Morgunblaðið - 12.07.1987, Side 29

Morgunblaðið - 12.07.1987, Side 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 ptfrnmi Útgefandl Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Ríkisbankar og verðbólga orvaldur Gylfason, prófess- or, lét athyglisverð orð falla um ríkisbanka og verðbólguna í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag. Hann benti þar á bresti í innviðum íslenzks efna- hagslífs, sem nauðsynlegt væri að huga að, þegar leitað væri leiða í baráttu við verðbólguna. Um þetta sagði Þorvaldur Gylfa- son m.a.:„ í fyrsta lagi býr þjóðin enn við ríkisbankakerfi, sem er næstum einstakt í okkar heimshluta. Mér sýnist, að þetta bankakerfi hafí verið alvarlegur verðbólguvaldur gegnum tíðina vegna þess, að stjómmálahags- munir hafa hvað eftir annað yfírgnæft venjuleg viðskipta- og hagkvæmnissjónarmið við ákvörðun útlána. Þess vegna hafa óarðbær útlán bankakerfís- ins og meðfylgjandi peninga- þensla áreiðanlega verið miklu meiri en hefði orðið, ef hér væru öflugri einkabankar með sann- gjamar arðsemiskröfur að leiðarljósi. Örlög Útvegsbank- ans eru skýrt dæmi um þetta. Endurreisn bankans eykur raun- vemlegan halla á ríkisbúskapn- um um næstum milljarð króna á þessu ári. Þess vegna fínnst mér ástæða til að fagna ákvæði málefnasamnings stjómarflokk- anna um, að dregið verði úr ábyrgð ríkisins og afskiptum af bankarekstri og lánastarfsemi. Ástæðan er ekki sú, að ríkis- bankar þurfí endilega að vera verr reknir en einkabankar, enda er ekkert algilt lögmál til um það efni. Ástæðan er sú, að stjómmálahagsmunir ríkisbank- anna stangast iðulega á við hagsmuni almennings og hafa að því er virðist kynnt undir peningaþenslu og verðbólgu um langt skeið.“ I tilefni af þessum orðum Þorvaldar Gylfasonar, sneri Morgunblaðið sér til Jónasar Haralz, _ bankastjóra Lands- banka íslands og leitaði álits hans á þessum ummælum. Hann hafði þetta að segja m.a.:„ Ég er sammála Þorvaldi Gylfasyni um nauðsyn grundvallarbreyt- inga í bankakerfínu hér á landi, bæði að því er ríkisbankana snertir og einnig þann vísi að einkabankakerfí, sem hér er. Á hinn bóginn er það ekki ríkis- bankakerfið, sem slíkt, sem hefur hvetjandi áhrif á verð- bólgu, heldur óeðlileg afskipti ríkis og stjómmálamanna af starfsemi banka yfírleitt. Þau afskipti geta beinzt að ríkis- bönkum, sem einkabönkum og hefur gætt í löndum, þar sem bankar em allir í einkaeign, ekkert síður en þar sem ríkis- bankar eru.“ Síðan sagði Jónas Haralz: „ Það sem mér er efst í huga er ekki, hvort hér er ríkisbanka- kerfí eða ekki, heldur afstaða stjómmálamanna til bankanna og þær reglur, sem gilda um starfsemi þeirra ... Ég hef áður lýst mig fylgjandi einkavæð- ingu, það er að ríkisbönkum verði breytt í hlutafélagabanka og hlutafé þeirra sumra eða allra, selt í áföngum. Frakkar hafa stigið fyrstu skrefin í þessa átt og Portúgalar horfa til sömu áttar. Við mættum gjaman fara að þessu dæmi. Það er tíma- bært að framkvæma róttækar breytingar í þessu efni, enda þótt það hljóti að gerast í áföng- um og taki nokkum tíma.