Morgunblaðið - 14.06.1987, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
Texti og myndir: JÓN KR. GUNNARSSON
Það er hressandi tilbreyting að bregða sér á sjó-
inn í einn róður eða svo. Bæði er það hollt þeim
sem í landi vinna við kyrrsetustörf, líkamans
vegna, og eins til að kynna sér starfssvið og að-
stöðu þeirra sem á sjónum vinna.
Kjör sjómanna valda deilum og eru höfð að
bitbeini næstum því í byrjun hvers veiðitímabils.
Þá er vegið og metið hvað hver eigi að bera úr
býtum af sameiginlegum feng, sjómenn eða út-
gerð. En hvort sem sjómenn eru taldir bera of
mikið eða of lítið úr býtum, er hverjum „land-
krabba“ hollt að hafa í huga fjarvistir fiskimanns-
ins frá heimili sínu, reikulan vinnutíma og
líkamlega erfiða vinnu, sem framkvæma verður
oft við slæm skilyrði t.d. vegna illviðra. Fiskimað-
urinn verður því að neita sér um mörg þau
þægindi í daglegu lífi sem landmenn telja sjálf-
sögð.
Þeir, sem deila kjörum meðal
vinnuþega og veita fjármagni til
hinna mismunandi atvinnugreina
eða skipuleggja á einhvem hátt
hina ýmsu þætti atvinnulífsins,
þyrftu margir hverjir að hafa meiri
persónuleg kynni af atvinnuvegun-
um. Þá væru þeir betur í stakk
búnir. Þetta á ekki síst við að því
er varðar fískveiðamar. Sjávarút-
vegurinn er enn okkar megin
útflutnings-atvinnuvegur og því
undirstaða blómlegs menningarlífs
og góðra lífskjara allrar þjóðarinn-
ar.
Að þessu sinni var það þó ekki
bara eins konar kynnisferð þegar
farið var í róður upp úr miðnættinu
aðfaranótt 6. apnl með ms. Guð-
rúnu GK37. Ms. Guðrún er um 180
lesta stálskip byggt í Noregi fyrir
um 18 ámm, en í Noregi voru
mörg góð fískiskip byggð fyrir ís-
lendinga á þessum ámm. Skipstjóri
er Jón Gíslason, ættaður að vestan.
Hann er einn af eldri mönnunum í
stéttinni með margra ára reynslu
að baki. Eins og kunnugt er, em
margir farsælir skipstjórar að vest-
an.
Haldið var frá Hafnarfírði og
stefnan tekin vestur að Jökli.
Þorskanetin em í sjó á svæðinu
vestur af Malarrifí. Aflinn hefur
verið nokkuð góður dagana á undan
en þó misjafn eins og oft vill verða.
Klukkan er um 6 að morgni þeg-
ar komið er að Jöklinum og er þegar
tekið til við að draga netin. En nú
bregður svo við að aflinn er sára-
tregur og það er að heyra í talstöð-
inni að flestir á þessu svæði láti
lítið yfir afla. Hins vegar berast
fljótlega fréttir frá nokkmm bátum
á Breiðafírði þar sem eitthvað meira
er að fá úr sjónum.
Tíu trossur em í sjó en í hverri
trossu em fímmtán net. Skipstjór-
inn ákveður að flytja sex trossur
norður fyrir, á Breiðafjörðinn. Þeg-
ar komið er norður fyrir gefur
skipstjórinn sér góðan tíma til að
Ieita fyrir sér, og reynir með hjálp
dýptarmælisins að fínna lóðningar
Á veiðum
með þorskanet
sem gefí til kynna að fískur sé við
botninn. Allt tekur þetta nokkum
tíma. Loðnutorfur em á svæðinu,
sem koma fram á dýptarmælum,
og eins má sjá fuglinn hópa sig á
sjónum yfír torfunum. Háhyminga-
vöður em einnig á svæðinu. Það
þykir ætíð góður lífsvottur. Skip-
stjóramir undrast að ekki skuli
meiri fískur fylgja loðnunni.
Kannski er eitthvað af þorski upp
í sjó í loðnunni.
Loks em trossumar lagðar að
nýju á dreifðu svæði í norður frá
Gufuskálum. Aflinn er lítill að þessu
sinni og skipstjórinn ákveður að
fara ekki í land heldur bíða átekta
til morguns. Það er því látið reka
út af Rifi þar sem hægt er að drepa
tímann með því að horfa á sjón-
varpið. Enn skortir nokkuð á að
sjómenn eigi þess kost að horfa á
sjónvarpið hvar sem er á fískimið-
unum við landið. Það verður því að
færa sig til og láta reka þar sem
sjónvarpið sést þegar það skapast
tóm til frá veiðum eins og að þessu
sinni.
Klukkan er um sex að morgni
þegar byrjað er draga netin þann
7. apríl. Enn er besta veður eða
suð-austlæg átt, kaldi en bjart.
Aflinn er tregur í fyrstu netatross-
una en svo er það reytingur eins
og sjómennimir orða það. Skipstjór-
amir skiptast á fréttum í talstöðinni
og það er ljóst að aflabrögðin em
afar misjöfn.
Ef aflinn er mikill er það mikil
vinna að greiða fískinn úr netunum.
Netin em jafnóðum greidd og lögð
út í síðuna svo þau séu tilbúin til
að leggja aftur. Óll vinna um borð
gengur hratt og vel. Það virðast
vera röskir strákar um borð í ms.
Guðrúnu.
Mikil þróun hefur orðið við veiðar
í þorskanet eins og við flestar aðrar
fiskveiðar á undanfömum ámm.
Ekki þarf lengur að draga netin af
spilinu eins og áður. Spilið gerir það
sjálft en stýrimaðurinn stjómar
hraðanum og stöðvar spilið ef eitt-
hvað fer úrskeiðis. Hann stendur
við borðstokkinn og hagræðir jafn-
framt fískinum á rúllunni. Aður
þurfti mikið af netasteinum til að
halda netunum við botninn en nú
er kominn til sögunnar blýteinn sem
er ólíkt hentugri í meðfömm og
heldur auk þess netunum betur við
botninn. í staðinn fyrir allar gler-
kúlumar em komnir til sögunnar
plasthringir. Allt er þetta einnig
margfalt fyrirferðarminna og ör-
uggara. Þróunin er ör í fiskveiðun-
um.
Það glæðist nokkuð aflinn þegar
á daginn líður. Fiskurinn er blóðg-
aður jafnóðum. Flestir em sammála
um það að betur sé vandað til allr-
ar meðferðar á físki nú en gert var
fyrir nokkmm ámm.
Veðrið er enn sæmilega gott. En
veðurfræðingar em í verkfalli þessa
dagana eins og margir aðrir opin-
berir starfsmenn, svo veðurfréttir
frá veðurstofu em engar. Hins veg-
ar em tvö skip á veiðisvæðinu sem
fá veðurkort erlendis frá inn á sjálf-
ritandi tæki. Þessi veðurkort sýna
afstöðu hæða og lægða og sjómenn
átta sig á þróun veðra og vinda.
Veðurútlit er enn nokkuð gott og
engar krappar lægðir á leiðinni.
Miklar umræður fara fram í tal-
stöðinni um aflabrögð dagsins.
Flestir em einnig komnir með
farsíma og það auðveldar enn fjar-
skiptin og veitir aukið öryggi.
Flestir skipstjóramir virðast óán-
ægðir með aflabrögðin og hafa á
orði að flytja netin til og em því
að leita fyrir sér. Flesteir færa sig
norðar á BreiðaQarðarmiðunum.
En skipstjóramir em ekki að
gefa of miklar upplýsingar að svo
stöddu því það er að sjálfsögðu til-
hneiging til að Ieggja netin þétt þar
sem vel aflast og horfumar em
góðar. Skipin em mörg og sam-
keppnin hörð á fískimiðunum.
Skipstjórinn á ms. Guðrúnu, Jón
Gíslason, gefur sér góðan tíma til
að leggja netin á ný. Siglt er um
svæðið og reynt að fínna lóðningar
á dýptarmæli. Sjálfritandi dýptar-
mælirinn tifar í sífellu og þegar
dökkir bólstrar eða skuggar koma
í ljós niður við botninn vekur það
vonir um físk á svæðinu. Á þeim
slóðum sem lóðningar fínnast era
netin lögð þétt. Skipstjóramir koma
sér saman um að leggja netin í
svipaða stefnu svo að þeir leggi
síður hvor yfir annan. Allt gengur
þetta nokkuð skipulega fyrir sig. ,
Það er liðið á daginn og það frétt-
ist af nokkmm bátum sem hafa
fengið góðan afla. Þeir em flestir
gmnnt eða fast upp í landi. Það
em aðallega heimamenn á Snæ-
fellsnesi og sumir þeirra á minni
bátum og em því kannski djarfari
upp við landið.
Loks er búið að draga öll netin
og farið að, halla degi og nánast
komið myrkur þegar síðasta trossan
er lögð í hafið á ný. Sæmilegar lóðn-
ingar á dýptarmælinn gefa góðar
vonir um betri afla í næsta róðri.
Klukkan er orðin um átta þegar
haldið er til hafnar til löndunar.
Það er um sex stunda sigling til
Hafnarfjarðar. Löndunin gengur
greitt og það er ekki til setunnar
boðið. Það er haldið í róður á ný
um leið og fískinum hefur verið
landað á vömbíl og kosturinn til
næstu daga hefur verið tekinn um
borð.
„Landkrabbinn" sem þetta ritar
stendur einn eftir á bryggjunni með
ýsu og lúðu í plastpoka. En glað-
værir sjómennimir á ms. Guðrúnu
leysa landfestar og leggja í ’ann
enn á ný.
Höfundur er framkvæmdastjórí í
Hafnarfirði.
í