Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBÍAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
41
Drengjakór Ham-
borgar a
DRENGJAKÓR kirkju hins heil-
aga Nikulásar í Hamborg kemur
til landsins á sunnudaginn. Kór-
inn kemur hingað á vegum
söngmálasljóra þjóðkirkjunnar
og ætlar að halda tónleika hér í
Reykjavík, á Norður- og Austur-
landi, svo og á Eyrarbakka og í
Skálholti.
Verkefnaskrá kórsins er viðamik-
il svo og verkefnasviðið. Sem dæmi
um það má nefna árlegan flutning
á einhveijum af stærri kórverkum
Bachs — jólaóratoríu ájólum, passíu
um páskaleyti o.s.frv. Af verkum
sem kórinn hefur flutt eftir nútíma-
tónskáld, má geta bæheimskrar
hirðmessu eftir Ryba og Lúkasar-
messu Pendereckis.
Stjómandi kórsins er Ekkehard
Richter, þekktur organleikari í
Þýskalandi. Hann kemur nú í þriðja
sinn með kór til íslands. Síðast var
hann hér á ferð fyrir þremur ámm
með Kammerkór Nikulásarkirkj-
unnar í Hamborg og hélt sá kór
þá tónleika í Háteigskirkju hér í
Reykjavík og fékk mjög góða dóma.
Hamburger Knabenchor heldur
sína fyrstu tónleika í þessari ís-
landsferð í Hallgrímskirkju í
Reykjavík mánudaginn 15. júní og
hefjast þeir kl. 20.30. 17. júní syng-
ur svo kórinn í Akureyrarkirkju.
Þaðan liggur leiðin austur í Skúla-
garð í Kelduhverfi og verða tónleik-
ar þar fimmtudaginn 18. júní.
Laugardaginn 20. júní syngur kór-
Islandi
inn í Egilsstaðakirkju. Þriðjudaginn
23. júní verður svo sungið í kirkj-
unni á Eyrarbakka. Síðustu tónleik-
ar kórsins verða haldnir í Skálholti
miðvikudaginn 24. júní, á árlegu
námskeiði sem þar stendur þá yfir
og söngmálastjóri heldur fyrir org-
anista og_ söngfólk í kirkjum
landsins. A verkefnaskrá kórsins
að þessu sinni eru verk eftir Moz-
art, Schutz, Mendelssohn, Bach o.fl.
(Úr frétt&tilkynningu.)
Drengjakór kirkju hins heilaga Nikulásar í Hamborg.
<7\
Nýsíma-
skrátek-
ur gildi
lö.júní
SÍMASKRÁIN 1987 verður af-
hent símnotendum á póst- og
simstöðvum um land allt næstu
daga gegn framvisun sérstakra
afhendingarseðla, sem póstlagð-
ir hafa verið, og er afhending
þegar hafin, segir í frétt frá
Pósti & síma.
Upplag símaskrárinnar að þessu
sinni er um 137 þúsund eintök.
Brot skrárinnar er óbreytt frá því
sem verið hefur undanfarin ár, en
blaðsíðutalið eykst um 48 síður frá
því í fyrra og er nú 768 síður.
I skránni nú birtast mun fleiri
götukort af stærri kaupstöðum og
bæjum en áður, bæði vegna óska
frá einstaka sveitarstjómum og já-
kvæðra undirtekta almennings við
þeim.
Stafrófsröð nýju símaskrárinnar
er nú frábrugðin því sem verið hef-
ur. Breytingin felst í því að allir
íslenskir stafir eru jafngildir, þann-
ig að beitt er sérröðunarreglu og
gerður greinarmunur á grönnum
og breiðum sérhljóðum, t.d. a og á
og e og é. Nánari skýringar em á
stafrófsröðuninni á bls. 27 í skránni.
Skrá yfir farsíma, bæði hand-
virka og sjálfvirka, samtals um
2.600, eru nú á bls. 656—664 eða
fyrir aftan almennu símaskrána og
skrá um bæi í sveitum sem hafa
AHYGGJUNUM
taktu Ferðatryggingu
Almemira...
Það er vissulega nauðsyn að undirbúa sig vel fyrir ferðalagið.
En er ekki ráð að gera það á sem einfaldastan hátt? Þú færð þér
Ferðatrygginguna frá Almennum - og léttir af þér áhyggjunum!
Ferðatrygging Almennra er hagkvæm og víðtæk heildarlausn fyrir
þig og þína. Hún er ferðaslysa-, sjúkra-, ferðarofs- og farangurs-
trygging og veitir aðgang að SOS neyðarþjónustunni, <
sem eykur enn frekar á öryggið. I
!c
*
5
...og njóttu ferðarinnar!
síma, en þeir eru á 6. þúsund tals-
ins.
Nýja símaskráin tekur gildi 15.
júní nk. að öðru leyti en því, að
fyrirhugaðar númerabreytingar á
svæðum 92, 93 og 97 verða síðar
en hafði verið ákveðið, sjá nánar í
auglýsingum í dagblöðunum.
Með aðalskránni eru gefnar út
sérstakar svæðaskrár eins og á
síðasta ári og verða þær til sölu á
póst- og símstöðvum um leið og
afhending símaskrárinnar fer fram.