“ í þessu sambandi er ekki úr vegi að geta þess, að í nýútkom- inni skýrslu OECD um efna- hagsþróun á íslandi sjá höfundar ástæðu til að geta þess sérstaklega, að á íslandi sé ekki starfandi fullkomlega sjálfstæður seðlabanki. Þótt fleiri orð séu ekki höfð í skýrsl- unni um það efni er ljóst, að í þessum orðum felst gagnrýni af hálfu OECD á það að Seðla- banki íslands sé undir of miklum áhrifum stjómvalda hveiju sinni. Skoðanaskipti þeirra Jónasar Haralz og Þorvaldar Gylfasonar em vísbending um, að það sé orðið knýjandi að taka banka- kerfíð í landinu til endurskoðun- ar. Raunar hefur mönnum verið það ljóst í a.m.k. tvo áratugi, þótt aldrei hafi náðst viðunandi samstaða um breytingar. Þær hafa hins vegar fremur stefnt að sameiningu einhverra ríkis- banka heldur en því að gera þá að hlutafélagabönkum í einka- eign. Nú vilja menn hins vegar ganga lengra en að sameina ríkisbanka. Óhætt er að full- yrða, að meiri hljómgrunnur er fyrir því en áður að breyta ríkis- bönkum í hlutafélagabanka og selja síðan hlutabréf til almenn- ings. Það skiptir hins vegar máli hvemig að því er staðið, eins og augljóst er að því er varðar Útvegsbanka íslands hf. Enn sem komið er, hafa einka- aðilar ekki keypt mikið af hlutabréfum ríkisins í þeim banka, þótt þau hafí verið til sölu í nokkra mánuði. En kannski stendur það til bóta, ef hin nýja bankastjóm ávinnur bankanum aukið traust. Langvarandi viðræður um stjómarmyndun frá þing- kosningum 25. apríl sl. og þar til sl. miðvikudag urðu til þess að litlar umræður hafa orðið um kosningaósigur Sjálf- stæðisflokksins og ástæð- ur hans. Nú þegar tekizt hefur að mynda ríkisstjóm undir forsæti Sjálfstæðisflokks- ins má búast við því, að forystumenn flokksins og aðrir trúnaðarmenn snúi sér að því að fjalla um ósigur Sjálfstæðis- flokksins í þingkosningunum, ástæður hans og afleiðingar og hvemig við skuli bregðast. Það er því ekki úr vegi að fjalla lítillega um þetta málefni. Nærtækasta skýringin á hrakförum Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningun- um er hann breyttist úr því í einu vetfangi að vera stór flokkur og í það að verða miðlungsflokkur, er sá klofningur, sem varð vegna deilumála Alberts Guðmunds- sonar og flokksforystunnar á liðnum vetri. Og að sjálfsögðu er stofnun og framboð Borgaraflokksins veruleg skýring á því, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki nema liðlega 27% atkvæða í kosningunum. Það væri hins vegar óhyggilegt af Sjálfstæðis- mönnum að kafa ekki svolítið dýpra undir yfírborðið og sjá, hvort einhveijar aðrar ástæður geti einnig legið til grundvallar tapinu. í þessu sambandi er tilefni til að rifja upp ummæli, sem viðhöfð voru hér í Reykjavíkurbréfi fyrir rúmu ári, nánar til- tekið hinn 8. júní 1986, þegar fjallað var um úrslit sveitarstjómarkosninganna, sem þá voru nýafstaðnar. Þá sagði hér á þess- um vettvangi m.a.: „Þegar útkoma Sjálf- stæðisflokksins í sveitarstjómum í einstökum kjördæmum er skoðuð, kemur í ljós, að flokkurinn vinnur góðan sigur í Vestfjarðakjördæmi sem heild, þar sem hann bætir við sig 1,6 prósentustigum frá 1982 og í Norðurlandskjördæmi eystra, þar sem hann bætir við sig 1,6 prósentu- stigum frá 1982. Þetta er mjög góður árangur í ljósi þess, að úrslitin 1982 voru Sjálfstæðisflokknum mjög hagstæð. Nið- urstaða Sjálfstæðisflokksins er hins vegar önnur í öðrum kjördæmum. í sveitarstjóm- um í Reykjaneskjördæmi tapar Sjálfstæð- isflokkurinn 7,8 prósentustigum frá 1982, í Vesturlandskjördæmi 