Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 Indland: Árás á fyrrver- andi ráðherra -ung-liðahreyfing stjórnarflokksins sögð bera ábyrgðina Nýja Delhi. Reuter. RA.IIV Gandhi, forsætisráðherra Indlands, viðurkenndi í gær að meðlimir ungliðahreyfingar fiokks hans hefðu i fyrrakvöld staðið að árás á fýrrverandi vamar- og Qármálaráðherra, sem rekinn var úr embætti sl. sunnudag. Fordæmdi hann verknaðinn harðlega. Stjórnar- andstaðan hefiir krafist þess að þingi verði slitið og kosningar látnar fara fram. Ráðherrann fyrrverandi, Vish- wanath Pratap Singh, sem rekinn var frá störfum vegna gagnrýni hans á Gandhi, var á leið til þess að halda fyrirlestur við háskóla í norðurhluta Nýju-Delhi er æstur múgur réðst að honum. Hrópaði fólkið „Lengi lifi Rajiv Gandhi" og „Dauði yfir V.P.Singh". Singh slapp ómeiddur og átti fótum fjör að launa. Tveir námsmenn voru barðir til óbóta, kveikt var í bílum og múgurinn réðst inn í hús og kveikti í því, er Singh var veitt eftirför. Gandhi sem að undanfömu hefur sætt mikilli gagnrýni, jafnt innan Kongressflokksins sem utan, sagði við stuðningsmenn sína er fluttir voru til fundar í höfuðborginni í gær að rangt væri að beita slíkum brögðum sem árásin á Singh hefði verið. Kongessflokkurinn myndi einungis tapa á slíkum vinnubrögð- um. Hét hann því að beijast gegn spillingu hvar sem hana væri að finna. í síðustu viku rak Gandhi fjóra þingmenn úr Kongressflokknum er gagnrýnt höfðu forsætisráðher- rann. Einn þeirra var Arif Mo- hammed Khan, fyrrum ráðherra. Daginn eftir að hann var rekinn réðst mannfjöldi að húsi hans og var skotvopnum beitt. Lögreglu tókst að bægja fólkinu frá. Sri Lanka: Átökin á Srí Lanka milli singhalesa og tamfia hafa staðið í Qögur ár og kostað rúmlega 6000 manns lífið. Eitt blóðugasta hryðjuverkið var unnið í apríl sl. þegar sprengja sprakk á umferðarmiðstöðinni í Colombo með þeim afleiðingum, að á annað hundrað manns fórst. Lagt til að tamílar fái takmarkaða sjálfstjórn Suður-afríska þróunar- ráðið: Þjóðir heims veiti aðstoð Lusaka, Zambíu. Reuter. NÍU ríki í suðurhluta Afríku hétu þvi i gær, að afloknum fiindi æðstu manna þeirra í Lusaka f Zambíu, að efla samvinnu sín í milli til þess að þau væru ekki eins háð Suður-Afríku, efhahags- lega og verið hefði. Einnig hvöttu þau þjóðir heims til að aðstoða þau við að draga úr fæðuskorti og minnka viðskiptasktddir. Botswana, Tanzania, Angóla, Moz- ambique, Lesotho, Swasiland, Zambia, Zimbabwe og Malawi mynda með sér samtök er kallast Suður- afríska þróunarráðið (SADCC). Sögðu leiðtogar ríkjanna að loknum eins dags fundi, að samstarf þeirra á liðnu ári hefði verið árangursríkt, sérstaklega hvað varðaði fjárfesting- ar og framleiðslu. Gæti orðið til að binda enda á hryðjuverkin á eyjunni Colombo, Reuter. JUNIUS Jayawardene, forseti Srí Lanka, hefiir lagt til, að aust- ur- og norðurhéruðin á eyjunni verði sameinuð sem eitt heima- land tamíla með takmarkaðrí sjálfstjórn. Kemur þetta fram í bréfi, sem hann hefiir sent Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands. Hér er um að ræða merkilegustu uppástunguna til þess um lausn á átökum þjóðanna tveggja, sem landið byggja, og vekur það at- hygli, að hún er sett fram í íjarveru utanríkisráðherrans, Ranasinghe Premadasa, sem nú er í Japan. Hefur