Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 19 Náttúruverndarráð: Um hvalveiðar í vísindaskyni EFTIRFARANDI fréttatilkynn- ing hefur borist Morgnnblaðinu frá Náttúruverndarráði: „í tilefni af þeim umræðum sem orðið hafa í fjölmiðlum að undanf- örnu um hvalveiðar í vísindaskyni, þar sem m.a. hefur verið vikið að afstöðu Náttúruverndarráðs til þessara veiða, þykir ráðinu rétt að taka fram eftirfarandi: Undanfarin ár hefur Náttúru- verndarráð oft fjallað um hvalveiðar á fundum sínum og ályktað um þær. Á síðastliðnu ári hefur undir- nefnd ráðsins, skipuð líffræðingum, einnig haldið fjölmarga fundi vegna hvalveiðanna. Þá hefur Náttúru- verndarráð boðið sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar á sinn fund til að kynna og ræða rann- sóknaáætlunina um hvalveiðar í vísindaskyni. Ráðið hefur ávallt verið á þeirri skoðun að líta beri hvali sem nýtanlega auðlind innan þeirra marka sem stofnar örugg- lega þola. Þetta kemur m.a. fram í ályktunum ráðsins í mars 1981, október 1982 og í bréfi sem ráðið skrifaði Sjávarútvegsráðuneyti í júní 1985 vegna áætlunar um Átak í hvalarannsóknum árin 1986-1989. I þessu bréfi, svo og í bréfum til Sjávarútvegsráðuneytisins í ágúst 1985 og desember 1986, kemur jafnframt skýrt fram að Náttúru- vemdarráð telur skorta nægileg líffræðileg rök fyrir því að nauðsyn- legt sé að veiða þann fjölda hvala sem áætlunin gerði ráð fyrir. Þá var m.a. haft. í huga að Alþjóðahval- veiðiráðið hafði samþykkt að stöðva skyldi hvalveiðar frá 1986 og ísland ekki mótmælt þeirri samþykkt. Náttúruverndarráð telur að hval- veiðar nú í vísindaskyni séu því aðeins réttlætanlegar að þær séu örugglega langt innan þeirra marka sem stofnarnir þola og þá einungis ef með þeim fást upplýsingar sem ekki er hægt að afla með öðmm hætti. Bent skal á, að þau gögn sem nú skortir einna mest til að bæta mat á stofnstærð eru upplýsingar um ferðir og hegðun hvalastofn- anna, og þau gögn fást ekki nema að litlu leyti með veiðunum. Þá er ljóst að mjög mikilvægra upplýs- inga um stærð hvalastofna er unnt að afla með hvalatalningum á sjó og úr lofti. Íslendingar byggja lífsafkomu sína á auðlindum sjávar og eiga allra þjóða mest undir skynsam- legri nýtingu hafsvæðanna um- hverfís landið. Að því verður að hyggja að afstaða okkar til hval- veiða rýri ekki traust okkar sem þjóðar með ábyrga afstöðu til nátt- úruvemdar og nýtingar auðlinda sem við verðum í flest öllum tilvik- um að deila með öðrum þjóðum. Náttúruverndarráð bendir líka á að eigi síðaren 1990 mun Alþjóðahval- veiðiráðið taka ákvörðun um veiði- stöðvun til endurskoðunar og fer þá fram alhliða mat á áhrifum veiði- stöðvunarinnar á hvalastofnana. Hyggja verður vel að því að íslencj- ingar geri ekki slíkt mat erfiðara með veiðum á meðan á þessari veiði- stöðvun stendur.“ Ekki hvalavinir sem eru einangraðir í afstöðu sinni heldur Islendingar - segir Birgit Sef&nark talsmaður Greenpeace SAMTÖKIN Greenpeace hafa ekki tekið afstöðu til áróðurs- herferðar til að skaða viðskipta- hagsmuni íslendinga verði hvalveiðum haldið áfram, að sögn Birgit Seffmark talsmanns samtakanna. Innan Greenpeace ríkir eining um að hætta beri hvalveiðum alfarið og afla vitn- eskju um sto&istærðir. Hvort leyfa beri veiðarnar þegar niður- staðan liggur fyrir, hafa félag- arnir hinsvegar ekki komið sér saman um. „Grænfriðungar eru alls ekki á móti dýradrápi til fæðuöflunar og hafa til dæmis ekki beitt sér gegn hvalveiðum Grænlendinga. Við leggjum ekki tilfinningaleg rök til grundvallar andstöðunni gegn hval- veiðum. Við berjumst einfaldlega fyrir því að fólk beri virðingu fyrir náttúrunni. Þar sem stærð hvala- stofna er óþekkt eru einu skynsam- legu viðbrögðin að friða dýrin. Ella erum við að hætta á útrýmingu þeirra," sagði Seffmark í samtali við blaðamann. Seffmark er starfsmaður skrif- stofu Greenpeace í Gautaborg. Samtökin reka átján skrifstofur víðsvegar um heim, þar af þrjár á Norðurlöndunum og hafa á þriðja hundrað starfsmanna í fullu starfi. Tekjur Greenpeace eru aðallega fijáls framlög einstaklinga. I Svíþjóð einni styðja 250.000 manns samtökin með um 1000 króna fram- lagi á ári. Þá er tekna aflað með sölu á bókum, bæklingum, stutt- ermabolum og því umlýku eða skyggnusýningum hjá félagasam- tökum og skólum. Undanfarið hefur Seffmark borið ábyrgð á því að fýlgjast með hval- veiðum Islendinga og stjómað baráttunni gegn þeim í Evrópu. „Ég hef reynt eftir megni að koma sjón- armiðum okkar á framfæri á íslandi. Það