Morgunblaðið - 12.07.1987, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 12.07.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 9 HUGVEKJA Heilindi, líf og friður eftir sr. JÓN RAGNARSSON Þegar við ræðum um miskunn- semina, sanngirnina og það að vera samkvæmur sjálfum sér gagnvart Guði og meðbróðurnum, þá erum við að tala um heilindi. Gagnkvæm og heil tiltrú skiptir miklu í mannlegum sökum og öllu samlífi manna, persónulegu og félagslegu. Hvort sem um er að ræða einstaklinga, eða menning- arheildir. Heilindi eru ekki á hveiju strái, þegar við svipumst um í heiminum í dag. Heimurinn, sem við þekkj- um, er undarlega klofinn. Hann er klofinn í austur og vestur og „þriðja heiminn“ auk allra ann- arra flísa, sem fyrst og fremst eru hugarfarslegar. Það eru reistir illkleifir garðar tortryggni á ímynduðum mörkum og þeim rækilega viðhaldið. Rússagrýlan er okkur allvel kunn og ekki er frýnilegri sú Kanagrýla, sem haldið er að íbú- um austan tjalds. Fólk er samt fólk, hvorum meg- in hryggjar sem það liggur í pólitísku deilingardæmi heimsins. Það á sínar tilfinningar, þrár, gleði og sorgir. Það vill fá frið til að lifa lífí sínu og njóta hamingju sinnar. Þeim friði er ærið oft spillt af markvissum áróðri, sem elur á tortryggni milli þjóða, sem eiga í raun ekkert sökótt hver við aðra, en standa varnarlausar and- spænis þessari viðleitni til mótunar hugarfarsins. Því er ekki svo farið, að þjóðir heims standi gráar fyrir jámum, hver frammi fyrir annarri og bíði óþreyjufullar eftir skipun um að leggja út í heilagt stríð. Þjóðir heims vilja frið. — Frið til að iðka óþvinguð samskipti og til að minnka bilið milli ríkra þjóða og snauðra, í ábyrgu bróðemi lausar við ágang og tortryggni. Þjóðir heims standa þess í stað felmtri slegnar frammi fyrir yfír- þyrmandi tortímingarmætti kjamorkuvopnanna. Þjóðir heims mæna einlægum vonaraugum til allrar sannrar viðleitni sem miðar að því, að útrýma þeim ógnvaldi. Það er knýjandi mál. Hefur verið það frá því í Hirosima árið 1945. Þetta er ekki einkamál ráða- manna í ríkisstjórnum og heijum. Þetta varðar alla lifandi menn — og allt, sem lífsanda dregur. Það er háskalegt, að stjómend- ur örfárra ríkja, þótt máttug séu, geti í einni svipan splundrað ver- öldinni og lokið mannkynssög- unni. Við vitum að henni hlýtur að ljúka einhvem tímann, en það var ekki okkar ákvörðun, sem réð upphafi hennar og það á ekki að vera okkar ákvörðun, hvenær henni lýkur. Ógnin, sem stafar af vígbúnaðinum, beinist ekki frá einni þjóð til annarrar, þegar nán- ar er skoðað. Hún beinist gegn mannkyni. Gegn tegundinni Homo Sapiens og lífríkinu, sem hún er hluti af. I4.sd.e.Trin Lk.6:36-42 Kristin kirkja á erindi að reka í þessum aðstæðum. Hún er í heiminum til að ganga erinda Guðs meðal mannanna og hún vill lúta fomstu Krists í því verki. Sá maður, sem tekur mark á Kristi, treystir honum til að leiða mannkyn til friðar og hann treyst- ir jafnframt því fyrirheiti Guðs, að hann stofni ríki sitt á jörð og að þar eigi mannkyn framtíð sína. Kristinn maður gengur ekki með þann bjálka í auga, að allir menn aðrir sitji á svikráðum við hann og því sé nauðsynlegt að brynja sig gegn náunganum. Kristinn maður fínnur, hve falskur friður það er, sem styðst við kerfi gereyðingarvopna. Kristinn hugsunarháttur er bjargráð í þeim ógöngum, sem