásæti var smíðað fyrir
krýninguna í amarlíki og var það
þakið skíra gulli. Átta gráir gæðing-
ar drógu krýningarvagninn, sem
fluttur hafði verið inn frá Frakk-
landi og skreyttur gullnum ömum.
Og vagninum fylgdi hundrað
manna lífvarðasveit ríðandi á
frönskum gæðingum og klædd ridd-
arabúningum frá keisaraárum
Napóleons.
Þótt sumir gagmýndu þennan
fjáraustur og vestrænir Qölmiðlar
væm ósparir á að benda á að fá-
tækt hijáði meirihluta þjóðarinnar,
vom aðrir sem sögðu að nýi keisar-
inn væri ekki með nein látalæti í
sambandi við valdsvið sitt. „í það
minnsta skiýddi hann sig ekki hár-
kollu og veldissprota og þóttist
stjóma í anda lýðræðis," sagði
Lundúnablaðið Sunday Times.
Rétt er það að enginn gat sagt
um Bokassa að hann væri hlynntur
Iýðræði.
Þegar Bokassa var steypt af stóli
síðla árs 1979, var það gert með
fullu samþykki Frakka sem hafa
enn mikil áhrif í þessari fyrrum
nýlendu sinni. Eftir byltinguna flýði
Bokassa fyrst til Fflabeinsstrandar-
innar, en settist síðar að í Frakk-
landi, þar sem hann fékk til umráða
stórt sveitasetur rétt utan við París.
Það kom svo flestum mjög á óvart
þegar hann skyndilega ákvað að
snúa heim til Mið-Afríkulýðveldis-
ins í október í fyrra. Sagt er að við
komuna heim með farþegaþotu frá
Róm hafi Bokassa búizt við svipuð-
um móttökum og Napóleon hlaut
við komuna til Frakklands frá út-
legðinni á Elbu. Svo fór þó ekki,
og Bokassa var handtekinn um leið
og hann gekk frá borði.
Eftir að Bokassa flýði land fóm
fram réttarhöld í máli hans í
Bangui, og var kveðinn upp dómur
að honum fjarverandi árið 1980.
Var Bokassa þá dæmdur til dauða.
Margt hefur verið sagt og skrifað
um stjómartíð Bokassa, og gætir
þar margra grasa, því hann var
kenjóttur, svo ekki sé meira sagt.
Þannig fyrirskipaði hann til dæmis
að minnast skyldi mæðradagsins
árið 1971 með því að sleppa úr
haldi öllum kvenföngum, en jafn-
framt taka af lífi alla þá karla sem
dæmdir höfðu verið fyrir ofbeldi
gegn konum. Hann hafði sjálfur
umsjón með því að eyru vom klippt
af dæmdum þjófum með eldhús-
skæmm — en það var algeng
refsing í Englandi á 17 öld fyrir
guðlast og undirróður gegn ríkinu
— og að minniháttar afbrotamenn
vom hýddir fyrir framan sjónvarps-
vélar.
Bokassa er ákærður fyrir manna-
kjötsát, og í nýafstöðnum réttar-
Bokassa við réttarhöldin í Palais de Justice í Bangui.
Nýlega lauk réttarhöld-
um í Bangui, höfuðborg
Mið-Afríkulýðveldisins,
yfír fyrrum forseta og
keisara landsins, Jean-
Bedel Bokassa. Reikn-
að er með að dómur
verði kveðinn upp 12.
júní. Líklegt er talið að
Bokassa verði sekur
fundinn, en hann er
meðal annars ákærður
fyrir morð, misþyrm-
ingar, misnotkun á
almannafé og manna-
kjötsát.
okassa má
muna
tímana
tvenna.
Hann
fæddist í
Mið-Afríku
lýðveldinu,
sem þá var franska nýlendan
Ubangi-Shari, 22. febrúar
1921. Að loknu námi í skól-
um kristniboða heima og í
Kongó gerðist hann 18 ára
gamall sjálfboðaliði í franska
hemum árið 1939, þegar
síðarí heimsstyijöldin var í
aðsigi. Þegar svo franski
Bokassa fyrir framan mynd af
átrúnaðargoðinu Napóleon.
herinn gafst upp fyrir Þjóðveijum
var herdefild Bokassa ein þeirra
sem gengu til liðs við útlagastjóm
Charles de Gaulle. Að styijöldinni
Frystiklefinn illræmdi þar sem sagt er að Bokassa hafi
geymt mannakjöt.
lokinni hélt svo Bokassa með her-
deild sinni til Franska Indókína (þar
sem nú eru Víetnam, Laos og
Kampútsea), þar sem Ho Chi Minh
hafði lýst yfir sjálfstæði Alþýðulýð-
veldisins Víetnams að loknu hemá-
mi Japana í ágúst 1945. Frakkar
viðurkenndu ekki stjóm Ho Chi
Minhs, en sömdu um sjálfstæði
Víetnams undir stjóm keisara
landsins, Bao Dai. Einnig féllust
þeir á að veita Laos og Kampútseu
sjálfstæði. Um sjö ára skeið áttu
Frakkar þama í styijöld við sveitir
Ho Chi Minhs, eða frá 1947 til
1954, og tók Bokassa þátt í bardög-
unum. Fyrir vasklega framgöngu
var Bokassa sæmdur foringjanafn-
bót. Hann hætti hermennsku í
franska hemum árið 1961, og var
þá orðinn höfuðsmaður. Hlaut hann
eftirlaun frá hemum er námu sem
svarar 600 sterlingspundum á mán-
uði. Höfðu Frakkar þá sæmt hann
heiðursmerkjunum Légion d honne-
ur og Croix de guerre.
Heima í Mið-Afríkuiýðveldinu
beið Bokassa skjótur frami. Hann
tók við yfirstjóm herafla landsins
árið 1963 og hélt því embætti þar
til honum var steypt af stóli í sept-
ember 1979. í desember 1965 stóð
hann fyrir stjómarbyltingu og