Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 12
12 i MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 Lunning-verðlaunin eftirStefán Snæbjörnsson í dag, laugardaginn 25. júlí, verð- ur opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á listiðnaði frá Norðurlöndum. Sýning þessi er að því leyti sér- stök að hér er um að ræða sýnishom af verkum hönnuða sem á sínum tíma hlutu hin eftirsóttu hönnunar- verðlaun, sem kennd voru við Frederik Lunning, eiganda umboðs- verslunar Georgs Jensen í New York. Lunning-verðlaunununum var úthlutað í fýrsta sinn árið 1951 á 70 ára afmæli Lunnings, 21. desem- ber. Þeir sem þá hlutu verðlaunin voru danski húsgagnaarkitektinn Hans J. Wegner (1914) og hinn fjöl- hæfí „galdrameistari" fínnskrar hönnunar Tapio Wirkkala (1915— 1985). Verðlaununum var síðan úthlutað með sama hætti til tveggja hönnuða í senn fram til ársins 1970 er þau voru lögð niður. Það var hlutverk sérstakrar út- hlutunamefndar, nánast einskonar akademíu, en í henni áttu sæti menn á borð við Alvar Aalto, Ake H. Huldt, Viggo Sten Möller, Tor- olf Pryts og fleiri, að finna þann Jöfnuð" milli landanna sem að var stefnt af hálfu stofnanda verðlaun- anna. Dómnefndarmenn sem áður en jrfír lauk urðu tuttugu og fímm, átta í senn, áttu það sameiginlegt að vera í fararbroddi í norrænni hönnun, ýmist sem starfandi hönn- uðir eða skólamenn er beittu sér fyrir auknum skilningi á gildi hönn- unar, hvort sem var af félagslegum eða_ viðskiptalegum toga. A sýningunni verða þannig kynnt verk 40 hönnuða úr hópi þeirra sem hæst bar á Norðurlöndum á því 20 ára tímabili sem Lunning-verðlaun- unum var úthlutað. Flestir þeirra em enn í dag í röðum þeirra sem fram úr skara og koma stöðugt á óvart með nýjum hugmyndum í glímunni við efni og tækni. Hver var Frederik Lunning Árið 1923 hófst Frederik Lunn- ing, sem verið hafði forstöðumaður söludeildar Georgs Jensen, silfur- smiðjunnar í Kaupmannahöfn, handa um að byggja upp sölufyrir- tæki í New York, en því var ætlað að fínna markað fyrir framleiðslu fyrirtækisins vestanhafs. Þrátt fyrir efasemdir flestra um að slíkt mætti takast setti hann á stofn verslun á eigin ábyrgð undir nafninu Georg Jensen Incorporated. í lítilli verslun í 53. götu hóf hann að falbjóða hina vönduðu, dönsku silfurvöru. Ifyrirtæki hans blómstr- aði og áður en varði hafði það haslað sér völl við Fimmta breið- stræti og óx stöðugt. Silfur Georgs Jensen og postulín Hinnar konung- legu dönsku postulínsverksmiðju skapa fram að síðari heimsstyijöld- inni andlit fyrirtækisins. Á stríðsárunum dregst fram- leiðslan í Danmörku saman og eftir að Bandaríkin dragast inn í styij- aldarátökin lokast leiðir aðfanga. Óhjákvæmileg breyting verður á fyrirtækinu. Ekki er lengur hægt að takmarka vöruval við gæðafram- leiðslu fárra fyrirtækja. Yfírbragð „sölutorgsins" færist yfír Georg Jensen Incorporated, verslað er á þremur hæðum og starfsmenn nálg- ast 300. Eftir að stríðinu lýkur komast eðlileg samskipti á og framleiðsla tekur við sér á ný og þarf engan að undra að jafn metnaðarfullur verslunarmaður og Frederik Lunn- ing hefur verið taki þá til við að leita leiða til að tryggja fyrirtæki sínu fyrri reisn og virðingu. Bak- svið hans var hin stranga hefð danskrar silfursmíði — þar sem formfegurð og gæði handverksins sátu í fyrirrúmi. Finnski hönnuðurinn Timo Sarpaneva, „skáldið í forminu", glerhlutur (object) Kajak, Ahlström-Ittala. Hönnun 1954. „í margvíslegri umjQöll- un, í fagritum, sýning- arskrám og listfræði- legri úttekt á norrænni hönnun á árunum eftir 1950, kemur fram sú skoðun að Lunning- verðlaunin hafí haft mikla þýðingu á þessu þróunar og blómaskeiði norrænnar hönnunar,“ Kaj Dessau Það virðist að meira að minna leyti fyrir tilviljun að leiðir Kaj Dessau, sem lengi var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Bo í Kaupmannahöfn, og Frederiks Lunning liggja saman. Lunning ræður hann til sín 1949. Hlutverk Kaj Dessau verður að endurskipu- leggja starfsemi Georg Jensen Incorporated. Með hliðsjón af því að fyrirtækið hafði í upphafí fyrst og fremst boðið „hágæðavöru" frá Danmörku beina menn sjónum að því að taka upp að nýju fyrri sam- bönd. Að takamarka þau ekki við silfur og postulín, heldur að opna „norrænum" listiðnaði og iðnhönn- un í háum gæðaflokki, hveiju nafni sem nefndist, leið að nýju og stóru markaðssvæði. Ekki hefur það heldur latt að skandinaviskur eða norrænn list- iðnaður stefndi fljótlega eftir styij- öldina inn í framfara- og þroskaskeið, þar sem hið „mann- lega mjúka", virðingin fyrir