Morgunblaðið - 14.06.1987, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.06.1987, Qupperneq 41
MORGUNBÍAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 41 Drengjakór Ham- borgar a DRENGJAKÓR kirkju hins heil- aga Nikulásar í Hamborg kemur til landsins á sunnudaginn. Kór- inn kemur hingað á vegum söngmálasljóra þjóðkirkjunnar og ætlar að halda tónleika hér í Reykjavík, á Norður- og Austur- landi, svo og á Eyrarbakka og í Skálholti. Verkefnaskrá kórsins er viðamik- il svo og verkefnasviðið. Sem dæmi um það má nefna árlegan flutning á einhveijum af stærri kórverkum Bachs — jólaóratoríu ájólum, passíu um páskaleyti o.s.frv. Af verkum sem kórinn hefur flutt eftir nútíma- tónskáld, má geta bæheimskrar hirðmessu eftir Ryba og Lúkasar- messu Pendereckis. Stjómandi kórsins er Ekkehard Richter, þekktur organleikari í Þýskalandi. Hann kemur nú í þriðja sinn með kór til íslands. Síðast var hann hér á ferð fyrir þremur ámm með Kammerkór Nikulásarkirkj- unnar í Hamborg og hélt sá kór þá tónleika í Háteigskirkju hér í Reykjavík og fékk mjög góða dóma. Hamburger Knabenchor heldur sína fyrstu tónleika í þessari ís- landsferð í Hallgrímskirkju í Reykjavík mánudaginn 15. júní og hefjast þeir kl. 20.30. 17. júní syng- ur svo kórinn í Akureyrarkirkju. Þaðan liggur leiðin austur í Skúla- garð í Kelduhverfi og verða tónleik- ar þar fimmtudaginn 18. júní. Laugardaginn 20. júní syngur kór- Islandi inn í Egilsstaðakirkju. Þriðjudaginn 23. júní verður svo sungið í kirkj- unni á Eyrarbakka. Síðustu tónleik- ar kórsins verða haldnir í Skálholti miðvikudaginn 24. júní, á árlegu námskeiði sem þar stendur þá yfir og söngmálastjóri heldur fyrir org- anista og_ söngfólk í kirkjum landsins. A verkefnaskrá kórsins að þessu sinni eru verk eftir Moz- art, Schutz, Mendelssohn, Bach o.fl. (Úr frétt&tilkynningu.) Drengjakór kirkju hins heilaga Nikulásar í Hamborg. <7\ Nýsíma- skrátek- ur gildi lö.júní SÍMASKRÁIN 1987 verður af- hent símnotendum á póst- og simstöðvum um land allt næstu daga gegn framvisun sérstakra afhendingarseðla, sem póstlagð- ir hafa verið, og er afhending þegar hafin, segir í frétt frá Pósti & síma. Upplag símaskrárinnar að þessu sinni er um 137 þúsund eintök. Brot skrárinnar er óbreytt frá því sem verið hefur undanfarin ár, en blaðsíðutalið eykst um 48 síður frá því í fyrra og er nú 768 síður. I skránni nú birtast mun fleiri götukort af stærri kaupstöðum og bæjum en áður, bæði vegna óska frá einstaka sveitarstjómum og já- kvæðra undirtekta almennings við þeim. Stafrófsröð nýju símaskrárinnar er nú frábrugðin því sem verið hef- ur. Breytingin felst í því að allir íslenskir stafir eru jafngildir, þann- ig að beitt er sérröðunarreglu og gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum, t.d. a og á og e og é. Nánari skýringar em á stafrófsröðuninni á bls. 27 í skránni. Skrá yfir farsíma, bæði hand- virka og sjálfvirka, samtals um 2.600, eru nú á bls. 656—664 eða fyrir aftan almennu símaskrána og skrá um bæi í sveitum sem hafa AHYGGJUNUM taktu Ferðatryggingu Almemira... Það er vissulega nauðsyn að undirbúa sig vel fyrir ferðalagið. En er ekki ráð að gera það á sem einfaldastan hátt? Þú færð þér Ferðatrygginguna frá Almennum - og léttir af þér áhyggjunum! Ferðatrygging Almennra er hagkvæm og víðtæk heildarlausn fyrir þig og þína. Hún er ferðaslysa-, sjúkra-, ferðarofs- og farangurs- trygging og veitir aðgang að SOS neyðarþjónustunni, < sem eykur enn frekar á öryggið. I !c * 5 ...og njóttu ferðarinnar! síma, en þeir eru á 6. þúsund tals- ins. Nýja símaskráin tekur gildi 15. júní nk. að öðru leyti en því, að fyrirhugaðar númerabreytingar á svæðum 92, 93 og 97 verða síðar en hafði verið ákveðið, sjá nánar í auglýsingum í dagblöðunum. Með aðalskránni eru gefnar út sérstakar svæðaskrár eins og á síðasta ári og verða þær til sölu á póst- og símstöðvum um leið og afhending símaskrárinnar fer fram.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.