Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 B 15 fVi r ♦ ti r r FORRETTINDI Stórlaxar þykjaof miklir flottræflar Pólsk stjómvöld hafa nú skorið upp herör á hendur forrétt- indastéttunum og hér eftir ætlar innanríkisráðuneytið að vega og meta hvem einasta bitling, sem embættismennimir, jafnt háir sem lágir, hafa hingað til litið á sem sjálfsagðan hlut. Það er því hætt við, að margur maðurinn missi vænan spón úr aski sínum í þessari tilraun Wojciechs Jaruzelski, leið- toga kommúnistaflokksins, til að bæta ímynd flokksins meðal al- mennings. í langri ræðu, sem innanríkisráð- herrann, Czeslaw Kiszdczak, flutti fyrr í mánuðinum, fór hann hörðum >*ðum um þá embættismenn og starfsmenn flokksins, sem misnota sér aðstöðu sína á kostnað almenn- ings í landinu. Benti hann sérstak- lega á alla einkabílstjórana, sem embættismennimir hafa í sinni þjónustu. Bílamir hafa margir verið fluttir inn frá Vesturlöndum og með einkabílstjóra kostar útgerð hverrar bifreiðir pólska skattgreiðendur að minnsta kosti 1,2 milljónir ísl. kr. á ári. Sagði Kiszczak, að þessu yrði að linna. Kiszczak sagði, að bílstjóramir gætu fengið vinnu við að keyra strætisvagna eða önnur farartæki fyrir almenning og gaf með því til kynna, að venjulegt fólk væri búið að líða nóg fyrir flottræfilshátt embættismanna. Réðst hann einnig harkalega á óhóflega simanotkun í ráðuneytum og skrifstofum og sagði, að hún yrði skorin niður en þjónustan við borgarana aukin. Það fé, sem sparast með aðgerð- um stjómarinnar, verður notað til ýmissa samfélagslegra mála eins og t.d. að borga kennurum betri laun og auka afköst skriffínnanna. Sagði Kiszczak, að á hveijum degi fengju þúsundir manna að kenna á því kvalræði að leita til opinberra skrifstofa og því löngu orðið tíma- bært að gera eitthvað í málinu. Ástæðan fyrir atlögunni að for- réttindunum einmitt nú er að Jaruzelski hefur stuðning Sovétleið- togans, Mikhails Gorbachev. Þó er það svo, að pólska stjórnin er að ráðast á sömu sérréttindin og Sam- stöðumennimir gagnrýndu sem mest árið 1980 og ’81. Á þeim stutta en viðburðaríka tíma flettu pólskir íjölmiðlar ofan af stórkost- legri spillingu viðs vegar um landið. Nefndu þeir mörg dæmi um menn, sem nota sér aðstöðu sína til að lifa í vellystingum praktuglega, til- heyrðu „hinu Póllandinu" eða „Póllandi lénsimans“ eins og Sam- staða kallaði það. Þá er átt við embættismenn af öllum gráðum, sem telja það ekki nema sjálfsagt að reyna að græða sem mest á ríkinu. Jaruzelski hershöfðingi vinnur nú að því að endurskipuleggja flokkinn, bæta ímynd hans og skera niður sérréttindin á sama tíma og almenningur verður að sætta sig við að verðhækkanir og versnandi lífskjör. Milli flokks og þjóðar er mikið djúp staðfest en þetta er til- raun Jaruzelskis til að brúa það. - JUDY DEMPSEY RAKII Um þessar mundir er hálft ann- að ár liðið frá því að Mikhail Gorbachov hóf mikla herferð í Sov- étríkjunum gegn drykkjuskap og til að auka afköst í iðnaði. Nú er ljóst að sá iðnaður, sem eflzt hefur mest vegna aðgerða leiðtogans, er heim- ilisiðnaður og helzta framleiðsluvar- an er