Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 15 I ÞIIMGHLÉI Stjórnmálamenn: Ovissa í bak og- fyrir Milli tanna almennings I íslenzkt þjóðfélag hefur ekki verið stéttskipt í sama mæli og flest önnur, sem við kunnum skil á. Hér keppa allir að því að verða bjargálna, sjálfum sér nógir; og þeir, sem heltast úr þeirri lest af einhverjum ástæðum — oft óviðr- áðanlegum — eiga samfélagslega kröfu á viðunandi lágmarksaf- komu. Vísir að slíkum tryggingum var til hjá hinum fomu hreppum landnámsaldar, áður en þjóðríki var stofnað á Þingvöllum 930. Að þessu leyti vóru hinir fyrstu íslendingar frumkvöðlar meðal germanskra þjóða. Hér eru fáir moldríkir og fáir sárafátækir, þó að hvorir tveggja séu efalaust finnanlegir. Bil ríkra og fátækra hér á landi er víðs íjarri því að vera jafn yfirþyrm- andi og sums staðar annars staðar, til dæmis í ríkjum Suður- Ameríku. Það er og naumast hægt að tala um hatröm stéttaátök hér á landi, þó að aðilar vinnumarkaðar- ins þrátti um skiptingu þjóðarkök- unnar svokölluðu með nokkuð hefðbundnu millibili. Þeir sem hæst tala um stéttastríð eru gjaman úr hópi vinstri sinnaðra mennta- og ríkisstarfsmanna, ekki úr framleiðslustéttum í sveit og við sjó. Engu að síður em starfsstéttir samfélagsins misvinsælar á mæli- kvarða almennings. II Sennilega er engin „starfsstétt" jafn títt á milli tanna fólks og alþingismenn, að ekki sé nú talað um ráðherra. Ég nota orðið starfs- stétt með vissum fyrirvara. Sem betur fer er vart hægt að líta á þingmenn sem sérstaka starfs- stétt. Þeir em — eða eiga að vera — vaxnir úr hinum ýmsu starfs- stéttum þjóðfélagsins. Að öðmm kosti hefur Alþingi ekki nægjan- leg tengsl við hin ýmsu og fjöl- breyttu svið atvinnu- og þjóðlífs. Það er vonandi langt í það að íslenzkir stjórnmálamenn verði afmörkuð starfsstétt, eins konar hagsmunahópur í dansinum um- hverfis þjóðarkökuna. Við, hinir almennu borgarar, veljum yfírhöfuð frambjóðendur í prófkjömm. Margir telja prófkjör úrelt orðin en það er önnur saga. Síðan veljum við sem kjósendur þingmenn í almennum, leynileg- um kosningum. Skipan Alþingis er því okkar verk, mestpart, þó að það sé unnið undir síbylju áróð- urs úr öllum áttum. En við eigum völina og kvölina. Þegar við höfum síðan valið þingmenn, fyrst frambjóðendur í prófkjömm og síðan í þingkosn- ingum, hefst sú þjóðaríþróttin að taka þetta kjörna lið í karphúsið. Og þá emm við fyrst í essinu okkar; þjóðkór á háum nótum. Þá gleymist oftar en ekki að þing- heimur er samansettur svo sem atkvæði okkar stóðu til. Þessi gagnrýni er því að dijúgum hluta sjálfsgagnrýni. En er hún ekki hæstmóðins í stjórnmálum líðandi stundar? Enginn má skilja orð mín svo að Alþingi sé hafið yfir gagnrýni. Þvert á móti. Hvergi er gagnrýni fremur þörf. En þegar þing hefur verið kjörið á fremur að deila um málefni en menn. Þingmenn mega hinsvegar hafa í huga, þegar þeir tala sem verst og af hvað mestri ósanngirni hver um annan, að þeir eiga að hluta til sök á hinu STEFÁN FRIÐBJARNARSON almenna og á stundum ómaklega umtali sem þingheimur hlýtur. III Alþingi er vinnustaður 63 þing- manna, auk fjölda annars starfs- fólks. Á þessum vinnustað, sem öðrum, býr starfsfólkið [þing- mennirnir] að mismiklum hæfi- leikum til að leysa einstök verkefni af hendi. Viðfangsefnin eru hinsvegar svo fjölbreytt að ólík þekkingarsvið, ólík lífsreynsla og ólíkir hæfileikar einstakra þingmanna nýtast á heildina litið. Velflestir þingmenn eru og vel- hæft og velviljandi fólk, hvað sem skoðanaágreiningi líður. Að halda öðru fram væri móðgun við háttv- irta kjósendur, sem trúðu þeim fyrir löggjöfinni og ríkisbúskapn- um — sem og stefnumörkun og ákvarðanatöku