við höfum ratað í. Hann boðar tiltrú manna og þjóða í milli, vegna þess að Guð er með okkur og hann hefur gefið fyrirheit um líf." Fyrirheit, sem treysta má og sem elur okkur upp í trúnaði og kær- leika, eindrægni og heilindum milli manna í stað tortryggni og haturs. Það er hlutverk kirkjunnar, að hlusta eftir Guðs orði. Leggja rækt við það og koma því til skila hjá mannkyni á jörð. Kirkjan á að reka „áróður" fyr- ir málstað Krists og gegn þeim vonleysisskugga, sem morðtólin varpa yfir jörðina Kirkjan veit, að Guð lifir — að hann skapar heiminn og gefur líf í þeirri framtíð, sem ógnað er af misgerðum okkar mannanna. Það er í trausti þess, sem við berum börn fram til skírnar, svo að þau megi læra að þekkja líf og sannleika og frið Guðs í Jesú Kristi. MIÐBORG^ Skeifunni 17 (Ford-húsinu) 3. hæð. Sími: 688100 Opið virka daga frá kl. 9.00-18.00 Sunnudaga frá kl. 13.00-16.00 Járnháls 4000 fm, iðnaðar-, verslunar- eða verksmiðjuhúsnæði í byggingu. Afhendist á mismunandi byggingarstigum. Upplýsingar á skrifstofunni. Sölum. Þorsteinn Snædal, lögm. Róbért Árni Hreiðarsson hdl. , V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Húseign óskast Vil kaupa húseign með tveimur íbúðum. Æskileg staðsetning: Vesturborgin. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 20. júlí merktar: „H — 5181“. 3 1 Góðan daginn! $ Gengi: 10. júlí 1987: Kjarabréf 2,158 - Tekjubréf 1,174 - Markbréf 1,076 - Fjölþjóðabréf 1,030 ÞAÐ SKILAR HAGNAÐI AÐ ÞIGGJA RÁÐ SÉRFRÆÐINGA FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS ÞÚ GETUR TREYST PEIM FYRIR SPARIFÉ ÞÍNU: ÞÚ FÆRÐ EINKARÁÐGJAFA ÞÉR TIL AÐSTOÐAR HVAÐ KEMUR SÉR VEL FYRIR ÞIG? Ráögjafar Fjárfestingarfélagsins eru þrautreyndir á verðbréfa- markaðinum.Þeir gæta þess að þú fáir hámarks ávöxtun af sparifé þínu. Upphæðin skiptir ekki höfuðmáli. Þú getur fjárfest í mörgum tegund- um verðbréfa og byrjað smátt eða stórt. Allt eftir því hvað fjárhagur þinn leyfir. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að finna hentugustu leiðina til að spara og hagnast í fjármálum þínum. Það margborgar sig fyrir þig að koma og ræða við okkur á skrifstofunni í Hafnarstræti 7, Reykjavík. Við, ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins, bjóðum ykkur velkomin. Þú færð svarið þegar þú kemur og ræðir við ráðgjafa okkar. Þér til glöggvunar koma nokkur dæmi um leiðir til úrlausnar. Kjarabréf eru einföld og þægileg til ávöxtunar og söfnunar á sparifé. Þú getur byrjað með rúmar 1000 krónur til kaupa á Kjarabréfum. Tekjubréf eru hagstæð þegar þú vilt fá greiddar reglulega tekjur af sparifé þínu. Markbréf eru fjárfesting í viðskiptakröfum og skuldabréfum - aðallega til skamms tíma. Fjölþjóðabréf þegar þú vilt fjárfesta í innlendum og erlendum hluta- bréfum. Fjármálareikningurinn er sérlega hagstæður þegar þú ætlar að ávaxta stærri fjárhæðir með fjölþættum verðbréfaviðskiptum. Þjónustuþættir eru fleiri s.s. innheimtu-, tekju- og sparnaðarþjónusta. Anna Heiðdal Kolbrún Kolbeinsdóttir Pétur Kristinsson Rósa E. Helgadóttir Valur Blomsterberg FJÁRFESriNGARFÉlAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík O (91) 28566 Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegtgengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa ogTekjubréfa VIS.VS0

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.