hann verið manna andsnún- astur sameiningu héraðanna fyrr- nefndu og viðræðum við Indverja um það, sem hann telur vera innan- landsmál. Gandhi hefur nú þegar svarað Jayawardene og nú í vikunni átti indverskur embættismaður leyni- legan fund með helsta foringja Tamílsku tígranna, skæruliðahreyf- ingarinnar, sem barist hefur fyrir sjálfstæðu ríki tamíla. Uppástunga Jayawardenes tekur miklu meira tillit til krafna tamíla en fyrri tillögur og eru helstu atriði hennar þessi: • Samningsaðilar fallast á að standa vörð um óskorað fullveldi Sri Lanka og sameiginlega stjórnar- skrá. • Ríkisstjómin viðurkennir, að landið byggja fleiri en ein þjóð; sér- staka menningararfleifð tamíla og réttindi þeirra á „þeim svæðum, sem þeir hafa byggt frá fomu fari“. • Kosið verður til níu héraðsstjóma fyrir árslok. í hveiju héraði verður héraðsstjóri, aðalráðráðherra og aðstoðarráðherrar. Norður- og austurhéruðin verða sameinuð í eitt. • Innan árs verður efnt til þjóðarat- kvæðagreiðslu í austurhéraðinu og íbúamir, þriðjungurinn tamílar, annar þriðjungur singhalesar og sá þriðji múslímar, spurðir hvort þeir Archer vann meiðvrðamálið London, Reuter. 1/ Archer með eina af bókum sínum JEFFREY Archer, metsölurít- höfundur og fyrrum varaform- aður breska íhaldsflokksins, vann í gær meiðyrðamál, sem hann hafði höfðað á hendur dagblaðinu The Star. Archer voru dæmdar 500.000 sterlings- punda (rúmlega 30 milljóna króna) bætur fyrir skaðann, sem pólitískur feríll hans hlaut af skrífum blaðsins. Rithöfundurinn Archer, höfund- ur metsölubókanna „Kain og Abel" og „Fremstur meðal jafningja" varð að segja af sér embætti vara- formanns Ihaldsflokksins er dag- blaðið birti fréttir um að hann hefði átt mök við vændiskonu. Það tók tólf manna kviðdóm hálfan fimmta klukkutíma að kom- ast að niðurstöðu í málinu að loknum mest umtöluðu réttarhöld- um í meiðyrðamáli, sem haldin hafa verið í Bretlandi í mörg ár. Að sögn lögfróðra manna eru bæt- umar þær hæstu, sem nokkrum hafa verið dæmdar í meiðyrðamáli í breskri réttarsögu. Archer staðfesti í réttinum fyrri framburð sinn um að hann hefði látið hinni 35 ára gömlu vændis- konu Monica Coghlan 2.000 pund í té til þess að hún gæti komist til útlanda, en sagðist aldrei hafa hitt hana, hvað þá átt við hana mök. Mál þetta hefur vakið gífurlega athygli í Bretlandi, og frétta- mannafundur, sem haldinn var í lok réttarhaldanna í gær, varpaði skugga á yfirheyrslur Bandaríkja- þings yfir sjálfum George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég er afar ánægð með úrslit- in,“ sagði Mary, kona Archers í gær. Hún hefur staðið við hlið manns síns eins og klettur, hvað sem á hefur gengið. „Við ætlum. ekki að slá upp stórveislu," sagði hún. „Bara halda upp á þetta í friði og ró heima hjá okkur." vilji áfram vera sameinaðir norður- héraðinu. •Hermenn munu halda til í stöðv- um sínum og tamílskir skæruliðar leggja niður vopn. •Indveijar munu halda uppi eftir- liti á Palk-sundi til að koma í veg fyrir, að tamílar af meginlandinu geti stundað undirróður á eyjunni. • Indveijar munu framselja hvern þann Sri Lankabúa, sem sakaður er um hryðjuverk. • 125.000 Sri Lankabúar í Indlandi munu snúa aftur til síns heima og 100.000 indverskum verkamönnum á teekrunum í Sri Lanka verða veitt borgararéttindi þar. