Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.06.1987, Blaðsíða 9
B 9 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1987 Nýtt gallerí í Hafnarstræti UNGIR myndlistarmenn hafa fengið sýningaraðstöðu í nýju galleríi sem opnað var i Bókaverslun Snæbjarnar í Hafnarstræti á föstudaginn. Salurinn, sem er á annrri hæð verslunarinnar hefur fengið nafnið “Hafnar Gallerí“ og verður það opið á verslun- artíma. Að sögn Önnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunarinn- ar er ætlunin að þama fái ungir myndlistamenn tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri og munu þeir sjálfir sjá um að skipta um verk á sýningunni. Fýrstu vikuna sýna átta ungir myndlistarmenn, flest málarar; en á næstunni verður bætt við fleiri skúlptúrverkum. Bókaverslun Snæbjamar er að þrem fjórðu hlutum í eigu Máls og menningar og er Anna Einars- dóttir framkvæmdastjóri verslun- arinnar en Elsa Stefánsdóttir mun sjá um rekstur gallerísins. Morgunblaðið/Einar Falur. Þessar þijár ungu myndlistarkonur eru meðal þeirra átta sem eiga nú verk í Hafnar Galleríi. Talið frá vinstri: Inga Rósa, Halld- óra Emilsdóttir og Björg Sveinsdóttir. MEÐEINU SÍMTAU er haegt að breyta innheimtu aðferðinni. Eftir það verða MTiriHHliEJlFira-ga viðkomandi greiðslukorta reikning mánaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141 Gjörningur við Gallerí Svart á hvítu LISTAKONAN vestur-þýska Vi- ola Pfordte fremur gjörning fyrir utan Gallerí Svart á hvitu við Óðinstorg kl. 23.00 í kvöld sunnudag. Viola Pfordte stundaði nám við listaháskólann í Kiel í Þýskalandi á ámnum 1978-82. Hún hefur verið búsett í Vestur-Berlín síðan 1982, þar sem hún vinnur að list sinni m.a. í náinni samvinnu við tónlistar- menn og kvikmyndagerðarmenn. Undanfarin ár hefur hún unnið samsett málverk á akrylplötur og gert kvikmyndir, sem hún notar í gjömingum. Gjömingar Violu em unnir út frá ákveðnu þema, t.d. samspil milli ljóss og hreyfmgar, og í þeim notar hún kvikmyndatækni og málverk jöfnum höndum. Eftir námsdvöl í New York hefur hún kannað mögu- leikana á notkun elds í gjömingum sínum. í síðasta hluta gjömingsins í kvöld mun Viola Pfordte nota þessa tækni, sem hún kallar „með eldinn í höndunum." í tilefni gjömingsins verður Gall- erí Svart á hvítu opið til kl. 23.00 um kvöldið, en þar stendur nú yfír sýning á verkum Borghildar Oskarsdóttur. Síðasti sýningardag- ur er mánudagurinn 8.júní, annar í hvítasunnu. vK V&s VM Ui SlS Slð Mþ Jrn 4Kp ® 3% 9*} Luxcmboru NÝR „SUPER SUMARPAKKI" til Luxemborgar fyrir aðeins kr. 16.100 Flogið með Flugleiðum og gist í tvær nætur á Holiday Inn. Holiday Inn er glæsilegt hótel og vel staðsett í borginni. Það er margt að sjá og gera í Stórhertogadæminu Luxemborg. Fagurt landslag, fornar byggingar, fjölbreytt menningarlíf, verslanir og veitingastaðir. Söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferða- skrifstofur veita þér allar nánari upplýsingar um „SUPER SUMARPAKKANN" FLUGLEIDIR Efþúert loörum heimi vtóstýrlö. ...eru miklar líkur á aö feröin endi þar! VAKNAÐU MADUR! Sofandaháttur viö stýriö, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiðslinog flest dauösföllin veröa þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niðurstaða úr könnun Samvinnutryggmga á orsökum og afleiðingum umferðarslysa). SAMVINNU TRYGGINGAR -gegngáleysi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.