Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B fltagtmiHaMfe 155.tbl.75.árg. Bretland: Verðbólgu- hraði eykst lítillega St Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frfmannssyní, f réttarítara Morgunblaðsins. VERÐBÓLGA síðustu tólf mán- uðina reyndist vera 4,2%, þegar hún var mæld í júnímánuði, 0,1% hærri en í mánuðinum á undan. Ríkisstjórnin býst við, að verð- bólgan hækki í 4,5%, en verði undir 4% á þessu ári í heild. Matvara lækkaði í verði í síðasta mánuði, en verð á bílum hækkaði. Húsnæðiskostnaður lækkaði vegna þess að vextir á húsnæðislánum lækkuðu. Norman Fowler atvinnumálaráð- herra sagði, að þessar tölur væru í fullu samræmi við spá fjármála- ráðuneytisins um, að verðbólgan yrði undir 4% í lok ársins. Þessar tölur voru heldur betri en búist var við í fjármálaheiminum, og pundið styrktist á alþjóðlegum fjármagns- mörkuðum. Ríkisstjórnin býst fastlega við, að styrkur pundsins komi fram í lækkuðu verði á erlend- um vörum síðar á árinu. Sprengjuhót- anir í Kaup- mannahöfn Kaupmannahofn, Reuter. Verslunareigendur f Kaup- mannahöfn voru á varðbergi í gær en þá hafðí því verið hótað í nafnlausu bréfi, að sprengjum yrði komið fyrir i verslunum vfða um borgina. í fyrradag sprungu fimm sprengjur f kjallara sjukra- húss í Glostrup. Skömmu eftir að sprengingarnar urðu í Glostrup barst lögreglunni bréf á slæmri ensku þar sem sagði, að fimm manna hópur stæði á bak við sprengingarnar. Hefði hann hvorki trúmál né pólitík að leiðar- ljósi heldur krefðist þess að fá í hendurnar 16 milljónir danskra króna. Að öðrum kosti yrði sprengj- um komið fyrir í verslunum vítt og breitt um Kaupmannahöfh. Fylgdi það með, að nánari fyrirmæli um afhendingu fjárins kæmu síðar. Spréngjurnar, sem sprungu í sjúkrahúsinu í Glostrup, voru gerð- ar úr rörbútum, sem fylltir höfðu verið sprengiefni, og sprengdar með fjarstýringu. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 12. JULI 1987 P*-entsmiðja Morgunblaðsins Heimalningar á Hæðum íSkaftafelli Morgunblaðið/Benedikt Stefánsson VIÐ GÖMLU smiðjuna á Hæðum f Skaftafelli voru heimalningarnir að snudda f reka og aflögðum tækjum. í stað þess að styggjast við brambolt Morgunblaðsmannsins sem rauf morgunkyrrðina afréðu löinbin að skoða gestinn betur. Bandarískir embættismenn: Sovétstjórnin tefur afvopnunarviðræður í von um eftirgjöf af hálf u vestrænna ríkja Washington, Reuter. Bandarfkjastjórn telur, að Sov- étmenn séu visvitandi farnir að tefja afvopnunarviðræðurnar f von um að fá vestræn ríki til að gefa ýmislegt eftir gagnvart þeim í væntanlegum samningum. Er þetta haft eftir bandarískum embættismönnum. Bandaríkjamenn eru farnir að ókyrrast vegna þessarar nýju af- Miklar óeirðir og handtökur í Panama Panama ('itv. Reuter. ÓEIRÐALÓGREGLA handtók yfir 100 manns og særði a.ni.k. tíu í hörkuátökum, sem urðu víða á götum Panamaborgar í gær, þegar verið var að mótmæla áframhaldandi setu Manuels An- tonio Noriega hershöfðingja á valdastóli. Þeir, sem særðust, urðu fyrir skotum, þegar hermenn skutu af haglabyssum inn í mótmælenda- skarann. Þar á meðal var banda- rískur blaðamaður, Geoffrey Biddulph, sem særðist á eyra og brjósti. Einnig særðist panamskur sjónvarpsmaður, sem var við störf sin. Heimildarmenn innan hersins töldu, að yfir 100 manns hefðu verið handteknir. Noriega sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi, að mótmælin væru að undirlagi fá- menns minnihlutahóps, í mesta lagi um 5.000 manna, og lagði til, að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um það, hvort hann ætti að gegna áfram leiðtogastarfinu. Stjórnvöld í Washington hafa gagnrýnt Noriega óvægið undan- farnar vikur og krafist þess, að lýðræði verði þegar endurreist í Panama. stöðu Sovétmanna en hún hefur verið að koma í ljós á síðustu tveim- ur vikum. Charles Redman, tals- maður utanríkisráðuneytisins, segir, að Sovétstjórnin fari nú und- an í flæmingi þegar minnst er á fyrirhugaðan fund utanríkisráð- herranna, Eduards Shevardnadze og Georges Shultz, og í viðræðun- um í Genf gengur hvorki né rekur. Bandarískir embættismenn telja, að Sovétmenn hafi ákveðið að tefja fyrir framgangi afvopnunarvið- ræðnanna í því skyni að neyða vestræn ríki til nýrrar eftirgjafar, einkum hvað varðar 72 Pershing lA-flaugar, sem Vestur-Þjóðverjar eiga. Stórveldin hafa orðið sammála um að eyða öllum skammdrægum og meðaldrægum eldflaugum í Evr- ópu en Bandaríkjastjórn hefur lagt til, að þessum eldflaugum verði eytt um allan heim. Ekki bólar á svari Sovétmanna við þeirri tillögu. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta er umhugað um að komast að samningum um afvopnunarmálin áður en kjörtímabili hans lýkur en til þess þurfa þeir að vera komnir fyrir öldungadeildina snemma næsta árs, áður en kosningabarátt- an hefst fyrir alvöru. „Þeir eru vissir um, að því lengur sem þeir tefja viðræðurnar, því meira gefum við eftir," sagði bandarískur emb- ættismaður. Átöká N-írlandi Portadown, Reuter. TIL átaka kom f Portadown á Norður-írlandi í gær þegar mót- mælendur réðust á fjóra lög- reglumenn. Mótmælendur á Norður-Irlandi hafa að undanförnu komið saman til að minnast sigursins yfir kaþó- likkum á 17. öld en hámarki ná hátíðahöldin í dag, 12. júlí, og hef- ur lögreglan mikinn viðbúnað af þeim sökum. I gær réðust nokkrir mótmælendur að lögreglumönnum með bensínsprengjukasti og urðu fjórir þeirra fyrir meiðslum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.