Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 mnn ást er... ... að skilja eftir dauf- an varalit á vasaklútn- um TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved 01986 Los Angeles Times Syndicate Ég veðjaði við Stínu að ég gæti rakað mig, haft fata- skipti og farið i bað meðan hún málaði sig ... HÖGNI HREKKVlSI iðr > ímzLi. Pwrnm i mrn? Æjjjr Juk v.:v Um mannrannsókmr Til Velvakanda. Sannur veiðimaður athugar allt atferli dýrs, — notar til þess öll skynfæri. Þetta gerir hann alla ævi, að minnsta kosti raunævi, en ef til vill ekki alla þá ævi sem nútímamenn hafa svo mikla löng- un til að treina. Svipað er um nútíma dýralífsskoðara. Fugla- vinur getur beðið í sérhönnuðu byrgi huldu laufí vikum saman. En atferli manna, er það nokk- uð síður athugunarvert? Nei, reyndar ekki, enda er í tisku að athuga það. Sérstaklega ef borga þarf fyrir. Menn tjá sig á ýmsa vegu, í litum, í tónum, leik og Iátbragði, dansi, íþróttum og í fjölmiðlum. Telja mætti lengur en þetta verð- ur að duga. Víkverji Eins og menn muna kannski var höggmynd af Raoul Wall- enberg afhjúpuð í Búdapest fyrir fáeinum vikum. Wallenberg, var sem kunnugt er, ungur sænskur stjómarerindreki sem var stað- settur í Ungveijalandi á stríðsár- unum þegar þýsku nasistamir réðu þar lögum og lofum, en þá er hann talinn hafa forðað þús- undum gyðinga ef ekki tugþús- undum frá vísum dauða í gasklefunum. Þeir muna hans enn í dag sem einn helsta velgerðar- mann sinn. Sovétmenn handtóku hann í lok styijaldarinnar þegar þeir tóku við af nasistunum í grannríkjun- um í Austur-Evrópu. Hann lenti í höndum þeirra þegar þeir voru að „hreinsa til“ eftir Þjóðveijana, eins og það var látið heita. Þeir þijóskuðust síðan lengi við að gangast við verknaðinum, uns þeir játuðu loks að hafa raunar fært hinn unga fullhuga nauðugan ti! Moskvu og varpað honum í hið illræmda Lubyanka-fangelsi; og hafa æ síðan fullyrt, þrátt fyrir þrálátan orðróm um hið gagn- stæða, að þar hafí hann borið beinin þann 17. júlí 1947. XXX etta er aðdragandinn ef svo mætti segja. En sjálft minnis- En vara vil ég við einni tegund mannrannsókna, en hún er sú að rannsaka fólk persónulega og ein- staklingsbundið. Eins og til dæmis hver elskar hvem. An umhugsunar get ég nefnt fímm dæmi, þar sem fólk hefndist grimmilega fyrir slík vísindastörf. Og það meira að segja í þessu lífí sem er frekar óvanalegt. Allt í lagi er að rannsaka mann- fólk sé það gert með hlýju og umfram allt með persónulegu hlutleysi um einkahagi. Ekki ber að kjamsa á því að Jón Jónsson hafí dottið í það og orðið sér til háðungar, heldur að alltítt sé að einstaklingar af tegundinni homo sapiens láti slíkt henda sig. Sé fommenning rannsökuð er hyggilegt að gera alltaf ráð fyrir skrifar merkið, sem nú er loks risið í borginni þar sem Raoul Wallen- berg bauð Eichman og dauða- sveitum hans birginn, á sér líka forsögu. Þetta er sem sagt ekki í fyrsta sinn sem gyðingar á þess- um slóðum hafa viljað votta Svíanum virðingu sína. Fyrir nær fjörutíu árum stóð til að afhjúpa annað minnismerki sem var helgað minningu hans. Gestimir voru mættir til athafnar- innar þegar mönnum varð allt í einu ljóst að styttan var horfín undan dúknum sem hafði sveipað hana. Hún hafði verið fjarlægð í skjóli nætur rétt eins og fómar- lambið sjálft. Einhver valdsmaðurinn hafði fellt yfír hana dauðadóm. Wallen- berg var nýju herrunum ekki þóknanlegur fremur en nasistun- um, forverum þeirra. Fyrir nokkrum árum fannst svo þetta minnismerki af tilviljun þar sem það lá í vanhirðu á verksmiðjulóð í Debrecen og hafði áletrunin, sem tíundaði afrek hetjunnar, verið vandlega fjarlægð. Þetta var „symbólsk" högg- mynd í dæmigerðum hetjustíl og gjörólík þeirri sem nú er komin á stall í Búdapest. Hún er af manni að beijast við snák. Verkafólkið, sem hafði hana daglega fyrir augum í mslinu á hinni óhijálegu verksmiðjulóð, að fólk fyrri tíðar hafí verið ólíkra vitsmuna en við nú. Þó okkur fínnist tilgangur fomra mann- virkja einkennilegur eins og til dæmis pýramída Egyptalands, flúraði slönguguðinn, tóftimar í Maccu Piccu og steintröll Páska- eyjar. En við athugun á samtímafólki ætti að gilda: Hugsum okkur hvem mann fullvita, Ijáandi ódauðlegt listaverk mikils höf- undar á sviði, gleymum ekki bömunum, öldmðum, táningum, vímufíknum, geðsjúkum og þroskaheftum. Sé áðurtalið at- hugað er ég viss um að athugandi sér heiminn í nýju Ijósi. Bjarni Valdimarsson, Leirubakka, Sandi. mun enda hafa talið víst að verk- ið táknaði „friðaröflin að knésetja stríðsæsingamennina" eða eitt- hvað álíka lágkúmlegt. XXX Starfsbróðir Víkveija, sem er búsettur í Kópavogi, upplýsir að nú hafí tímans tönn loksins tekist að granda aðvömnarmiðan- um, sem útsendarar bæjarins festu á hræið af vömbflnum sem eigandanum fannst alveg tilvalið að skilja eftir steinsnar frá hinum myndarlega knattspymuvelli bæj- arbúa. Þetta gerðist í fyrrasumar og miðinn var líka frá þeim tíma, en á honum var eigandanum strang- lega uppálagt að fjarlægja ósómann innan tiltekins daga- fjölda, enda myndu yfírvöld ella láta gera það hið snarasta á hans kostnað. Þama hefur þetta þokkalega líkan með hinu skorinorða, prent- aða plaggi trónað í heilt ár sem „einskonar hvatning til vegfar- enda að vera nú staðfastir í sóðaskapnum", eins og heimiidar- maður Víkveija orðar það nokkuð beisklega. Kannski ekki að undra þó að hann bæti við að stundum fínnist honum sem blessaður bærinn hans sé eins konar útibú frá brotajáms- porti Sindra-Stáls. iiii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.