8,7 prósentustig- um, í Norðurlandskjördæmi vestra 4,3 prósentustigum, í Áusturlandskjördæmi 5,4 prósentustigum og í Suðurlandskjör- dæmi 8,4 prósentustigum ... Ef lína er dregin frá Ákranesi til Vestmannaeyja og úrslitin skoðuð í kaupstöðum, sem liggja innan þeirrar línu og niður að sjó, verður ljóst, að árangur Sjálfstæðisflokksins í kaupstöðum á þessu svæði, að Reykjavík undanskilinni, er nánast hinn sami og í sveitarstjómarkosningunum 1978. At- kvæðamagn flokksins í þessum kaupstöð- um nú er 0,74 prósentustigum meira en það var í kosningunum 1978. Þær kosning- ar voru almennt taldar einhveijar mestu ófarir, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði orðið fyrir í sögu sinni svo og þær al- þingiskosningar, sem á eftir fylgdu ... Eftir kosningamar 1978 hófust miklar umræður innan Sjálfstæðisflokksins um ástæður ófaranna. Nú bryddir ekki á slíkum umræðum vegna þess, að sá regin- munur er á, að 1978 tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn meirihluta sínum í borgarstjóm Reykjavíkur en í kosningunum nú vann hann Reykjavík með glæsibrag. En þá er eðlilegt að spurt sé, hvað valdi því, að flokkurinn vinni slíkan sigur í borgar- stjómarkosningunum í Reykjavík á sama tíma og hann bíður umtalsverðan ósigur í kaupstöðum á suðvesturhomi landsins og stendur frammi fyrir neikvæðri at- kvæðasveiflu í Reykjanes-, Vesturlands- og Suðurlandskjördæmi, sem er a.m.k. áþekk því, sem gerðist 1978. Freistandi er að skýra þetta á þann veg, að geysileg- ur pólitískur styrkur borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar, hafí í raun stöðvað bylgju, sem gengið hefur yfir þétt- býlissvæðið á suðvesturhomi landsins gegn Sjálfstæðisflokknum. En hvers vegna skyldi óánægja kjósenda með störf Sjálf- stæðismanna vera svo mikil, að leiði til úrslita af þessu tagi á þessum þéttbýlis- svæðum? Góðæri ríkir nú í landinu. í fyrsta sinn í einn og hálfan áratug hefur tekizt að ná verðbólgunpi niður, atvinna er næg og heldur bjart framundan. Það átak að ná verðbólgunni úr 130% í 10-15% hefur auðvitað haft neikvæð áhrif á afkomu fólks, í sumum tilvikum leitt til mjög erfíðr- ar afkomu. Samhliða þessari baráttu hafa komið upp mörg einstök vandamál, svo sem vandi húsbyggjenda og raunar margt fleira. Engum þarf að koma á óvart, þótt þetta hafi neikvæð áhrif á fylgi þeirra flokka, sem sitja í ríkisstjóm við þessar aðstæður. í raun væri það í meira lagi einkennilegt, ef þessa sæi ekki stað með einhveijum hætti.“ Þegar fíallað hafði verið á þennan veg um úrslit sveitarstjómakosninganna hér í Reykjavíkurbréfí 8. júní 1986 sagði síðan: „Auðvitað eru þetta ekkert annað en vangaveltur um hugsanlegar skýringar á þeim ótrúlega mismunandi kosningaúrslit- um, sem urðu um síðustu helgi eftir sveitarfélögum og landshlutum. Það væri hins vegar óvarlegt í meira lagi fyrir for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins að taka þessar skýringar og þessi rök ekki með í reikninginn, þegar þeir íhuga niðurstöður kosninganna og meta stöðu flokks síns í kjölfar þeirra. Vegur Sjálfstæðisflokksins í þingkosn- ingum, hvenær sem þær verða, getur byggzt mjög á því, að menn dragi réttar ályktanir af kosningaúrslitunum, m.a. um afstöðu til einstakra mála. Samkvæmt þeim tilgátum, sem hér hafa