Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 9

Morgunblaðið - 14.06.1987, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 9 HUGVEKJA Lífsins ólgusjór eftir SR. JÓN RAGNARSSON wm Sjómannadagur 1987Mt. 14:22—33 Við eigum að mörgu leyti gott með að setja okkur inn í aðstæður þessarar frásögu af bátnum í öldurótinu. Við getum jafnvel hermt eigin reynslu og umhverfi upp á hana, að nokkru leyti. Við getum sett okkar hymdu og fannarákóttu fjöll í stað hæðanna í Galíleu og firði okkar og flóa í stað vatnsins Genesaret. Skip okkar stór og smá geta komið í stað bátsins, sem lærisveinamir vom að velkj- ast á. Vissulega er ýmislegt sem svipar saman í þessum ytri að- stæðum, en kannski ennþá fleira í þeim innri. Þegar dýpra er skoðað snýst málið ekki fyrst og fremst um björgun úr sjávarháska í eigin- legri merkingu, þó að slík vá sé ógnþmngin reynsla sem margir þekkja og geta skilið. Kjami frásögunnar fæst við gmndvallarspumingar mann- legrar tilvem. Lífsháskann sjálfan. Þetta endalausa hættu- spil að vera maður í heiminum — að lifa lífsins vegna og finna jafnframt smæð sína og van- mátt gagnvart öllum vanda þess. Það er oft mjótt milli bamings og björgunar og okkur þrýtur ráðin í þrengingum. Það er engin tilviljun að ógn- valdamir í þessari sögu em veður og vatn. Jesús og læri- sveinar hans vora aldir upp í túlkunarhefð, þar sem þessi náttúmöfl táknuðu allt sem var villt, eyðandi, óhamið, órætt. Óskapnaðinn sjálfan. Þann hluta veraldarinnar sem Drottinn setti lausar skorður, þegar hann skapaði lífinu skilyrði á jörðinni. Vindur og haf vom, eins og þau em í dag, utan þess sem menn fá hamið. Þau vom sam- nefnari allra ógnarafla. Djúpið myrkt og duttlungafullt átti, eins og í dag, samsvömn í sálar- djúpum mannkynsins. Torþekkt- um rastarálum manneðlisins, sem getur eins og hafið endur- varpað skini guðdómssólarinnar af skyggðum fleti. Bylgjast í fegurð sinni og gælt við strendur og bátskinnung á blíðum degi, og umhverfist í einni svipan. Hrokast upp fyrir öll sín tak- mörk, mölvar og tortímir og svelgir allan mannlegan mátt, úrræði og von. Undir sléttu yfirborði kvikar undiraldan og dimmir straumar uppmnasyndarinnar bæra víða á sér. Við finnum það oft en við við- urkennum það sjaldan, að þrátt fyrir návígi við hamslausan ægi- mátt höfuðskepnanna, þá stendur okkur mesta ógnin af eðlisöflum, sem aldrei verða tamin. Eyðingarhvöt okkar sjálfra. Við kunnum ráð. Við kunnum að smíða skip sem komast vel af við veður og vinda, seltu og særót. Við kunnum að ganga á svig við grimmd þeirra og sækja í sjóði hafsins. Getum ráðið í veður með vissu um nokkra framtíð. Við kunnum að láta þessi öfl þjóna okkur meira en skolfa, þó að ætíð verði þeim háski búinn, sem býður þeim birginn af óbilgimi og glanna- skap. Lífsins og ævinnar skeið kann hver kynslóð samt jafn illa að sigla. „Tíminn steðjar, sem streymi á/ strengir um kletta falla./ Undan mig rekur ofan hjá/ áralausan að kalla," segir í sálmi. Hver einasti maður. Hver ein- asta ijölskylda. Hvert einasta samfélag hreppir meiri og minni baming um sitt æviskeið. Liggur lengur og skemur undir áföllum. Flestir þekkja þær aðstæður úr eigin lífi að fínnast útlitið svart, þrekið