Morgunblaðið - 12.07.1987, Qupperneq 20
20
4-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUU 1987
Börn í Eyjum læra réttu handtökin við sprang og bjargsig:
Jr
Með bros á vör, hangandi og
svífandi á annarri hendi. Ekkert
mál fyrir Frey Valsson, sem er
einn sá alkaldasti, leiknasti og
fimasti um þessar mundir.
Legg höfuðáherslu
á að vara þau við
öllu sem heitir príi
Sigrún Grétarsdóttir 12 ára:
Ofsalega
gaman að síga
Vestmannaoyjum.
Stelpurnar í Eyjum eru ekki
síður leiknar við sprangið
og bjargsigið en peyjarnir.
Á námskeiðinu hjá Súlla
voru fjölmargar stelpur og
við eina þeirra var spjallað.
Húnheitir Sigrún
Grétarsdóttir og er 12 ára.
Hún fór léttilega og
fagmannlega niður 30
metra bergið, spyrnti sér
vel frá og notaði
stuðningsbandið rétt.
Þegar Sigrún var komin
niður og hafði losað sig úr
bandinu var hún spurð hvort
hún hefði ekki verið loft-
hrædd. Sigrún hló við og
þótti greinilega fávíslega
spurt. „Nei sko, ekki aldeilis.
Það er ofsalega gaman að
síga og líka að spranga. Og
þetta er líka alveg þræl
spennandi. Mér finnst að allir
krakkar í Eyjum ættu að koma
hingað og læra hvernig á að
gera þetta rétt og örugg-
lega.“
Sigrún sagðist vera nú í
fyrsta skiptið í kennslu hjá
Súlla, en hún hefur sótt
Sprönguna frá því hún var 8
Sigrún Grétarsdóttir
ára gömul. Hún sagðist einu
sinni hafa komið í útey, það
var í Elliðaey og hefði það
verið mjög gaman. Þar með
var Sigrúnu ekki lengur haldið
á snakki og hún hraðaði sér
aftur upp í bergið til Súlla til
þess að komast í aðra ferð.
- segir HlöðverJohnsen bjargveiðimaður
Vestmannaeyjum.
Sprangan við Skiphella,
ofan við Friðarhöfn, gegnir
stóru hiutverki í
frístundastarfi barna og
unglinga í
Vestmannaeyjum. Svo
hefur verið um ómunatíð
ogþeireru fáir
Eyjapeyjarnir sem ekki
hafa varið drjúgum tíma
við sprangið. Á allra
síðustu árum hefur svo
komist á jafnrétti milli
kynjanna á þessum
vettvangi og stúlkurnar
sýnt þessari íþrótt engu
minni áhuga en strákarnir.
Erþað ekki sístþví að
þakka, að einn kunnasti
og leiknasti
bjargveiðimaður Eyjanna,
Hlöðver Johnsen, hefur
undanfarin 12-14 árverið
með kennslu fyrir börnin í
sprangi og bjargsigi á
vegum tómstundaráðs
bæjarins. Ekki þarfað fara
mörgum orðum um
nauðsyn þess að kenna
börnunum réttu handtökin
við sprang og sig því svo
snar þáttur erþað í lífi og
starfi barna í Eyjum að
klifra í fjöiiog fara íúteyjar.
Betri og traustari kennari
en Súlli, eins og Hlöðver
er gjarnan kallaður í sinni
heimabyggð, er
vandfundinn.
Á hverju sumri í ein 12-14 ár
hefur Hlööver starfrækt námskeið
fyrir börnin og hefur aösóknin
ávallt verið mjög mikil, allt upp í
50 börn í einu hafa sótt þriggja
vikna námskeið. Raunar oft færri
komist að en vildu sagði Hlöðver
fréttaritara þegar hann leit við í
Spröngunni í lok sumarnámskeiðs-
ins á dögunum. Þar var hópur
stráka og stelpna á ýmsum aldri
að spranga og æfa bjargsig.
Greinilegt var að Hlöðver hafði
athygli barnanna óskipta og hann
innprentaði þeim fræðin á sinn
hógværa og sannfaerandi hátt.
I spranginu fara byrjendur fyrst
á Barnastein og síöan á Almenn-
ing. Þegar leiknin eykst er fariö
upp á Stígvél og áfram upp á Syllu,
Efri- og Neðribekk. Ofurhugarnir
fara síðan alla leið upp í gras,
12-14 metra upp í bergið. Þeir ná
stærsta og tignarlegasta riðinu
sem getur jafnvel kallað fram fölva
í andlitum kóngafólks. Þeir lei-
knustu láta sig ekki muna um aö
fara riðið á annarri hendinni og
fara gjarnan kollhnís í bakaleið-
inni, en þá vissulega með báðar
hendur á bandinu.
Sigkennslan fer fram á sama
stað og síga börnin fram af 30
metra háu bergi. Súlli sér um að
þau séu tryggilega bundin og þau
fara ýmist bundin á öðrum eða
báðum eins og fjallamenn segja.
Súlli segir að fyrsta reisan fram
af brúninni hafi stundum framkall-
að grettu og jafnvel skæl og margir
hafi snúið við. En eftir að hafa
horft dálitla stund á
aðra fara niður
bergið hafa þau
hertupphugannog
beöiðumað fara
aftur.
„Égeraðallega
að kenna þeim að
fara með bönd og
innprenta þeim að
gæta ávallt fyllsta
öryggis. Að þau
treysti böndunum,"
sagði Hlöðverþeg-
arhann varspurður
um kennsluna.
„Ég kenni þeim
tábragð og lær-
vaö sem er
lífsnauðsyn-
legtaökunna
þegarfarið er
íbjörg. Með
því að nota
bandið tvöfalt,
kunna tábragð
og geta farið
niðurá lær-
vaði, geta
menn bjargað
sérúrsvelti.
Þetta er meg-
inmáliö og
skiptir sköp-
um. Það lenti
hér einn í svelti
í Dönskutófyr-
irþremur
árum. Fjórir
peyjar voru
uppi og einn
niðri sem
ekkert gat gert og
þeirsem uppi
voru gátu ekki híft
hann. Svo þetta
varð bara neyðarkall og menn urðu
að sækja hann í bergið.
Það sem ég legg höfuðáherslu
á við börnin er að vara þau við
öllu sem heitir príl og svo í öðru
lagi að kenna þeim lærvað og
hvernig á að hífa sig upp á
tábragðinu. Kenna þeim rétta
hnúta og hvernig á að hnýta
■ sig í vaðinn og að þau gangi
ávallt úr skugga um aö bönd-
in séu trygg."
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
ívar ísak Guðjónsson 14 ára:
Nauðsynlegt
læra réttu hand
Vestmannaeyjum.
HANN sýndi góð tilþrif í spranginu meðan
fréttaritari staldraði við á námskeiðinu.
ívar ísak Guðjónsson
, sagðist hann heita og vera
14 ára gamatl. Sagðist
hafa sótt Sprönguna frá
þvfhann varfiára.
k
•* »*
■+