Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 3
*9ðt V á t2> MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 B C» 3 Þrídrangur: Athugun á áhrifum nær- ingarefna SAMANBUffiÐARATHUGUN á áhrifum vítamina og sérstakra næring'aefna er að hefjast á veg- um Rannsóknarstofnunar vit- undarinnar. Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur hefur umsjón með henni en hann hefur stofnað til námskeiða i svæða- meðferð og heilsuvernd undan- farinn áratug. í fréttatilkynningu frá Þrídrangi segir að þátttakendum í tilrauninni sé skipt í tvo hópa. Annar hópurinn notar þau vítamín og næringarefni sem tilraunin beinist að, en hinn ekki. Upplýsingum er safnað mán- aðarlega þá sex mánuði sem rannsóknin stendur yfír og heilsu- far, lífstíll og næringavenjur verða bomar saman fyrir og eftir tilraun- ina. „Þátttakendur geta vænst þess að öðlast betri skilning á eigin næringarþörfum og aukna hagnýta kunnáttu í notkun næringarefna til viðhalds heilsu og eflingar afkasta- getu,“ segir í tilkynningunni. Skráning í athugunina stendur nú yfír hjá Þrídrangi í Tryggvagötu 18. Fimm tog- arar seldu í Bretlandi FIMM skip seldu samtals 481 tonn í Bretlandi í liðinni viku fyrir samtals 27,3 miiyónir. Með- alverð þorks á kílógramm var 58,82 kr, 65,01 kr. fyrir ýsuna, 50,19 kr. fyrir grálúðuna, 55,38 kr. fyrir kolann, 34,46 kr. fyrir ufsa og 29,28 kr. fyrir karfa. Eitt skip seldi í Þýskalandi og fengust 55,26 kr. fyrir kílóið af karfa og 44,19 kr. fyrir grálúð- una. 888 tonn af gámafiski hafa selst í Bretlandi i síðustu viku. Otto Wathne NS 90 seldi 127 tonn í Grimsby fyrir tæpar 8 millj- ónir, meðalverð á kg. 61,99 kr. Náttfari RE 75 seldi 97 tonn í Hull tæpar 6 milljónir; meðalverð á kg. 61,31 kr. Þórshamar GK 75 seldi 77,5 tonn í Hull fyrir tæpar 5 milljónir; meðalverð á kg. 49,06 kr. Skarfur GK 666 seldi 93 tonn í Hull fyrir 4,5 milljónir; meðalverð á kg. 45,15 kr. Afli var að stærstum hluta þorskur og ýsa, en einnig var nokkuð selt af ufsa, karfa og grá- lúðu. Ögri RE 72 seldi tæp 328 tonn í Bremerhaven, mest karfa og grá- lúðu. 16,5 milljón fékkst fyrir aflann. 888 tonn af gámafíski voru seld í Bretlandi, 272,5 tonn af þorski og 267,3 tonn af ýsu, 54,5 tonn af ufsa, 23,9 tonn af karfa, 84,3 tonn af kola, 71,3 tonn af grálúðu og 114 tonn af blönduðum afla. Meðalverð þorks í gámum í Bret- landi var 53,49 kr. á kg., ýsu 56,03 kr., 31,92 kr. fyrir ufsa, 25,38 fyr- ir karfa, 59,71 kr. fyrir kola og 52,01 kr.fyrir grálúðu. V^terkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiöill! Víltu njóta lífsíns við fagurt vatn í friðsælu fjallaþorpi þaðan sem stutt er í stórborgarmenninguna? Ertu kannski einn þeirra fjallhressu sem alltaf þurfa að gbma við ný og stærri fjöll og endalaust þurfa að kanna eitthvað nýtt / gamalt? Dreymir þig e.t.v. um að drífa þig á seglbretta- námskeið og skora svo á íslandsmeistarann þegar heim kemur eða liggja á vel völdum vatnsbakka, griUa þig í sólinni og taka þátt í keppninni „Hver er brúnastur"? Ertu sælkerinn sem þýðir ekki að bjóða nema það besta í mat og drykk? Þá eru Biersdorf í Þýskalandi, Walchsee eða Zell am See í Austurríki staðir fynr þig Þú getur haft bílaleigubíl til umráða og ekið hvert sem þú vilt eða tekið þátt í skipulögðum skoðunar- ferðum með okkar traustu og reyndu fararstjórum. FLUGLEIDIR fyiir þig Viltu fara þínar eigin leiðir? Sértu einn þeirra ferðavönu eða þeirra sem geta ekki hugsað sér að ferðast eftir fyrirfram gefinni áætlun er það að sjálfsögðu engin spuming hvað þú gerir. Þú hlýtur að velja flug og bfl. Spumingin er bara: Hvar viltu byrja? í Lux, Frankfurt, París eða Salzburg? Það er auðvitað þitt mál en staðreyndin er sú að bflaleigubðamir í Lux em þeir ódýmstu í Mið-Evrópu. Leiðsögumappan og Mið-Evrópu bæklingurinn Flug, bíll og sumarhús em komin. Komdu við á söluskrifstofum okkar eða ferðaskrifstofunum, fáðu þér eintak og lestu þér til um sumardvalarstaðina okkar í Mið-Evrópu. Dragðu fram gamla landakortið, ræddu málin við fjölskylduna í ró og næði og hringdu svo í okkur. UJXEMÖOBG: Flug+bíll í 2 vikur frá kr. 11.903 á mann. SUPER-APEX verð. Miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja—11 ára, og bfl í B-flokki. WALCHSEE: Flug+íbúð á lleerhof í 2 vikur frá kr. 18.260* á mann. Flogið til Salzburg. Tímabilið 17. maí til 5. júlí. ZEfX AM SEE: Flug+íbúð í Hagleitner í 2 vikur frá kr. 19.067*. Flogið til Salzburg. Tímabilið 7. júní til 5. júlí. gJEBSDORF: Flug+íbúð í 2 vikur frá kr, 15.834* á mann. Flogið til Luxemborgar. Tímabilið 13. júní til 11. júlí. ‘Meðaltalsverd á mann miðað við 2 fullorðna og 2 böm, 2ja-ll ára. Nánari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn um allt land og ferðaskrifstofumar. FLUGLEIDIR SölttstoífstaÉur fktfeitoi 2, Hótet Esjtt ög fitökááa W- f%#áegasMi 25 löö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.