á þrotum og kunna fá úrræði. Við könnumst líka við að hafa bmgðist við Kristi eins og lærisveinamir í bátnum. Höf- um óttast hann, ekki þekkt hann, þar sem hann kemur að bjóða hjálp og samfylgd. Við höfum hafnað honum sem mark- leysu — sem vofu. Það er ekki endilega sjálfgert að kannast við Krist og hætta á að treysta honum, enda sjáum við það að það var aðeins einn lærisveinanna sem tók hann á orðinu. Pétur einn tók þessi áhættuskref trúarinnar — og heyktist á því. — Þegar allt kem- ur til alls er það mesta krafa sem við getum gert til eigin trú- ar, að taka áhættuna af því að ganga til móts við Krist. Það er aldrei gert í eitt skipti fyrir öll. „Kom þú,“ segir hann, eins og hann sagði við Pétur. Hann svíkur ekki. Það var trú Péturs sem bilaði. Hann tók tilboðinu og gekk út í háskann. Honum gekk vel þar til hann tók að blína á hættumar í stað hjálparráðsins í Jesú. Þama er ekki verið að gera Iítið úr þeim lífs- og sálarháska sem við kynnumst í tilvemnni. Það er hins vegar bent á að trú- in er mannleg og brigðul, ef hún missir sjónar á þeirri einu hjálp, sem okkur er búin í þessu lífí, og horfír á háskann einan. Þetta dæmi kennir okkur ann- að. Pétur yfírgaf samfélag sitt — hóp hinna í bátnum — til að flýja til Krists svona alveg prívat. Við þekkjum líka þetta „ég á mína trú fyrir mig“-viðhorf. „Eg þarf eki á samfélagi að halda. Trúin er einkamál." Þannigtrúði Pétur, þegar hann steig úr bátn- um og gekk af stað, svo fór hann að sökkva. Storminn og særótið lægði ekki fyrr en þeir vom báðir komnir um borð, Pétur og Krist- ur. Fyrr en allir vom sameinaðir í einum báti. Þá fyrst vora þeir öraggir. Þeir vom ekki endan- lega losaðir undan því að lenda í þrekraunum líkama og sálar, en þeir höfðu Krist með í för. Sameinað fólk í einum báti. Sameinað í Kristi, sem kemur gegnum hættur og neyð, til að vera með okkur og skapa hlé fyrir veðmm. Það er kristin kirkja og hún verður sí og æ að treysta leið- sögn Drottins til Hfhafnar. Gengi: 12. júní 1987: Kjarabréf 2,104 -Tekjubréf 1,181 - Markbréf 1,041 - Fjölþjóðabréf 1,030 Hjá Fjárfestingarfélaginu færðu þinn eigin ráðgjafa til aðstoðar 1 fjármálum þínum Heir, sem stofna fjármálareikning hjá Fjárfestingar- félaginu, fá sinn einkaráðgjafa sér til aðstoðar í fjármál- um, auk þess sem þeir fá fullan aðgang að allri þjónustu verðbréfamarkaðs Fjárfestingarfélagsins. Fjármálareikningurinn hentar sérstaklega vel fyrir þá, sem vilja fjárfesta í hlutabréfum og verðbréfum, svo og þeim sem eru að minnka við sig húsnæði og vilja fjár- festa mismuninn í verðbréfum. Heir sem stofna fjármálareikning hjá okkur njóta þjónustu varðandi kaup, sölu og umsýslu hvers konar verðbréfa, umsjón með innheimtu og greiðslum, t.d. af skuldabréfum og kaupsamningum, tekjur af verðbréfaeign sinni, - og síðast en ekki síst aðstoð við reglulegan sparnað. Njóttu ráðlegginga ráðgjafa Fjárfestingarfélagsins, hafðu samband við skrifstofu okkar og fáðu upplýsingar um nýja fjármálareikninginn. Gunnar Óskarsson Ráðgjafi Pétur Kristinsson Ráðgjafi Valur Blomsterberg Ráðgjafi FJARFESTINGARFEIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík (91) 28566

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.