Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 17 Á efri myndinni er ensk fiðla frá upphafi 18. aldar. Sú neðri er eldri, en henni hefur verið breytt og hálsinn og fingrabrettið lengt, tvö atriði, sem greina barokk- fiðlu frá nútímafiðlu. um stráka á það hið gagnstæða við. En í tónlist er nauðsynlegt að tileinka sér alla eiginleika og þeir búa allir í okkur. Það gildir bara að þroska þá með sér, svo leikurinn verði tilbreyt- ingar- og blæbrigðaríkur. Það skiptir miklu máli að örva nemandann, svo hann verði sjálfstæð- ari. Það þarf auðvitað að segja ungum nemendum meira til en þeim eldri, þarf að stjórna þeim meira og miðla þeim af eigin reynslu, svo hún verði þeirra og þeir geti á endanum staðið á eigin fótum, sem sjálfstæðir tónlist- armenn. Gagnrýni verður að vera upp- byggjandi og skynsamleg. Ég læt ekki þar við sitja, að segja þeim mína skoðun, heldur rökstyð hana, því að- eins rökstudd skoðun gagnast þeim áfram. Mér hefur sjálfri verið kennt með skoðunum eingöngu og það er það versta, sem ég veit. Það þarf ástæður líka. Ég vil heyra hljómandi leik, en ekki að allir spili eins. Ég geri mikið af því að spyija nemendur mína, af hveiju þeir spila. Það verður að liggja einhver ákveðin hugsun að baki leikn- um, hugsun sem tónlistarmaðurinn ætlar og vill miðla áheyrendum. Tón- list er miðlun og liggi engin hugsun að baki, þá er engu að miðla. Nemendurnir tveir, sem ég hitti í Skálhoiti þennan dag, voru þær Dóra Björgvinsdóttir og Svava Bemharðs- dóttir, hvorugar neinir nýgræðingar í tónlistinni. Dóra lærði í Reykjavík og London, spilaði í tvö ár með Sin- fóníuhljómsveitinni í Malmö og býr nú í Chicago. Þar í býnum er mikill áhugi á barokk-tónlist, svo henni fannst freistandi að komast í kynni við þessa tónlist, til þess að geta þá hugsanlega gengið til liðs við fólk með þetta áhugamál. Svava á eftir einn vetur í námi í New York og fannst þetta tilvalið tækifæri til að öðlast innsýn inn í þennan tónlistark- ima. Og það var sannarlega ekki annað á þeim að heyra, en að Ann Wallström hefði tekist mæta vel það sem hún ætlaði sér, sumsé að sá með nemendum sínum fræi forvitninnar, sem brýndi þá til að leita sér meiri og dýpri þekkingar og reynslu af þessu heillandi tímabili, barokk- inu ... V- þyZMLAKJO DORNBII bl m * GALLEN HOHENEMS [' INNSBRUCK FELDKIRCH AuSTmbiiti ARLBERG ^RENNER ITALIA Schubertíaðan kom Hohenems á kortið og hér sjáið þið hvar bærinn er. ZtlRICH rnaí' .Klp LIECHTE STEIN L Melos-kvartettinn, sem hafa allir get- ið sér gott orð fyrir flutning á verkum Schuberts, auk annarra verka. Og svo var þama kvartett ungs fólks frá Salzburg, Hagen-kvartettinn, sem hefur þegar gefið út plötu og spilað nokkuð víða, harðsnúið tónlistarfólk. Á Schubertíöðunni núna lá frammi dagskrá fyrir næsta ár, svo áhuga- samir hátíðargestir gátu þegar farið að hlakka til júnímánaðar í Hohenems að ári, nánar tiltekið dagana 10.-26. júní 1988. Þá opnar Dietrich Fischer- Dieskau hátíðina með ljóðakvöldi, syngur Schubert-lög við texta Goet- hes. Hann var reyndar á hátíðinni í fyrra, en kom ekki í ár, að óábirgri sögn vegna þess að hann var eitthvað óánægður með blaðaumsagnir, ekki sízt um konu sína, en kemur sumsé næsta ár. Á öðrum ljóðakvöldum koma fram Olaf Bar, Robert Holl, Andreas Schmidt, Brigitte Fassbind- er og Peter Schreier, allt þýzkir ljóðasöngvarar og sem öll voru á hátíðinni í ár. Schreier verður með heilar þijár dagskrár, flytur Myllu- stúlkuna fögru, Svanasöng og Vetrarferðina á þrennum tónleikum, hvorki meira né minna. Hollendingurinn