Morgunblaðið - 14.06.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 14.06.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 5 H" Samkeppni um gerð nýrra ruslaíláta BORGARRÁÐ samþykkti sam- hljóða á fundi sínum síðastliðinn þriðjudag tillögu frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni (S) um að efnt verði til almennrar hugmynda- samkeppni um gerð nýrra íláta undir rusl, tillögu um staðsetn- ingu þeirra á almenningssvæðum í Reykjavík svo og slagorða til að hvetja til betri umgengni í borginni. í greinargerð með tillögunni seg- ir að alltof algengt sé að fólk fleygi frá sér alls kyns rusli á götum, torg- um og opnum svæðum í borginni og að nauðsynlegt sé að hugarfars- breyting verði í þessum efnum og áróður stóraukinn fyrir betri um- gengni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi að það þyrfti að gera átak í þessum málum og að svona sam- keppni væri skynsöm leið til þess að ná því markmiði. Leggja þyrfti áherslu á að sem flestir, bæði ein- staklingar og hópar, gætu tekið þátt í samkeppninni. Til dæmis teldi hann að reyna ætti að fá bekki í grunnskólum borgarínnar til þess að taka þátt, þetta gæti orðið grundvöllur skapandi umræðu um þessi í mál í skólunum. Borgarráð á eftir að ganga frá nánari útfærslu samkeppninnar en í næstu viku verður skipuð tveggja manna dómnefnd. Bætur vegna vatnsljóns á Korpúlfsstöðum Reykjavíkurborg annarsvegar og Myndhöggvaraf élagið í Reykjavík og Sverrir Ólafsson hinsvegar hafa náð samkomulagi um bætur vegna tjóns, er varð af völdum vatns, á listaverkum, tækjum o.fl. á Korpúlfsstöðum 16. nóvember á síðasta ári. í samkomulaginu felst að Reykja- víkurborg greiði Sverri Ólafssyni 1,8 milljón í bætur með því skil- yrði, að Myndhöggvarafélagið leggi fram yfirlýsingar frá öllum þeim listamönnum, sem urðu fyrir tjóni að Korpúlfsstöðum, að Sverri und- anskildum, um að þeir falli frá kröfum sínum. í samkomulaginu er tekið fram, að með sátt þessari sé hvorki viður- kennd bótaskylda af hálfu Reykjavíkurborgar né fullnaðar- uppgjör tjóns af hálfu listamanna, en aðilar séu um það sammála, að hún feli í sér endanleg lok þessa máls. AUK hf. 93.11/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.