Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 31

Morgunblaðið - 14.06.1987, Page 31
Hann uppgötvaði Fijieyjar fyrir 20 árum. Þar stundar hann kaup- sýslu og á stóran hlut í dagblaðinu Fiji Sun. „Fólk sagði við mig: Af hveiju ætlar þú að fara frá siðmennt- uðum heimi eins og þessum til staðar eins og Fijieyja? Eg sagði: Ég er að fara á mun siðmenntaðri stað. Og það er satt. Ég var ekki að fara frá einhverju, ég var að fara til ein- hvers. Ég hef sagt það mörgum sinnum að það eru til baðstrendur og pálmatré um allan heim en það fer eftir því hveijir byggja þessa heimshluta hvort þeir séu eftirsókn- arverðir. Fyrir mig eru Fijieyjar einn af þessum stöðum og Portúgal ann- ar. Tvö frábær lönd. Vegna fólks- ins.“ Burr á eignir á Azoreyjum og búgarð í N-Kalífomíu þar sem hann býr þegar hann er ekki að vinna. En það kom allt saman eftir Perry Mason. Aður en lögfræðingurinn knái kom til sögunnar hafði Burr lifað til fulls og ekki sársaukalaust. Hann byijaði að leika á sviði í New York og var vinsæll í útvarpi en fór svo útí kvikmyndimar, venjulegast í hlutverki skúrksins. Eftirminnileg- ar myndir sem hann lék í em: A Cry in the Night, Rear Window og Crime of Passion. Einkalíf hans var sorglegt og hann vill ekki tala um það. Fyrsta eiginkonan hans lést í flugslysi árið 1943, annað hjónaband endaði með skilnaði árið 1947 og þriðja konan hans lést úr krabba- meini árið 1955. Hann átti eitt bam, strák, sem lést úr hvítblæði. Þegar Perry Mason knúði dyra hjá honum árið 1957 sökkti Burr sér í sjónvarpsþættina. í þá daga vom gerðir 39 þættir á sýningartímabili (núna em venjulegast gerðir 22) og sem titilleikari var Burr í næstum því hveiju einasta atriði. Hann bjó í upptökuverinu. „Sem betur fer var ég ekki giftur og ég var ekki for- eldri,“ segir hann. „Ég hefði verið versta foreldri í heimi og skilið mjög fljótlega. Ég bjó í upptökuverinu sex daga vikunnar í níu ár. Mig langaði til að auglýsa viðvömn til leikara: Ekki leika titilhlutverk. Þú drepur þig á því. Þetta fer allt eftir fjöl- skyldunni, ástarlífinu, lífi í föstum skorðum. Ef þú hefur enga þörf fyr- ir þessa hluti skaltu leika í sjónvarps- þáttum. En ef þú þarft á þessu að halda skaltu ekki vinna í sjónvarpi. Aldrei. Ef þú átt fjölskyldu muntu sundra henni. Eða sjónvarpsþættim- ir ná aldrei á toppinn. Það er aðeins um eitt að velja. Þetta fer aldrei saman." En samt, eftir níu ár sem Perry Mason, smeygði Burr sér í annað titilhlutverk ári síðar í Ironside og lék það í átta ár. En í þetta sinn var hann einnig meðframleiðandi og sá um að meðleikarar sínir (Don Galloway og Barbara Anderson) væm mikið á skjánum líka. Hann eyddi aldrei nótt í upptökuverinu en hann leyfði sér að breyta ýmsu. „Þegar ég sá handritið fyrst fannst mér hugmyndin hræðileg. Það var eins og sambland af Batman og ein- hveiju. Ironside átti sendiferðabíl með innbyggðri glæparannsóknar- stofu og hjólastóllinn hans var hlaðinn vopnum. Það tók tíma að gera söguna manneskjulegri." Burr hafnaði í mörg ár þeirri til- lögu að endurlífga Perry Mason af því að það var alltaf gert ráð fyrir klukkustundarlöngum þáttum sem sýndir yrðu einu sinni í viku. „Ég hafði engan áhuga á að gera viku- lega þætti en ég sagðist mundu vera til í sjónvarpsmynd. Framleiðend- umir Fred Silverman og Dean Hargrove komu með þessa hugmynd að gera nokkrar sjónvarpsmyndir og ég sagðist mundu slá til ef þeir fengju Barböm Hale til að endurtaka sína mllu (hún lék Dellu Street, einkaritara Masons). Burr er ánægður með að sjón- varpsmyndimar gefi svolítið rými fyrir kímni, nokkuð sem uppmna- legu þættina skorti. „Earle Stanley Gardner (sem skrifaði skáldsögumar um Mason) og kona hans höfðu frá- bæra kímnigáfu en ekki framleið- endumir okkar svo það fór lítið fyrir skopskyninu hjá Mason. Það verður öðmvísi í þetta sinn.“ Þýtt og endursagt: -ai. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 Of? 31 ■ ■ KVÖLDÚTVARP: Rás 2 er ódýr og höfðartil flestra ald- urshópa. Rásin býður uppá vandaða kvöld- dagskrá sem nær um land allt. Frá 19-24er verðið 140 kr. fyrir sekúnduna. NÆTuRinVARP: Rás 2 I loftinu allan IQal sólarhringinn um wiw ^ I 14. 1»«^ k i — - x: i allt land. Nær til vinnandi fólks, fólks f frii, fólks við skemmtun og fólks á ferð. Frá 24—7 er verðið 70 kr. fyrir sekúnduna. /■f'fV RÍKISÚTVARPIÐ AUGLÝSING ADEILD SÍMI 693060 HIDKKVRMR ÞRJAR ÁRlsm é !t k>iinir iiyja tíma og ný verð á leiknum augtýsingum M0RGUN- 0G SÍÐDEGISÚTVARP: Rás 2 nær til fólks afflR við leik og störf um land allt. Rásin heyr- ist í sumarbústaðnum, tjald- inu og bilnum. Frá 7—19 er verðiö 225 kr. fyrir sekúnduna. ÖRKIN/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.