Nikolaus Harn- oncourt stjórnar flutningi Missa Solemnis Beethovens á tvennum tón- leikum ásamt Haag-hljómsveitinni og Arnold Schönberg-kórnum frá Vín. Einsöngvarar eru Julia Varady, sem er reyndar eiginkona Dieskaus, Maij- ana Lipovsek, sú júgóslavneska, Schreier og Dieskau. Auk þess stjórn- ar Harmoncourt þremur öðrum hljómsveitartónleikum. Af einleikur- um má nefna áðurnefndan píanóleik- ara András Sehiff, sellóleikarann rússneska Mischa Maisky, sem spilar hér með sinfóníunni næsta vetur, og meistarann Alfred Brendel. Þeir, sem hafa áhuga á að fá dag- skrána senda, geta skrifað til Schubertiade Hohenems, Postfach 100, A-6845 Hohenems, Österreich. Sími 55762091. Miðaverðið er frá 300 og upp í 1200 austurríska skild- inga (margfaldist með um 3,3 þessa dagana til að fá íslenzka verðið), eft- ir því i hvaða sal tónleikarnir eru og hvar setið. Vonandi að einhveijir íslenzkir tónlistarunnendur geti glatt sig við Schubertíöðuna að ári, eða síðar, því hún er greinilega komin til að vera. Það sézt á undirtekt um- heyrenda, vilja tónlistarmannanna til að koma ár eftir ár og brennandi áhuga Nachbauers á að halda áfram . . . Manuela á ferð og flugi Manuela Wiesler flautuleikari gerði stuttan stans hér um daginn og spilaði á sumartónleikum í Skál- holti með Einari G. Sveinbjörnssyni fiðluleikara. Efnisskráin var harla fjölbreytt, bæði gömul og ný verk. Manuela hefur búið í ferðatösk- um síðan í janúar, verið á sífelldum tónleikaferðum og ekkert lát verður á. 16. ágúst heldur hún einleikstón- leika á árlegri sumartónlistarhátíð í Vín, leikur þar nútímaverk, bæði íslenzk verk og erlend. 23. ágúst leikur hún einleik með sinfóníu- hljómsveitinni í Malmö. Þar á staðnum er siður að halda tónleika einu sinni á ári á útileikvangi í borginni og að þessu sinni er Manu- ela einleikari á þeim. Hún leikur Karnival í Feneyjum í öllum til- brigðum með hljómsveitinni, verk sem hún hefur spilað eftirminnilega hér heima sem einleiksverk. Auk þess spilar hún létt og skemmtileg verk eftir sænskt tónskáld, Lars Manuela Wiesler Erik Larsson. Eftir þessa tónleika gerir Manu- ela hlé fram í október, en fer þá í tónleikaferð um Noreg ásamt þar- lendum píanóleikara, Tom Ernst. Á efnisskránni verður rómantísk tón- list og nútímaverk. í Árósum kemur hún fram í annað skiptið á þessu ári. Auk þess að spila, heldur hún námskeið sem tónlistarháskólinn þar og í Álaborg halda í samein- ingu. Að sögn Manuelu er flautu- deildin í Árósum fíma skemmtileg, ungir og færir kennarar og hver um sig með sinn sérstaka blæ. Hugsanlega forvitnilegt 'fyrir íslenzka flautunemendur, sem skima of heiminn eftir spennandi kennurum og stöðum. Þetta hefur Manuela sumsé fyrir stafni á næstunni. Þeir sem eiga leið um ofannefnda staði geta hug- að að tónleikum hennar. Athugið að það er stutt sigling og tíðar ferð- ir milli Kaupmannahafnar og Malmö, sem býður upp á líflegt tónlistarlíf og reyndar líka eftirtekt- arvert nútímalistaverkasafn. Auglýslng Milljónamærings saknað Hver er hinn óþekkti milljónamæringur? Leit er hafin að óþekktum milljónamæringi. Um er að ræða karl eða konu, sem kom í verslun við Óðinstorg í Reykjavík laugardaginn 16. maí síðastliðinn og keypti þar Lottómiða klukkan 13:38 með tölunum 4, 22, 25, 26 og 29. Viðkomandi er beðinn að gefa sig fram á skrifstofu Islenskrar Getspár í Reykja- vík og taka þar við 2.111.437,00 krónum, sem hafa enn ekki verið sóttar. Milljónir á hverjum laugardegi KYNNINGARÞJÖNUSTAN/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.