eðli hráefnisins og tækni sem bauð upp á nýjar lausnir, var aðlagað nota- gildishugmyndum funksjónalism- ans á 3. áratugnum. Það var Kaj Dessau sem átti hugmyndina að stofnun Lunning-verðlaunanna. Tilgangurinn hefur án efa verið tvíþættur: I fyrsta lagi að styrkja efnilega hönnuði og vekja á þeim verðskuld- aða athygli. Verðlaunin voru alltaf í formi ferða og námsstyrkja. Þau stuðluðu þannig að aukinni faglegri þekkingu og yfírsýn þeirra sem þau hiutu. Mikilvægi þessa fyrirkomulags verður að skoða í ljósi tímans. Upp úr 1950 voru samgöngur milli landa og möguleikar til ferðalaga með öðrum hætti en nú er og þó að slíkar ferðir hafí ekki undir lok þess tímabils, sem Lunning-verð- laununum er úthlutað, verið sú nýlunda sem í upphafí tryggði þetta þó að þær voru ávallt famar í fag- legum tilgangi. í öðru lagi skapaðist með þessum hætti samband við rramleiðendur á Norðurlöndum. Samband sem nauðsynlegt var til að takast mætti Norski leirkerasmiðurinn Erik Plöen. Vasi úr steinleir með þrykktri skreytingu. Hönnun 1960. Danski húsgagnaarkitektinn Hans J. Wegner hannaði hinn svokall- aða Páfuglsstól 1947. Jóhannes Hansen A/S Soborg. að opna þann kynningarglugga við- skipta fyrir norrænar listiðnaðar- og iðnaðarvörur í Bandaríkjunum, sem Georg Jensen Incorporated stefndi að. Frederik Lunning dó árið 1960. Þá tekur sonur hans, Just Lunning, við rekstri fyrirtækisins, en þegar hann fellur frá árið 1970 er fyrir- tækið selt og Lunning-verðlaunin eru lögð niður. Nóbelsverðlaun hönnunar í margvíslegri umfjöllun, í fagrit- um, sýningarskrám og listfræði- legri úttekt á norrænni hönnun á árunum eftir 1950, kemur fram sú skoðun að Lunning-verðlaunin hafí haft mikla þýðingu á þessu þróun- ar- og blómaskeiði norrænnar hönnunar. Það er á þessum árum að hugtakið Scandinavian Design verður til sem einskonar vörumerki eða gæðastimpill. Trygging þess, að sú hugmyndafræði sem fyrr er getið liggi verkunum til grundvall- ar. Einstaka menn eins og H.O. Gummerus — sem á þessum tíma var framkvæmdastjóri Finnska list- iðnaðarfélagsins — taka svo djúpt í árinni að kalla Lunning-verðlaunin Nóbelsverðlaun hönnunarinnar. Sé upphæð sú, sem úthlutað var á þessu 20 ára tímabili, færð fram til verðgildis í dag, mun hún ekki minni en hálf milljón Bandaríkja- dala. Samvinna um kynningu Það verður að telja víst að Lunn- ing-verðlaunin hafí með afgerandi hætti stuðlað að, eða a.m.k. flýtt fyrir, mjög öflugri kynningarstarf- semi á þessu sviði, sem löndin stóðu að og þá oft sameiginlega. Þannig var lagður grundvöllur að traustu samstarfí norrænna hönnunarfé- laga, sem áður höfðu með fræðslu- starfí og umfjöllun barist fyrir bættri hönnun, einkum fjöldafram- leiddra nytjahluta. Lunning-verðlaunin, og það til- efni til urrdjöllunar sem þau gefa, blása lífi í öflugt samstarf land- anna. Þessu má sjá stað í röð stórra farandsýninga fyrst til Englands (1953) og annarra landa í Evrópu, en síðan um allan heim, Norður- Ameríku og Kanada, Mið- og Suður-Ameríku, Asíu, Afríku og Ástralíu. Þá hafði þátttaka land- anna í Mílanó-triennalnum afger- andi áhrif til að auka veg norrænnar hönnunar. ísland átti fulltrúa í einni fram- angreindra sýninga, Formes Scandinaves í París 1959, og verður vikið að því síðar. Hönnuðirnir Það væri vissulega ástæða til að fara hér nokkrum orðum um hönn- uðina, sem verk eiga á þessari sýningu, sem mun fylla vestursal Kjarvalsstaða. Til þess eru þeir þó of margir. Það má hinsvegar með vissu fullyrða, að nöfn þeirra munu láta kunnuglega í eyrum margra. Eins má búast við að mörg íslensk heimili eigi í fórum sínum hluti, sem þeir hafa hannað, hvort sem um væri að ræða „signeruð" listiðnað- arverk eða fjöldaframleidda nytja- hluti. Sögnleg- yfirlitssýning' Þó að flestir hönnuðimir séu eins og áður sagði virkir enn í dag er þessi sýning fyrst og fremst söguleg yfírlitssýning, sem ætlað er að lýsa ákveðnu tímabili. Það eru listiðnað- arsöfn á Norðurlöndum, sem að henni standa, en þau eru: Hið danska listiðnaðarsafn í Kaup- mannahöfn, Listiðnaðarsafnið í Helsinki, Listiðnaðarsafnið í Osló, Ríkislistasafnið í Stokkhólmi, Röhsska listíðasafnið í Gautaborg og Listiðnaðarsafnið í Bergen. Jamo Teltonen, forstjóri Listiðnað- arsafnsins í Helsinki, hefur haft yfírumsjón með samsetningu sýn- ingarinnar. Menningarmálanefnd Reykjavíkur og félagið Form ísland hafa greitt fyrir komu sýningarinn- ar hingað. Hf. Eimskipafélag íslands hefur veitt ómetanlega fyr- irgreiðslu við flutning þessarar stóru sýningar til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.