er ákaflega erfitt því fjölmiðlar og stjómmálamenn hafa spilað á strengi þjóðarstoltsins og vakið upp andúð gegn skoðunum okkar. í vetur hef ég reglulega sent alþingismönnum, dagblöðum, tíma- ritum og fréttastofum upplýsingar um gang rnála." Til stuðnings þeirri skoðun sinni að sjónarmið Greenpeace hefðu ver- ið rangtúlkuð hér á landi nefndi Seffmark atburðina í Hamborg þeg- ar stjórnvöld stöðvuðu gám með hvalkjöti eftir ábendingu félaga í samtökunum. „Á íslandi er sagt frá þessu máli eins og um skemmdar- verk hafí verið að ræða af okkar hálfu. Það er fjarri sannleikanum. Stjómvöld í Þýskalandi hafa ekki ásakað okkur um nein spellvirki, heldur þvert á móti þakkað okkur fýrir að hafa vakið athygli á lög- brotinu." Seffmark kom til landsins í byrj- / Morgunblaðið/KGA „Við leggjum ekki tilfínningaleg rök til grundvallar andstöðunni við hvalveiðum. Baráttumál okk- ar er tilskylin virðing fyrir náttúrunni,“ sagði Birgit Seff- mark sem stjórnar aðgerðum Greenpeace vegna hvalveiða ís- lendinga. un vikunnar til þess að kynna sér andrúmsloftið vegna viðræðna um hvalveiðideiluna. Hún mun ræða við samtök hvalavina og hyggst ná tali af ráðamönnum. „Menn em annars mjög varkárir núna og vilja helst ekki ræða þessi mál fyrr en niður- JÓHANNA Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, hefúr sent öllum ráðuneytum, stofnunum og fyrir- tækjum rfkisins bréfþar sem beint er til þeirra að gera átak f að ná fram markmiðum rfkisstjórnar- innar i jafnréttismálum. í bréfinu er vitnað i stefnuyfirlýs- ingu og starfsáætlun ríkisstjómar- innar þar sem m.a. segir að átak skuli gert til að koma á jafnrétti kvenna og karla með sérstakri áherslu á launajafnrétti og að launa- stefna ríkisins, sem aðila að kjara- samningum, miði að því að bæta kjör hinna tekjulægstu og endurmeta störf kvenna og stuðla að jafnrétti í launakjörum og hlunnindagreiðslum hjá ríkinu. staða fæst í hvalveiðideilunni," sagði Seffmark. „Það kemur okkur ekki á óvart að íslendingar skuli snúast til varn- ar þegar þeir em gagnrýndir fýrir hvalveiðar sínar og bendi okkur á annað sem miður fer - eins og höfr- ungadráp Bandaríkjamanna. Við höfum kynnst líkum viðbrögðum í Bretlandi í áróðursstríði okkar gegn kjamorkumengun og „súm regni“. Almenningur þar snýst til vamar og segir okkur að leita að vanda- málum annarsstaðar. En Islending- ar verða að hafa í huga að það em ekki hvalavinir sem em einangrað- ir. Halldór Ásgrímsson einangraðist í afstöðu sinni á aðalfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins þar sem 19 aðild- arríki greiddu atkvæði gegn hval- veiðum ykkar," sagði hún. „Ég hef sjálf talað við sjávarút- vegsráðherra á Norðurlandaráðs- þinginu í Helsinki og undraðist á því hvað hann vissi lítið um Gre- enpeace og rök okkar gegn hval- veiðum. Hann heldur því fram að 15.000 stórhveli séu í sjónum kring- um ísland án þess að hafa fyrir því nokkra vissu. Hvað ef hvalimir em aðeins 2000? Þá gætuð þið stefnt þeim í útrýmingarhættu með veið- unum. Efinn er einfaldlega of mikill. Það em tækar aðferðir til að rannsaka hvali án þess að drepa þá, eins og talning dýra eða athug- anir á erfðavísum í húðfmmum. Vilji íslendingar í raun og vem stunda vísindalegar athuganir á hvölum væri hægur leikur að afla þeirrar vitneskju án veiða,“ sagði Birgit Seffmark. Bent er á framkvæmdaáætlun er lögð var fram á Alþingi síðastliðinn vetur en þar er því beint til ráðu- neyta og opinberra stofnanna að þau beiti sér fyrir því á ýmsum sviðum að rétta hlut kvenna. í bréfinu er þess óskað að félags- málaráðuneytið fái að fýlgjast með framgangi málsins og ráðuneytið muni síðar fylgja því eftir með könn- un á framkvæmd og stöðu þess innan ráðuneyta og ríkisstofnana. Enn- fremur hefur félagsmálaráðuneytið sent fíármálaráðuneyti bréf og óskað eftir viðræðum um framgang á þeirri stefnu ríkisstjómarinnar sem kveður á um endurmat á kvennastörfum og jafnrétti í launakjörum og hlunninda- greiðslum hjá ríkinu. Félagsmálaráðherra: Opinberar stofnanir og fyrir tæki geri átak í jafhréttismálum GBUDHAGSTÆD MATARiNNKAUP Glænýr, spriklandi Hvítárlax daglega á stórlækkuðu verði. Aðeins kr. 390 pr. kg. í heilu. London Lamb á lcr. 435 pr. kg. Úrbeinaður hangiframpartur pr. kg. Grillkótilettur Lambahryggur kr. 299Pr.kg. Nautahakk pr. kg. , Svínabógur kr. 340 pr kg Svínalæri IsjT* 34-0 pr. kg. Nýhamflettur lundi stk. Ný ogferskhláber kr. 139 askjan. Opið í dag frá Id. 10 -16 o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.