hinn svokallaði landi. Þetta kemur ljóslega fram í Úkraínu. Þar upplýsti eitt flokks- málgagnið öllum á óvart, að drykkjuskapur væri ekki aldeilis úr sögunni heldur drykkju menn nú einungis með meiri leynd en áður. Á yfírborðinu lofa opinberar tölur samt góðu. Sala á vodka hefur stór- lega minnkað og að sama skapi hefur fækkað afbrotum sem rekja má til drykkjuskapar. En embættis- maður frá Poltava-héraði viður- kenndi að þar með væru ekki öll kurl til grafar komin, því hann sagði: „Við veittum því ekki eftir- tekt, hversu mjög sala á sykri og geri jókst. í ljós kom að sykursalan hafði á einu ári aukizt um 6.000 tonn frá árinu áður í þessu eina héraði." Annars staðar í Sovétríkjunum er það sama upp á teningnum. Sala á sykri hefur aukizt um 14% á Latvíu, um 16% í Moldavíu og 10% Eiginkona Kiarsfieids löðrungaði einu sinni kansiara Vestur-Þýska- lands og hrópaði: „ Nasisti! Nasisti!“ SJÁ: Harka sex FEIMNISMALl í Eistlandi. Fréttamður frá Moskvu- útvarpinu í héraðinu Orel skýrði nýlega svo frá að samdráttur í sölu á vodka næmi þar 43 milljónum rúblna, þ.e. tæpum þremur milljörð- um, en samtímis hefði sykumeyzlan aukizt um 4.500 tonn. Hann taldi ólíklegt að allur þessi sykur hefði verið notaður til sultugerðar. Á síðasta ári áttu 200.000 manns yfír höfði sér ákærur fyrir brot á áfengislöggjöfinni. Margir þeirra fá að líkindum fangelsisdóma eða verða vistaðir í vinnubúðum. Um það bil helmingur þeirra, sem voru teknir, voru innan við þrítugt og rúmlega 60% voru konur. Svo virðist sem kerfínu sé um megn að hafa hemil á þessu gríðarmikla einkaframtaki enda þótt það sé þrautþjálfað í því að fylgjast með borgurunum. I Polt- ava-héraði eru um það bil 4.000 samtök, sem beijast fyrir áfengis- bindindi. En drykkjuskapurinn heldur áfram þrátt fyrir allt. Heimabrugg hefur lengi verið landlægt til sveita í Sovétríkjunum sem og annars staðar. En nú er það orðið algengt í borgunum líka. Sam- kvæmt upplýsingum A.P. Burtsev, sem er háttsettur í innanríkisráðu- neytinu, er allt að þvi 40% af þeim SÞ í klípu vegna Waldheims Eins og kunnugt er hefur Kurt Wald- heim, forseti Austurríkis, verið borinn alvarlegum sökum. Er hann sagður hafa tekið þátt í að flytja gríska gyðinga nauðung- arflutningi í útrýmingar- búðir og ekki látið sitt eftir liggja þegar þúsund- ir júgóslavneskra skæru- liða voru hengdir á stríðsárunum. Waldheim er ekki aðeins forseti í Austurríki, heldur einnig fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, og því hefur stofnunin séð sig til- neydda til að reyna að komast að hinu sanna í málinu. Ekki verður þó sagt, að Waldheim njóti mikillar samúðar á þeim bæ. Það var snemma á átt- unda áratugnum, að Sovétmenn fóru þess á leit við Waldheim, að hann byði sig fram í framkvæmdastjóraembættið en þá beittu Bretar og Bandaríkjamenn neitunarvaldi gegn honum og vildu Rússinn er á kaf i í landanum landa sem Moskvubúar drekka, bruggaður í heimahúsum í borginni. Burtsev sagði í viðtali við frétta- mann: „Tækjabúnaður til heima- bruggunar er orðinn mjög fullkominn, — suðutækin og ryðfría stálið." Það er hinn almenni