verið settar fram, yrðu t.d. aS verða töluverðar breyt- ingar á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í þingkosningum til þess að hann hefði möguleika á að ná árangri, sem væri eitthvað í námunda við útkomu flokksins í borgarstjómarkosningum. Þá væri það vanmat í meira lagi, ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins í þeim kjördæmum, þar sem um verulegt tap er að ræða, litu ekki í eigin barm og hugleiddu rækilega stöðu flokksins í þessum kjördæmum. Það sýnist vera komið í tízku hjá stjómmála- mönnum að vera ánægðir með kosningaúr- slit, hvemig sem þau eru. Sú afstaða getur verið býsna hættuleg, þegar kemur að al- vöru lífsins í alþingiskosningum." Svo mörg voru þau orð. Margar ástæður Nú orðið ráða menn yfir tækni til þess að rannsaka hvað liggur að baki kosninga- úrslitum á borð við þau, sem urðu hlut- skipti Sjálfstæðisflokksins í þingkosning- unum í apríl. Slík könnun hefur hins vegar ekki farið fram og þess vegna hljóta menn að draga ályktanir af þeim staðreyndum, sem við blasa. Það fer ekkert á milli mála, að deilumar við Albert Guðmundsson og stofnun og framboð Borgaraflokksins áttu mestan þátt í kosningaósigri Sjálfstæðis- flokksins nú. En að mati höfundar þessa Reykjavíkurbréfs kom þar margt fleira til. Fyrst ber að nefna þær ástæður, sem raktar voru á þessum vettvangi fyrir ári, sem hugsanlega skýringu á ósigri Sjálf- stæðisflokksins í fíölmörgum sveitarfélög- um þá. Það getur tæpast leikið nokkur vafl á því, að þær fómir, sem venjulegt launafólk varð að færa í baráttunni gegn verðbólgunni framan af síðasta kjörtíma- bili, skildu eftir sig sár, sem ekki vom gróin, þegar kom að þingkosningunum í aprfl. Það fólk, sem þá átti um sárt að binda, kaus áreiðanlega ekki Sjálfstæðis- flokkinn í þeim kosningum. í annan stað hafði Sjálfstæðisflokkurinn smátt og smátt fengið á sig andlit stjóm- málaflokks, sem væri tilbúinn til að beita harðneskjulegum aðgerðum gagnvart al- mennu launafólki til þess að ná ákveðnum markmiðum í efnahagsmálum. Vafalaust má rekja upphaf þessa til þeirra efnahags- aðgerða, sem Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir veturinn 1978. Til viðbótar kom svo hin umdeilda efnahagsstefna flokksins í vetrarkosningunum 1979 svo og aðgerð- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 11. júlí Þorsteinn Pálsson afhendir Jóni Baldvin Hannibalssyni lykla að fjármálaráðuneytinu. Hann lét fylgja með sparibauk, sem í voru tíu krónur, sem fyrsta framlag til sparnaðar í ríkisrekstrinum. ir ríkisstjómarinnar framan af siðasta kjörtímabili. Jafnframt fór á þessum áram fram á vettvangi Sjálfstæðisflokksins mik- il umræða, sem hinir svönefndu frjáls- hyggjumenn höfðu framkvæði að. Þær umræður áttu áreiðanlega þátt í að breyta ímynd Sjálfstæðisflokksins í hugum fólks. Flokkurinn, sem áður fyrr var þekktur fyrir tvíhliða stefnu, annars vegar eindreg- inn stuðning við einkaframtak í atvinnulífí, hins vegar ákveðna velferðarstefnu og spannaði þess vegna alla þjóðfélagshópa, þ.