Morgunblaðið - 12.07.1987, Side 34

Morgunblaðið - 12.07.1987, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 34 Svifíð Sa, -og leiki SVIFFLUGtelst varla til þeirra íþrótta sem vísitölufjölskyldan leggurstund á í frístundum sínum. Þeim íslendingum fer þó fjölgandi sem hafa þessa íþrótt að áhugamáli. Starfsemi Svifflugfélags íslandsstendurá gömlum merg, því að rúmlega hálf öld erliðin síðanfélagið var stofnað. Blaðamaður Morgunblaðsins lagði leið sína til æfingasvæðis félagsinsá Sandskeiði góðviðriskvöld eitt í júní. á orkukreppuna Nokkrir menn voru staddir við jaðar flugbrautarinnar. Þeir voru að fylgjast með flugtaki Steinþórs Skúlasonar á TF-SIS er okkur bar að garði. Höskuldur Frímannsson varð fyrir svörum, en hann sá um að bóka flug þetta kvöld. Allt gert klárt Hann tók vel í hugmynd okkar og skráði okkur niður. Meðan beðið var eftir svifflugunni spurði ég Höskuld hversu lengi menn gætu verið á lofti í einu. Hann sagði menn geta verið til eilífðamóns ef þeir þyrftu ekki að sinna kalli náttúrunnar. „Reyndar eru sumir flugmenn erlendis með þvagpoka þegar þeir eru lengi á lofti í einu. Þeir geta verið dögum saman uppi. Það sem máli skiptir er að nægjanlegt uppstreymi lofts sé til staðar," sagði hann. - Er þetta ekki hættuleg íþrótt? „Sumir hafa sagt að það sé hættulegra að koma sér hingað upp á Sandskeið en að fljúga svifflug. Ég skal ekki leggja dóm á þá fullyrðingu, en það gildir í þessari íþrótt eins og öðmm, að menn verða að vita hvað þeir em að gera og umfram allt ekki tefla í tvísýnu. Þá er hættan mjög lítil." Eftir skamma stund var röðin komin að mér og við gengum að kennsluvélinni TF-SAB þar sem Sverrir Thorláksson var við stjómvölinn. Filma sett í Þórður Eydal á flugi fyrir ofan kennsluvélina Steinþór Skúlason búinn til flugtaks myndavélina og trekkjarinn stilltur á 5 myndir á sekúndu til að ná flugtakinu. Glerkúpunni lokað og nú fór að strekkjast á dráttarvímum. Spilið dró sviffluguna fyrst hægt áfram, en síðan tók hún kipp. „Hvemig ætli sé að vera flugmaður á F-15,“ hugsaði ég og rifjaði upp helstu staðreyndir úr Flugvélabók Fjölva. Það liðu ekki nema örfáar sekúndur frá því að glerkúpunni var lokað þar til við vomm á fleygiferð upp. 100, 200, 300, 400, 500 m sýndi hæðarmælirinn. Stórkostlegt útsýni Það var ekki laust við að léttur fíðringur gerði vart við sig í maganum er við klifmðum. Þegar 500 metra hæð var náð var vímum sleppt. - Vissulega hafði verið gott veður niðri fyrr um daginn, en þetta sló letilífið í Austurstæti alveg út. Ég opnaði smáglugga á glerinu og •JÉSfefítaggögj ' ----------------------'i . m - m ' §? A .■> t F? V *>,. ' í WWÉ,, - ií ,V ■ ■ Horft austur, skömmu eftir flugtak. Æfingasvœði félagsins sést yst tíl vinstri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.