Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Paul Butterfield, 1942—1987 Blús Árni Matthíasson Paul Butterfield var hvítur blústónlistarmaður sem naut virðingar svartra tónlistarmanna en lifði sjálf- an sig tónlistarlega. Hann lést í 4. maí síðastliðinn. Paul Butterfíeld var ekki á meðal merkustu tónlistar- manna sem starfað hafa í blúsnum, en hann átti meiri þátt en flestir aðrir í því að kynna blústónlist fyrir hvítum áheyrendum i Bandaríkjunum. Tónlistararfleifð hans spannar á annan tug af plötum en blúsáhugamenn hafa þó yfír- leitt ekki áhuga á nema tveimur, sem eru á meðal þess besta sem hvítur blústónlistar- maður hefur sent frá sér. Paul Butterfíeld fæddist í Chicago 1942 og ólst þar upp. Fyrstu kynni af tónlist voru í kirkjukór og síðar kenndi hann sér sjálfum á munnhörpu. Hann lærði á flautu en lagði það tónlistamám á hilluna fljótlega, enda hafði hann þá heillast af blúsnum. Hann tók að venja komur sínar á blús- knæpur í svarta hluta Chicago o g fékk þar að spila með Howl- in’ Wolf, Buddy Guy, Otis Rush, Little Walter og Magic Sam. Þar lærði hann að spila svartan blús og síðar átti hann eftir að taka upp plötu með Muddy Waters, plötuna Pat- hers and Sons, sem margir kannast án efa við. 1963 stofn- aði Paul hljómsveitina The Paul Butterfíeld Blues Band með þeim Jerome Amold og Sam Lay, sem áður vom í hljómsveit Howlin’ Wolf. Síðar slógust í hópinn gítarleikaram- ir Elvin Bishop og Mike Bloomfíeld og hljómborðsleik- arinn Mark Naftalin. Þeir félagar spiluðu mikið í Chicago og gátu sér gott orð fyrir kröft- uga túlkun á gömlum blúslög- um og ekki síður fyrir góðar útsetningar á eigin lögum. Hljómsveitin var iðin við að spila og náði að skapa sér traustan aðdáendahóp í Chicago og nágrenni. Bob Dyl- an hreifst af sveitinni og fékk hana til að spila undir á hinum sögulegu Newport tónleikum hans, þar sem hann kom áheyr- endum í uppnám er hann kom fram í fyrsta sinn með raf- magnaða rokksveit á bak við sig. Fyrsta platan, sem bar ein- faldlega heiti hljómsveitarinn- ar, The Paul Butterfíeld Blues Band, kom út 1965. í kjölfarið fylgdi önnur plata, East-West, plata sem teljast verður stefnu- markandi fyrir rokktónlist og sem átti eftir að hafa mikil áhrif á samspil blús og rokk- tónlistar. Segja má að umslagið á East-West sé táknrænt. Á myndinni sem er af hljómsveit- inni aftaná umslaginu eru hljómsveitarmeðlimir á hlaup- um og hleypur Mike Bloomfíeld nokkuð til hliðar við hina. Hann var enda á leið út úr hljómsveit- inni vegna tónlistarágreinings og sagði skilið við hana eftir útkomu plötunnar. Paul hélt sveitinni þó gangandi og breytti oft um stíl. Á þriðju plötu sveitarinnar bætti Paul við homaflokk og tónlistin var meira í ætt lythmablús en blús. Á ýmsu gekk upp frá því og 1972 hætti hljómsveitin síðan formlega. Upp frá því spilaði Paul með ýmsum og lifði á fomri. Síðustu tíu árin gaf Paul Butterfíeld aðeins út eina plötu, enda átti hann við fíkni- efnavandamál að etja og það hafði sín áhrif á framleiðsluna. Fjórða maí síðastliðinn fannst hann síðan látinn á heimili sínu. Tónlistararfur Paul Butter- fíeld er fyrst og fremst á tveimur fyrstu plötum hans, The Paul Butterfíeld Blues Band og East-West. Báðar þessar plötur hafa verið endur- útgefnar af Demon/Edsel og eru fáanlegar hér á landi. Fyrri platan, sem nefnd var eftir hljómsveitinni, er nokkuð stífari í túlkun sinni og það er sem Paul og félagar reyni um of að spila blús, þeir eru of stífír. Platan er þó mjög góð sem blúsplata og reyndar ein af betri blúsplötum sem hvítir blúsleikarar hafa tekið upp. Á bestu lögum plötunnar, t.d. Blues With a Feeling og Myst- ery Train, ná þeir að spila sig inn í blúsinn. Þar heyrist og hve Paul Butterfíeld var óhemjusnjall munnhörpuleik- ari. Mike Bloomfíeld leggur einnig sitt af mörkum með meitluðum einleiksköflum. Eft- irminnilegt er einnig lag Walter Jacobs Last Night, þar sem Paul og Mike fá gott svigrúm til að sýna listir sínar. Ómeng- aður Chicagoblús fluttur af mikilli leikni. Þó að fyrsta platan sé góð, þá er East-West, önnur platan, hápunktur að minnsta kosti blúsferilsins hjá Paul Butter- fíeld. Þar er hljómborðsleikar- inn Mark Naftalin orðinn opinber hljómsveitarmeðlimur og hæglega má merlqa mikil áhrif frá jasstónlist og jafnvel einnig úr indverskri tónlist. Það eru þessi áhrif að utan sem gera East-West að betri plötu en fyrstu plötuna, í stað þess að vera allt að því að herma eftir, þá er Paul að skapa sinn eigin stíl. Hljóð- færaleikur allur á plötunni er afburða lipur, sérstaklega á Mike Bloomfíeld góða spretti. Bestu lögin eru I’ve Got a Mind To Give Up Living, göngublús- inn hans Roberts Johnson og Two Trains Running. Há- punktur plötunnar er síðan hið þrettán mínútna titillag. í því lagi á hver sinn sprett og sam- leikur þeirra Elvin Bishop og Mike Blommfíeld átti eftir að hafa mikil áhrif á stöðu raf- magnsgítarsins í nútíma rokkhljómsveitum. Glæsilegt úrval af skóm frá PETER KAISER Litir: Rautt, hvítt, svart, blátt, svart lakk. Litir: Svart, rautt, Ijósgrátt, svart lakk. Utir: Rautt, svart, Ijósgrátt, brúnt, svart lakk. Verð f rá kr. 3.690.- Litir: Blátt, grænt, Ijósgrátt, hvítt. Margar hælahæðir, stæröir 3'/2-9. Einnig svipaöar geröir frá Salamander í stæröum IV2-9V20.fl. o.fl. S. Waage sf., Domus Medica, s. 18519. Auðvitað er engum sama hvar hann eyðir langþráðu sumarfríi sínu. Það er öruggt að fríið verður eins og best verður á kosið ef þú velur hina frábæru aðstöðu okkar á Alcudia ströndinni á Mallorca. Ströndin er sú stærsta og besta á Mallorca, glæsileg íbúðahótel, stórgóð aðstaða, þaulvanir fararstjórar og sérstakur barnafararstjóri tryggja að öll fjölskyldan nýtur sumarleyfisins eins og best verður á kosið. Sökum mikillar eftirspurnar höfum við fjölgað ferðum tilMallorca og eigum því laus sæti 13. júní, 20. júní og 6. júlí. Aðrar ferðir eru nánast uppseldar. Ef þér er ekki sama velur þú Alcudia með Polaris. FERÐASKRIFSTOFAN yAv POLARIS w Kirkjutorgi4 Simi622 011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.