á.m. launþega, virtist vera að þrengjast í stefnumörkun sinni, eins og hún birtist almenningi í landinu. í stað þess að ganga fram á völlinn með opinn faðminn fengu kjósendur það á tilfínninguna, að flokkur- inn ýtti fólki frekar frá sér. Prófkjörin, sem í upphafí vora tekin upp til þess að tryggja endumýjun í hópi fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins, vora farin að vinna gegn upphaflegum tilgangi sínum. Þau virtust fremur stuðla að óbreyttum framboðslistum en breytingum á þeim. Afleiðingin varð sú, að litlar breyt- ingar urðu á framboðslistum Sjálfstæðis- flokksins vegna alþingiskosninganna. Kjósendur, sem era orðnir vanir miklu návígi í stjómmálabaráttunni, þreyttust fljótt á því að sjá alltaf sömu gömlu andlit- in á vegum Sjálfstæðisflokksins. Til marks um það, hvað endumýjun gengur hægt fyrir sig í Sjálfstæðisflokknum, er sú stað- reynd, að af 18 núverandi þingmönnum flokksins höfðu fíórir verið kjömir á þing á sjötta áratugnum fyrir Viðreisn og a.m.k. þrír til viðbótar á Viðreisnartíman- um. Nú skal það að vísu ekki lastað að Sjálfstæðisflokkurinn haldi tengslum við fyrri tíð með þessum hætti, en engu að síður þýddi þetta að ímynd flokksins gagn- vart hinum almenna kjósanda var þreytt og gömul. Hvernig brást Sjálfstæð- isflokkurinn við? Viðbrögð Sjálfstæðisflokksins að kosn- ingum loknum við hinum mikla kosninga- ósigri vora tvíþætt: flokkurinn lagði ríka áherzlu á að eiga aðild að nýrri ríkisstjóm og að hún yrði mynduð undir forystu for- manns' Sjálfstæðisflokksins. Þetta tókst með myndarbrag. Aðild Sjálfstæðisflokks- ins að ríkisstjóminni og forsæti formanns Sjálfstæðisflokksins þýðir, að umræður um málefni flokksins munu fara fram á allt öðra og hærra plani en ella hefði orðið. Það er ekki ástæða til að ætla að Sjálfstæð- ismenn sökkvi sér í innhverfa íhugun og „naflaskoðun" eftir ósigurinn, þar sem þeir hafa axlað þá ábyrgð að veita forystu fyrir landsstjóminni á nýbyijuðu kjörtíma- bili. Á hinn bóginn vora forystumönnum flokksins mislagðar hendur, þegar mið- stjóm flokksins tók ákvörðun um að skipa nefnd til þess að kanna ástæður ófaranna og skipaði varaformann flokksins, Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, formann nefndarinnar. M.ö.o., einn þeirra manna, sem óhjákvæmilega bar ábyrgð á kosn- ingaósigrinum var fenginn til þess að veita forystu starfí, sem miðaði að því að fínna skýringar á þessu tapi! Þetta var auðvitað fráleit afgreiðsla og ekki líkleg til að vekja traust á því endumýjunarstarfí, sem hlýtur að vera fyrir höndum í Sjálfstæðisflokkn- um. Loks má nefna, sem þátt í viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins við kosningaósigrin- um, að við myndun hinnar nýju ríkisstjóm- ar lagði formaður flokksins áherzlu á, að algjör endumýjun yrði í ráðherraliði Sjálf- stæðisflokksins. í því felst í sjálfu sér ekki áfellisdómur yfír þeim ráðherram, sem sátu í síðustu ríkisstjóm, heldur einfald- lega, að þörf hlaut að vera á því að kalla til nýja menn og gefa þeim tækifæri til að sýna, hvað í þeim býr. Því miður tókst ekki að koma þessari endumýjun ráð- herrahópsins fram að öllu leyti og sýnir það bezt við hvers konar vandamál er að glíma þegar til þess kemur að endumýja trúnaðarmannalið flokks á borð við Sjálf- stæðisflokkinn. Hvað er framundan? Það yrði mikið sálrænt áfall fyrir Sjálf- stæðismenn, ef flokkur þeirra næði ekki því marki að endurheimta traust kjósenda í næstu þingkosningum. Hins vegar er það engan veginn víst, að svo verði. Til þess þarf margt að