Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 59 i Sinfóníimni vel fagnað Hnfn Hnmnfip/li Höfn, Horaafirði. Sinfóníuhljómsveit íslands ferðaðist um Austurland á dögunum og hélt tónleika á 7 stöðum. Stjómandi í ferðinni var Páll P. Páls- son og einleikari Erling Blöndal Bengtson. Karlakórinn Jökull úr Hornafirði söng með hljómsveitinni á tónleikunum á Egilsstöðum, Neskaupstað og Höfn í Hornafirði. Hljómleikaferðinni lauk með tón- góður andi ríkti. Mér þótti vænt leikum í þróttahúsinu á Höfn. Fjölmenni var á tónleikunum og listafólkinu geysivel tekið. Tónleikamir hófust með leik sin- fóníuhljómsveitarinnar og síðan kom Erling Blöndal Bengtson og lék einleik með hljómsveitinni. Var listamanninum ákaft fagnað og slapp ekki fyrr en hann hafði leikið 2 aukalög. Kunnu áheyrendur greinilega að meta þessa heimsókn. Eftir hlé bættist Karlakórinn Jökull á sviðið og söng 3 lög með hljóm- sveitinni. í lokin var allt listafólkið ákaft hyllt og margoft klappað upp og því færðar gjafir og blóm frá heima- mönnum. Eftir tónleikana á Höfn náði blaðamaður tali af þeim Páli P. Pálssyni, stjórnanda hljómsveitar- innar, Emi Amarsyni, formanni karlakórsins, Sigjóni Bjamsyni, stjómanda kórsins, og Guðlaugu Hestens, undirleikara kórsins, og spurði þau um ferðalagið og tónleik- ana. Páll P. Pálsson: Það var mjög skemmtilegt að starfa með þessum áhugamönnum. Ég er vanur því. Fyrst þegar ég kom til íslands starf- aði ég með Karlakómum Þresti í Hafnarfirði og síðan með Karlakór Reykjavíkur, en það var sérstaklega gaman að fara hingað út á land og vinna með þessum góðu mönnum í Karlakómum Jökli. Eg kom hing- að fyrir þrem vikum og við vorum að æfa saman og þá kom strax fram að við vomm dús og mjög m m . : mm um að fá að taka þátt í þessu. Ferðin hefur verið mjög skemmtileg, að vísu aðsókn dálítið misjöfn, langmest hér í Höfn, og sérstaklega var gaman að hafa svona frægan mann eins og Erling Blöndal Bengtson með í ferðinni, svona frábæran listamann. Undirtektir hafa verið mjög góð- ar alls staðar, en þetta var toppur- inn héma. Ég man bara ekki eftir að hafa fengið svona miklar undir- tektir, það er alveg dásamlegt og ég er mjög ánægður með þetta allt Morgunblaðið/Albort Eymundsson Sinfóníuhljómsveit íslands og Karlakórinn Jökull á tónleikunum á Höfn í Hornafirði.Á innfelldu myndinni tekur Páll P. Pálsson við fána úr höndum Arnar Arnarson, formanns Karlakórsins Jökuls. Siguijón Bjarnason, stjórnandi Karlakórsins, Guðlaug Hestnes, undir- leikari og Om Arnarson, formaður karlakórsins. saman. Frammistaða strákanna í kómum var prýðileg og ég heyrði að fólk hafði gaman af þessu. Öm Arnarson, formaður Karlakórsins Jökuls: Að syngja með sinfóníuhljómsveitinni fyrir svona áhugamannalið er alveg ólýs- anlegt. Öll ferðin frá upphafi til enda er búin að ganga mjög vel og framar öllum vonum. Við karlakórs- félagamir emm sérstaklega þakk- látir fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu. Siguijón Bjarnason, stjórnandi karlakórsins: Þetta er mikil upplif- un fyrir okkur í kómum og nánast vítamínsprauta á alla félaganna'og við höfðum aldrei ímyndað okkur að eiga eftir að upplifa þetta, það er ólýsanlegt. Guðlaug Hestnes, undirleikari karlakórsins: Mér fannst þetta stórkostlegt og strákamir í kómum stóðu sig eins og hetjur. Þeir em búnir að leggja hart að sér til að gera þetta vel. Tónleikamir í heild vom góðir og Erling Blöndal alveg sérstakur. Hljómburður í húsinu er bara nokkuð góður og ég get ekki betur séð en við eigum að nýta þetta meira í þágu tónlistarinnar og það var gaman að sjá hvað margt fólk var hér. - AE. Höfn Hornafirði: Aðalumboðið hf. Vatnsmýrarvegi 25, sími 621738 Eigum til fyrirliggjandi: Wageneer LTD Grand 1987 m/öllu og Cherokee Lorcelo 1987 m/öllu: Sjálfsk., 6 cyl, 41 vél, litað gler, álfelgur, raf- drifnar rúður, rafdrifin sæti, 5 dyra , 6 Jensen-hátalarar, útvarp og segulband, fjar- stýrður hurðaopnari, veltistýri, sjálfvirkur hraðastillir, sentrallæsingar, leðurklædd sæti, loftkæling, toppgrind, sóllúga. Selec Trac þró- aðasta fjórhjóladrifið. Tvivirkir gasdemparar í öllum bílum. P.s. Athugið, þetta eru bílarnir sem um- boðið gat ekki útvegað. Verð Wagoneer LTD: kr. 1550 þús. Verð Cherokee Lorcelo: kr. 1440 þús. ■ a- i« t»i.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.