Morgunblaðið - 12.07.1987, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987
L
Samsýning’
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Níu listamenn af yngri kantinum
hafa tekið sig saman um eina stóra
sýningu á Kjarvalsstöðum, er hefur
hlotið samheitið „Svarta skýið“.
Hvergi kemur þetta heiti þó fram
nema í formála sýningarskrár, sem
Halldór Lárusson hefur tekið sam-
an, en sem verður þó að teljast að
endurspegli skoðanir sýnenda á
ástandi listmála í landinu, svo sem
það er í dag.
Formáli þessi afhjúparöllu frekar
bölmóð og uppgjöf en heilbrigðan
uppreisnaranda og vilja til að tak-
ast á við vandamálin, og er að auk
á svo tyrfnu máli að hann verður
með öllu óskiljanlegur öðrum en
innvígðum, sem þó verða á stundum
að spá í hvað maðurinn sé að fara.
Svona svartagallsraus er ekki
það sem heldur lesanda við efnið,
gott ef hann sofnar ekki við lestur-
inn og þá er betra heima setið en
af stað farið. Ég fortek þó ekki að
Hafldór hafi rétt fyrir sér í ýmsum
atriðum málflutnings síns en eins
víst er að hann hafí jafn rangt fyr-
ir sér í öðrum.
Öll gagnrýni, sem borin er fram
af heilindum, á fullan rétt á sér og
ber að taka til greina og svara á
málefnalegan hátt, en þegar mála-
flutningurinn einkennist af eins
konar hreintrúar- og einstefnuof-
stæki fallast manni hendur.
Hins vegar er maður með á nót-
unum þegar menn efast og draga
í land, eins og hjá manninum, sem
sagði, „óvissa mín er betri en full-
vissa hinna.
Ég var einmitt að lesa grein um
sýningu á æviverki eins af snilling-
um og brautryðjendum málaralistar
tuttugustu aldarinnar August
Macke, sem lítt er þekktur hérlend-
is. Hann hafði mikil áhrif á Kand-
insky, Klee og fleiri enda einn af
stofnendum „Bláa riddarans" (Der
Blaue Reiter).
Aðsóknin á þessa yfírlitssýningu
hefur slegið öll tnet í Lenbachhaus
í Miinchen og er þá mikið sagt því
ekki þurfa málverkasöfn og stór-
sýningar að kvarta á þeim vettvangi
í heiminum í dag, þótt hér sé ísland
undantekning.
Málið er að August Macke sagði
við konu sína eftir að hafa málað
eitt af höfuðverkum sínum, „ég
veit ekki hvort þetta, sem ég var
að mála sé eitthvað sérstakt eða
ómerkilegur hlutur (Kitsch)“.
í þessum framslætti er heilmikill
sannleikur falinn um innri baráttu
og sársauka í tilurð listaverks, sem
í sjálfu sér var miklu meiri bylting
á sínum tíma en framúrstefnuverk
eru í dag.
Það, að sú þróun, sem gengið
hefur yfír heiminn, varðandi áhuga
almennings og aukið upplýsinga-
streymi um myndlist í fjölmiðlum
heimsins, hefur ekki náð til Islands
á ekki að fylla okkur myndlistar-
menn heift heldur herða okkur og
verða okkur hvati til áframhaldandi
baráttu.
Farsælasta lausnin er ekki að
troða aðra í svaðið, heldur þarf hér
að beita brögðum listar og hafa
óbilandi trú á málstaðnum ...
Níumenningamir_ sem sýna í
Vestursal eru þau ívar Valgarðs-
Fimm þeirra níu listamanna sem opna samsýningu á Kjarvalsstöðum í dag. Frá vinstri, Erla Þórarins-
dóttir, Birgir Andrésson, Jón Óskar, ívar Valgarðsson og Halldór Asgeirsson.
son, Erla Þórarinsdóttir, Jón
Óskar, Halldór Ásgeirsson, Kees
Visser, Sverrir Ólafsson, Hulda
Hákon, Hannes Lárusson og
Birgir Andrésson.
Öll hafa þau verið framtakssöm
við að kynna hinar margvíslegustu
liststefnur, sem ganga yfír í út-
landinu, bæði með einkasýningum
og á ótal samsýningum. Flest hafa
það sameiginlegt að vera smátt og
smátt að þróa ákveðin persónuleg
einkenni í mjmdmáli sínu og þó
veit maður ekki nema að kúvending
kunni að eiga sér stað hjá sumum
fyrr en varir.
Of margir sýnenda hafa sýnt
mjög svipaða hluti nú nýlega til
þess að nokkuð komi manni á óvart
og því miður hafa betri hlutir verið
þar innan um en þeir sem til sýnis
eru í Vestursalnum.
Þá hefur sprell í upphengingu svo
sem fram kemur á sýningunni ekki
þann slagkraft sem ætlast er til og
síst í galopinni upphengingu, en
hvorutveggja verður afar þreytandi
við endurtekningar.
Það er þannig ekki mikill kraftur
yfír samsetningu þessarar sýningar
þótt í sjálfu sér sé mikill slagkraft-
ur í verki Jóns Óskars og myndin
njóti sín vel í upphengingu, en fýr-
ir margt á kostnað annarra.
Minnisstæðastir verða mér senni-
lega einfaldir steinskúlptúrar Ivars
Valgarðssonar og tótemskúlpturar
Sverris Ólafssonar (sem njóta sín
ekki nægilega vel) auk fýrmefndrar
myndar Jóns. Nokkur útlenzku-
bragur er yfir sýningunni hvað
nafngiftir á myndum og texta í
veglegri sýningarskrá áhrærir. Sýn-
ingarskráin er annars meira kynn-
ing á sýnendum en að hún komi
sýningunni sjálfri beinlínis við en
er þó fullgild sem slík.
I heild skortir þessa sýningu þann
ferskleika og slagkraft, sem gæfí
tilefni til ýtarlegri umfjöllunar um
verk einstakra . . .
HEIMSOKN TIL AKUREYRAR
INNIFALIÐ í VERÐINU ER;
* FLUGFAR báðarleiðir
* GISTING OG MQRGUNMATUR
tvær nætur á HOTEL AKUREYRI
* FRÍMIÐI í SJALLANN
sé um helgarferð að ræða
EF ÞÚ VILT VERA LENGUR EN 2 DAGA BJÓÐUM VIÐ
HLIÐSTÆÐ KJÖR.
HRINGDU EÐA KOMDU OG RÆDDU VIÐ OKKUR Á
NÝJU SKRIFSTOFUNNIOKKAR (AÐALSTRÆTI.
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
AÐALSTRÆTI 16 101 REYKJAVÍK