Morgunblaðið - 12.07.1987, Qupperneq 54
TfiOtJK ^
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987
Morgunblaðið/Sverrir
Það voru fulltrúar frá Félagi Tamningamanna sem riðu á vaðið með sýningu í Reiðhöllinni
Langþráður
draumur að rætast
Áhugi boðsgesta á sýningunni leynir sér ekki. Vonandi verður það
ekki hlutskipti kúasmala hérlendis að vera dregnir á sama hátt og
kúrekinn sem rakst inn í Reiðhöllina meðan á sýningunni stóð. Hátt
er tíl lofts og vítt til veggja í Reiðhöllinni og mun hún rúma eitt
þúsund manns í sæti.
Konuraar létu sitt ekki eftir liggja og sýndu þær sex glæsta gæðinga
Mörg kunn andiit úr heimi hestamennskunnar sáust og hér er Jón
á Reykjum að segja þeim Sigurbirai á Stóra-Hofi og Gunnari Dungal
á Dallandi sögu og væntanlega af hestum.
ÞÁ er runnin upp sú stund að
hestamenn geti átt þess kost að
halda hestasýningar án þess að
þurfa að leita á náðir veðurguð-
anna og vera háðir duttlungum
þeirra. A hátíðarstund þegar
ReiðhöUin var tekin í notkun á
föstudagskvöldið var að sjálf-
sögðu haldin sýning að loknum
ávörpum. Var þetta jafnframt
fyrsta skrautsýningin ef svo má
að orði komast sem haldin er hér
á Landi innanhúss.
Félag tamningamanna reið á
vaðið og sagði kynnir kvöldsins
Hjalti Jón Sveinsson það vel við
hæfi því félagið hefði átt stóran
þátt í hinum öru framförum í reið-
mennskunni á undanfömum ára-
tug. Nemendur reiðskólans í
Vestra-Geldingaholti sýndu einnig
við góðar undirtektir. Reiðskólinn
hefur starfað með miklum blóma á
annan áratug og þar hafa margir
krakkar stigið sín fyrstu skref í
hestamennskunni. Þótti vel viðeig-
andi að fulltrúar þessa skóla kæmu
fram á fyrstu sýningunni í húsnæði
þvi sem kemur til með að hýsa
Reiðskóla Islands. En það voru
fleiri unglingar sem komu fram því
flórir krakkar þau Edda Sólveig
Gísladóttir, Gísli Geir Gylfason,
Edda Rún Ragnarsdóttir og Róbert
Petersen úr Fáki sýndu þama en
þess má geta að þau stóðu mjög
framarlega á landsmótinu á síðasta
ári.
Fjórir stóðhestar frá Stóðhesta-
stöð Búnaðarfélags Islands vom
sýndir þeir Geisli 1045 frá Meðal-
felli í Kjós, Sikill 1041 frá Stóra-
Hofi, Pá frá Laugarvatni og Töggur
frá Eyjólfsstöðum. Það voru starfs-
menn stóðhestastöðvarinnar bæði
núverandi og fyrrverandi þau Rúna
Einarsdóttir, Eiríkur Guðmundsson,
Helgi Eggertsson og Þorkell
Bjamason hrossaræktarráðunaut-
ur. Það kom fram í máli Hjalta
Jóns að hestamir hafi verið sóttir
í hagana daginn áður þar sem þeir
voru að sinna hlutverki sínu. Pá og
Töggur eru aðeins flögra vetra en
hinir tveir ári eldri og allir vom
þeir sýndir við góðan orðstír á sýn-
ingu stóðhestastöðvarinnar í vor.
Var mesta furða hvað hestamir
komu vel fyrir en ekki var laust við
að þeim óaði þó við þessum nýju
og ókunnugu aðstæðum. Var það
einkum klappið og fagnaðarlæti
áhorfenda sem settu þá stöku sinn-
um út af laginu. Kom þama vel í
ljós geðprýði þessara ungu kyn-
bótahesta því langur vegur er milli
hinnar frjálsu náttúm þaðan sem
þeir vom teknir á fimmtudaginn
og Reiðhallarinnar í Reykjavík því
ætla má folamir hafi þurft meiri
aðlögunartíma.
Margir velta því fyrir sér hvaða
áhrif Reiðhöllin geti haft á reið-
mennskuna og telja margir að
meðal annars muni vinsældir hind-
mnarstökksins aukast vemlega og
að sjálfsögðu var boðið upp á slíka
sýningu á föstudagskvöldið. Sigur-
bjöm Bárðarson og Barbara Mever
sýndu saman hindmnarstökk við
mjög góðar undirtektir boðsgesta
og ef það er vísbending um það sem
koma skal má búast við að menn
leggi meiri rækt við þessa grein
hestamennskunnar sem hefur fram
að þessu verið hálfgerð homreka.