í fjölmörgum mik- ilvægum samfélagsmálum. Engir aðrir vinnandi menn i þjóðfélaginu þurfa að ganga í gegn um hliðstætt reynslupróf (prófkjör og kosningar) og þing- menn áður en þeir geta hafist handa við störf sín. Ekki einu sinni heldur jafnoft og kosið er til þings. Og fáir búa við jafnlítið atvinnuör- yggi. Þegar bezt lætur er ráðning- artíminn fjögur ár. Hann getur verið mun styttri. Sumir þing- menn, kjörnir 1978, sátu aðeins árið. Aðrir halda velli áratugum saman. ÍV Á meðfylgjandi mynd sjást nýir þingmenn, kjörnir 1983, það er þingmenn sem tóku þá sæti á Alþingi í fyrsta sinni: Stefán Benediktsson (Bandalagjafnaðar- manna/Alþýðuflokkur), Kristín Halldórsdóttir (Samtök um kvennalista), Björn Dagbjartsson (Sjálfstæðisflokkur), Kristín S. Kvaran (Bandalag jafnaðar- manna/Sjálfstæðisflokkur), Gunnar G. Schram (Sjálfstæðis- flokkur), Guðrún Agnarsdóttir (Samtök um kvennalista), Kol- brún Jónsdóttir (Bandalagjafnað- armanna/ Alþýðuflokkur), Guðmundur Éinarsson (Bandalag jafnaðarmanna/Alþýðuflokkur), Margrét Frímannsdóttir (þá vara- þingmaður Alþýðubandalags), Steingrímur J. Sigfússon (Al- þýðubandalag), Þorsteinn Pálsson (Sjálfstæðisflokkur) Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Samtök um kvennalista) og Árni Johnsen (Sj álfstæðisflokkur). Af tó//nýjum þingmönnum árs- ins 1983 eru átta ekki í hópi þingmanna 1987, eftir kosningar síðast liðið vor, eða hér um bil 67%. Sumir hættu sjálfviljugir. Aðrir náðu ekki endurkjöri. Þessi upptalning sýnir það öryggisleysi, sem þingmenn verða að undir- gangast, hvað þingmennsku varðar, sé litið á hana sem starf , að ekki sé nú talað um lífsstarf. V Það er aldrei á vísan að róa fyrir stjórnmálamenn, þar sem kjósendur eru. En þeir hafa kosið sér þetta hlutskipti og verða að sæta því með kostum þess og göllum. Það er hinsvegar á þeirra færi, og þeirra einna, að breyta þeirri ímynd, sem stjórnmálamaðurinn hefur hjá þjóðinni, til hins betra. Meðal annars með því að umgang- ast innbyrðis, ekki sízt í rökræð- um, af meiri háttvísi og tillitssemi en oft vill verða í hita leiksins. Almenningur vill þó heldur stór- yrta einlægni og hreinskiptni en fallega orðaðan tvískinnung. Háttvirtir kjósendur verða og að gera sér grein fyrir því að þeir eiga bæði höfundarrétt og bera höfundarábyrgð á skipan Alþingis hverju sinni. Þessvegna hefur verið sagt að hver þjóð hljóti það þjóðþing sem hún á skilið. Ennfremur að hvert þjóðkjörið þing sé spegilmynd og þverskurð- ur hinna atkvæðisbæru. Eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni. Guðspjall dagsins: Matt. 5.: Réttlæti Farise- anna. JWeööur á morgun Gallen Langbrók: „Prjón og gleði“ SKÁLHOLTSHÁTÍÐ 1987. Hátíöarmessa í Skálholtsdómkirkju kl. 14.00. Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur Breiöabólstað predikar. Altarisþjónustu annast sr. Ólafur Skúlason vígslubiskup, sr. Tómas Guö- mundsson prófastur og sr. Guðmundur Óli Ólafsson Skálholtsprestur. Organisti FriÖrik Vignir Stefánsson. Skálholtskórinn syngur undir stjórn Ólafs Sigurjónssonar. Sam- koma kl. 16.30. Ræöumaöur: Kristinn Kristmundsson, skólameistari Laugarvatni. Trompetleikur: Jón Sigurösson og Jón Hjaltason. Helgistund: Sr. Halldór Reynis- son, Hruna. ÁSKIRKJA: Viö vekjum athygli á aö safnaö- arferö Ás- og Laugarnessókna á Skálholts- hátíð. Sjá nánar undir Laugarneskirkja. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ólafur Jens Sigurösson messar. Sóknarnefndin. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Fermd veröur Dúna Teresa Perpinias frá Lyckeby í SvíþjóÖ, stödd í Stigahlíö 16. Altarisganga. Dómkórinn syngur. Organleikari Helgi Pót- ursson. Sr. Hjalti Guömundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: GuÖsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson messar. Fella- og Hólakirkja: GuÖsþjónusta kl. 11. Organisti Magnús Jónsson. Hreinn Hjartar- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Manu- ela Wiesler og Einar G. Sveinbjörnsson leika saman á flautu og fiðlu. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriöjudag: Fyrirbænamessa kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Orthulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjónusta í Kópa- vogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guöbrands biskups. Guösþjónusta kl. 11. Einsöngur Pótur Guölaugsson. Organisti og kórstjóri Oddný Þorsteinsdóttir. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa fellur niöur vegna safnaöarferöa Ás- og Laugarnes- sókna á SkálholtshátíÖ. Fariö veröur frá Laugarneskirkju kl. 10.00 og frá Áskirkju kl. 10.15. Þátttakendur þurfa ekki aö tilkynna sig fyrirfram en mæta stundvíslega. Fólk getur haft meö sór nesti, en í Skálholts- skóla er hægt aö fá keyptar veitingar. Fararstjóri veröur Þorsteinn Ólafsson. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag 29. júlí: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Hall- dórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Sr. Solveig Lára Guömundsdóttir. FÉLAG fyrrverandi sóknarpresta: Guös- þjónusta veröur haldin í Hveragerðiskirkju kl. 14.00 á 35 ára afmæli dvalarheimilisins í Ási. Dómhildur Jónsdóttir safnaöarsystir flytur ræöu. Sr. Jón Kr. ísfeld þjónar fyrir altari. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. MARÍUKIRKJA Brelðholti: Hámessa kl. 11.Hjálpræðisherinn: Útisamkoma á Lækj- artorgi ef veöur leyfir kl. 16. HjálpræÖissam- koma kl. 20.30. Flokksforingjar tala og stjórna. KFUM & KFUK, Amtmannsstfg. Almenn samkoma kl. 20.30. Dáinn með Kristi — Róm. 6,3—11. Upphafsorð: Vatnaskógur. Ræöumaöur Jóhannes Ólafsson kristniboði. Bænastund er kl. 20. GARÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Sr. SigurÖur H. Guömundsson messar. Sóknar- prestur. KAPELLA St. JÓ8efssy8tra Garðabæ: Há- messa kl. 14. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga kl. 8. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum:Messa kl. 14. Organisti Frank Herlufsen. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14 á 35 ára afmæli dvalarheimilisins i Ási minnst. Dómhildur Jónsdóttir safnaöarsystir flytur ræöu. Sr. Jón Kr. ísfeld þjónar fyrir altari. Fólag fyrrverandi sóknarpresta. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guömundsson. ÞINGVALLAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14. Sveinbjörg Pálsdóttir. FINNSKI textíllistamaðurinn Sirkka Könönen opnar sýn- ingu á verkum sínum í Gallerí Langbrók, Bókhlöðustíg 2, sunnudaginn 26. júlí kl. 17.00. Sýningin, sem ber yfírskrift- ina „Pijón og gleði“ er opin daglega kl. 12—18 fram til 5. ágúst. Þar getur að líta margs konar listprjón, bæði fatnað og annað. Sirkka Könönen fæddist í Suonenjoki árið 1947, en býr og vinnur í Helsinki, þar sem hún hefur rekið eigin vinnustofu frá 1981. Hún hefur fengist við bæði textíllist og nytjahluti, einkum ptjón. í verk sín notar hún að mestu ull, en hannar samt einnig baðmullarfatnað. Sirkka Könönen á að baki langt nám í textílfræðum og hefur oft sýnt verk sín, bæði á einkasýningum og samsýning- um, innan Finnlands og utan. Hún átti meðal annarra verk á samsýningu Artisaani í Norræna húsinu 1982. Henni hafa hlotn- Sirkka Könönen ast ýmis verðlaun, viðurkenning- ar og styrkir og verk hennar er að finna á söfnum í Finnlandi og Ungveijalandi. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.