breytast. Augljóslega skipt- ir það miklu fyrir Sjálfstæðisflokkinn hvemig hinni nýju ríkisstjóm vegnar og þá ekki síður, hvemig Þorsteini Pálssyni, formanni flokksins, vegnar í embætti for- sætisráðherra. Sennilega ræður það eitt meira en flest annað um framvindu og þróun mála í Sjálfstæðisflokknum á næstu misseram. Þá er alveg ljóst, að mikil end- umýjun hlýtur að fara fram í hópi frambjóðenda flokksins til alþingis. Reynslan sýnir, að prófkjörin duga ekki til þess að tiyggja þá endumýjun. Þar þarf að koma til breytt fyrirkomulag, sem tryggir aðild helztu trúnaðarmanna flokks- ins að ákvörðun um framboðsiista en gerir flokknum jafnframt kleift að kalla til setu á framboðslistum hæfíleikamenn, sem hafa ekki verið tilbúnir til að taka þátt í prófkjöram, eins og þau hafa þróast á vegum Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn, sem lengi hafa setið á þingi verða að skilja, að menn geta verið orðnir gamlir í augum kjósenda, þótt þeir séu ungir að áram. Fjölmiðlanávígið er orðið slíkt, að ævitími stjómmálamanna er mun styttri en áður var. Það verður einfaldlega að vera meirí hreyfíng á þingmönnum og frambjóðendum en áður. Menn geta ekki lengur litið svo á, að þeir séu komnir í ævistarf, ef þeir hafa einu sinni verið kjöm- ir til þingsetu. Mikil endumýjun framboðs- lista er ein höfuðforsenda þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hafí möguleika í næstu kosningum til þess að endurheimta eitthvað af fyrra fylgi sínu. Líklega hefur flokksstarf Sjálfstæðis- flokksins verið vanrækt í íjöldamörg ár. Það sést m.a. á því, að það virðist alltof lítið af nýju fólki koma til starfa á vett- vangi flokksins. Það er t.d. augljóst að endumýjun í þingliði getur ekki komið fyrst og fremst úr hópi starfandi flokks- manna, vegna þess að þar hefur ekki orðið sú endumýjun, sem þurft hefði að verða. Það er augljóst, að hvorki meðal ungs fólks né kvenna kemur nægilega mikið af hæfu fólki til starfa á vettvangi flokks- félaga Sjálfstæðisflokksins. Þetta er merki þess, að flokksstarfíð að þessu leyti hafí verið vanrækt víðsvegar um land og þar hlýtur að verða breyting á. Loks skiptir það augsýnilega miklu máli, að Sjálfstæðisflokknum takist að seija stefnumál sín fram á þann veg, að þau höfði til þess mikla fjölda fólks úr öllum þjóðfélagshópum og starfsstéttum, sem fram á síðustu ár hafa fylgt Sjálfstæð- isflokknum að málum. Hér hafa einungis verið nefnd nokkur dæmi um þau verk- efni, sem framundan era hjá Sjálfstæðis- flokknum til þess að flokkurinn geti endurheimt fyrra fylgi og traust meðal kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn hefur vegna stærðar sinnar verið ákveðin kjöl- festa í þessu litla þjóðfélagi. Niðurstaða síðustu alþingiskosninga og þeir erfíðleik- ar, sem verið hafa á myndun starfhæfrar stjómar, sýna, hversu mikilvægt það er að hafa slíka kjölfestu. Þess vegna varðar það þjóðarhag, að Sjálfstæðismönnum tak- ist að endurreisa flokk sinn til þess sem hann áður var. „Það yrði mikið sálrænt áfall fyrir Sjálfstæðismenn, ef flokkur þeirra næði ekki því marki að endur- heimta traust kjósenda í næstu þingkosningum. Hins vegar er það engan veginn víst, að svo verði. Til þess þarf margt að breytast.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.