En það var líka bryddað upp á
nýjungum og var sá liður kallaður
glæfrafreið. Vom þar ferðinni
skylmingarkappar sem háðu þama
smá ormstu sem lyktaði með því
að annar þeirra yfírgaf reiðskjótann
á skjótan hátt. Seinna birtist svo
galvaskur kúasmali eða „cowboy"
sem hleypti fram og til baka augsjá-
anlega að leita að beljum sem engar
vom þama. Ekki leið á löngu þar
til að tveir indíánar komu inn á
völlinn að sjálfsögðu til að lumbra
á kúasmalanum sem varðist hetju-
lega en enginn má sín við margnum
og urðu lyktir mála þær að annar
indíáninn hleypti fáki sínum út af
vellinum með kúasmalann bundinn
kyrfilega á höndum í eftirdragi.
Heldur sneypuleg útreið fyrir aum-
ingja kúasmalann sem vafalítið
hyggur á hefndi á næstu sýningu
í Reiðhöllinni.
Konur áttu sína fulltrúa í sýning-
unni og vom þær á svörtum og
hvítum gæðingum, þrír af hvomm
litum. Sagði Hjalti Jón það reyndar
furðu sæta hvað konur blönduðu
sér lítið í toppbaráttuna í keppni á
hestum hérlendis og nefndi í því
tilviki að víða erlendis hefðu þær
gjaman yfírhöndina yfír karlana .
Og þeir höfðu þarna sitt lið sem
er reyndar landslið Islands í hestaí-
þróttum sem nýlega var valið og
vom liðsmenn kynntir þama. Þegar
að er gáð virðist sem hestamennsk-
an sé eina íþróttagreinin sem karlar
og konur keppa saman í en ekki í
sérstökum karla og kvennaflokk-
um. Hér em upptalin atriði sem
boðið var upp á á fyrstu sýning-
unni innanhúss og virðist sem
mörgum hestamanninum létti við
það að sjá að gamall og langþráður
draumur sé að verða að veruleika.
Stemmingin var góð og ekki að efa
að þama eigi menn eftir að eiga
góðar stundir í leik og starfí. Nú
bíða hestamenn þess spenntir að
fylgjast með og upplifa nýtt fram-
faratímabil í íslenskri hesta-
mennsku því búast má við að
reiðhöllin hafí áhrif á flesta þætti
hennar.
Texti: Valdimar Kristinsson
Er stoltur yfir því
sem hér fór fram
-segir séra Signrður Haukur Guðjónsson
Reiðhöllin
opnar dyr í
ýmsar áttir
-segir Þorvaldur
Þorvaldsson
„AÐ mínu mati tókst vel til á
þessari fyrstu sýningu í Reið-
höllinni en þess er þó að geta að
ég hef ekki séð sambærilegar
sýningar erlendis þannig að ég
hef ekki samanburð,** sagði Þor-
valdur Þorvaldsson endurskoð-
andi í Reykjavík og hestamaður.
„Eg held að þessi bygging eigi
eftir að opna dyr í ýmsar átta í
þróun íslenskrar reiðmennsku og
þá sem viðbót en ekki þannig að
einhver þáttur hestamennskunnar
detti út og reiðhallarreiðmennska
komi í staðinn. Við höldum áfram
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Þorvaldur Þorvaldsson: Sýning-
ar verða fágaðri með tilkomu
reiðhallarinnarog sennilega reið-
mennskan almennt um leið.
að ríða hestum okkar úti í náttú-
runni en Reiðhöllin verður viðbót,"
sagði Þorvaldur sem virtist ánægð-
ur með þennan stóra og langþráða
áfanga.
„ÉG HEF allt gott um þessa
Reiðhöll að segja og er sjálfur
þátttakandi í því að hún komst
upp. Ég er líka ógurlega stoltur
yfir því sem hér fór fram áðan,“
sagði séra Sigurður Haukur
Guðjónsson, er hann var spurð-
ur álits á nýju Reiðhöllinni að
opnunarhátíðinni lokinni.
Sigurður Haukur sagði að það
væri aðeins eitt sem hann sæi eft-
ir og það væru hestamir sem taka
þátt í heimsmeistaramótinu sem
fram fer í Austurríki í ágúst.
„Keppnishestamir voru svo falleg-
ir og ég á eftir að sjá eftir þeim
er þeir fara úr landi.
Áberandi var hvað ungur
krakkamir komu vel fyrir. Ég er
sannfærður um að þessi höll á
eftir að vera þeim til góðs“.
Sigurður var spurður hvort
hann, sem venjulegur hestamaður,
myndi nota höllina.
„Það efast ég um,“ sagði hann.
„Ekki nema til þess að horfa á
aðra. Ég held áfram að ríða út
fýrir utan.
En mikilvægasta hlutverk Reið-
hallarinnar er að kveikja þrá þeirra
sem yngri eru til þess að kynnast
náttúrunni og landinu og það held
ég að hún geri. Borgarbúanum er
nauðsynlegt að hafa tómstunda-
Morgunblaðið/Sverrir
Séra Sigurður Haukur Guðjóns-
son taldi líklegt að hann héldi
áfram að ríða út fyrir utan Reið-
höllina
gaman og hestamennskan er eitt
þeirra".