borgari í Sovétríkjunum, sem helzt hefur orð- ið fyrir herferð Gorbachevs gegn áfengi. Áfengissjúklingar drekka ilmvatn, rakspíra og flösumeðal ef þeir fá ekki vodka en hinn almenni borgari vill bara fá sér neðan í því til hátíðabrigða og er lítt hrifinn af því að þurfa að standa klukku- tímum saman í biðröð eftir einni flösku. Gorbachev hefur oft sætt gagn- rýni vegna þessa ástands og fyrir vikið hefur áfengisverzlunum í Moskvu verið fjölgað enda þótt ekki hafí orðið aukning á því áfengis- magni sem á boðstólum er. Lands- feðumir virðast ekki ætla að hvika frá sínum grundvallarsjónarmiðum í áfengismálum. Landabraggaram- ir sýnast því horfa fram á bjarta framtíð. - NIGEL HAWKES heldur, að Finninn Max Jakobsen yrði fyrir valinu. Það fór þó svo við atkvæðagreiðsluna í öryggisráðinu, að Bandaríkjamenn snerast á sveif með Waldheim en Bretar sátu hjá. Ekki verður ofsögum sagt af þeirri erfiðu og neyðarlegu stöðu sem Waldheim er kominn í. Ekki bætir það heldur úr skák, að fyrsta alþjóðaráðstefnan, sem SÞ hefur boðað til um eiturlyfjavandann, verður haldin í Vín í júní og hingað til hefur Waldheim hvorki verið boðið að setja hana eða sitja. Það mun koma í ljós hvort Wald- heim ákveður að mæta í eitthvert hófíð, sem jafnan fylgir ráðstefnum af þessu tagi. Ef hann gerir það má búast við heldur vandræðaleg- um fundi hans og mannsins, sem setti hann á „bannlistann", skrá yfír þá menn, sem þykja óæskilegir gestir í Bandaríkjunum. Er þá átt við Edwin Meese, dómsmálaráð- herra Bandarílqanna og formann bandarísku sendinefndarinnar á ráðstefnunni. Mynd af Waldheim, sem hékk uppi í anddyri skrifstofu fram- kvæmdastjóra SÞ, hefur nú verið fjarlægð. Var það gert eftir að ein- hver tók sig til og málaði hakakross yfír hana en talsmaður SÞ vill ekk- ert segja hvað um hana verði, aðeins að „sem stendur" sé hún í geymslu. Waldheim, sem á stríðsáranum var undirforingi í þýska hemum í Grikklandi og Júgóslavíu, hefur alltaf neitað því að hafa verið nas- isti eða jafnvel vitað um grimmdar- verk þeirra. Ævisaga hans, „í auga stormsins", hefur verið tekin úr bókaversluninni í aðalstöðvum SÞ og starfsmenn stofnunarinnar vita ekki hvað gera á við óseldu eintök- in, þijá fulla kassa. Þeim hefur líka verið komið í geymslu í kjallaran- um. Opinberlega láta SÞ lítið fyrir sér fara í deilunum um fortíð Wald- heims enda era þær heldur óskemmtileg auglýsing fyrir þær sjálfar. „Þeirri spumingu er enn ósvarað hvers vegna Waldheim varð fyrir valinu sem framkvæmdastjori SÞ,“ segir vestrænn stjómarerindreki. „Það getur vel verið, að enginn, ekki einu sinni Bandaríkjamenn, hafí kannað fortíð hans nógu sam- viskusamlega." - DAVID JULIUS smáskór BARNASKÓR % 'X. - Stærðir: 20-30 3 litir. Stærðir: 24-34 Hvítir. Stærðir: 24-34 3 litir. Stærðir: 24-34 4 litir. Ir' Stærðir: 22-34 Hvítir Stærðir: 17-21 Hvítir. UNGBARIMA- SKÓR Stærðir: 20-30 ® litir. Stærðir: 18-23 Hvítir. Stærðir: 23-27 Hvítir. Stærðir: 23-27 Gráir. Stærðir: 18-23 2 litir. smáskór Skólavörðustíg 6b á bakhlið Póstsendum. S: 622812.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.