Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 45
n/fíMjnTTMHI inm T ATinARnAmTR OK TÍTT.Í 1Q«7 dx HESTAR / REIÐSKÓLI GUSTS HEIMSÓTTUR Ég berst á fáki fráum! í SUMAR hefur Hestamannafé- lagið Gustur, í samvinnu við Tómstundaráð Kópavogs, haldið námskeið fyrir börn og unglinga í hestamennsku. Hvert námskeið hefur staðið yfir í tvær vikur og er þá kennt ítvo og hálfan tíma á dag. Námskeið þetta hefur verið mjög vinsælt og fullbókað á öll námskeið hingað til. Enn er þó möguleiki að komast á nám- skeið sem haldin verða í ágúst og er þeim sem áhuga hafa bent á að snúa sértil Félags- málastofnunar Kópavogs. Við litum inn á eitt námskeiðið í síðustu viku og fylgdumst með krökkunum undirbúa hestana undir reiðtúr. Nokkur krakkana eru vön og eru þau þá á sérstöku nám- skeiði. „Hestar eru uppá- haldsdýrin okkar“ Við ræddum við þtjár stúlkur sem taka þátt í þessu námskeiði. Þær stöllur heita Svanhildur Stefáns- dóttir, Sandra Fairbairn og Ólöf Ingunn Björnsdóttir. Svanhildur er 11 ára og er á námskeiði fyrir vana hestamenn en Sandra og Ólöf sem eru 8 ára eru á sínu fyrsta nám- skeiði. Þær eiga ekki sína eigin hesta en vonast til að geta einhvern tíma eignast hesta. Að sögn þeirra taka þær þátt í þessu námskeiði af því hestar eru uppáhaldsdýrin þeirra. Verst er þeim við rottur af öllum dýrum en segja að sem betur fer sjái þær aldrei rottur í hesthúsun- um. Námskeiðið var nú að fara að byija og við leyfðum því stúlkunum að fara að gera hestana klára og látum myndirnar tala sínu máli. Eftirtaldir krakkar eru í þessu nám- skeiði hjá Gusti: Salome Sif Önundardóttir, Erna Dóra Ágústs- dóttir, Karólína Stefánsdóttir, - « _ _ _______ Morgunblaöi6/KGA Þeir eru ekkert litlir! „Hvað voru þeir að segja að þessir íslensku hestar vaeri svo litlir.“ Það gengur ekki alltaf vel hjá smáfólkinu að komast á bak. Morgunblaðið/KGA Fyrst að kemba, svo á bak Það verður að kemba hestana áður en hægt er að fara í útreiðatúr. Jóhannes Stefánsson, Úlfur Einar Blandon, Henrietta Ósk Melsen, Sólveig Gísladóttir, Stefán Sigur- jónsson, Sævar Jóhannsson, Gunnar Örn Amarsson, Karvel Þór Arnarsson, Sandra Fairbairn, Ólöf Ingunn Björnsdóttir, Arnar Hann- esson, Einar Lárusson, Kristinn Arnar Aspelund, Ómar Ómarsson, Ómar Jabali, Hreggviður, Björg María Þórsdóttir, Hildur María Hilmarsdóttirj Rakel Sigmarsdóttir, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Margrét Bettý Jónsdóttir, Ýr Sig- mundardóttir, Svanhildur Stefáns- dóttir og Guðlaug Björnsdóttir. Meiddir þú þig væni? Morgunblaðið/KGA Engu er líkara en Skjóni hafi áhyggjur af knapanum unga, eða eru þeir félagar að ræða hvert skuli halda. Ekki vitum við það en hitt vitum við að mikil vinátta var með knapanum og klámum. í (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.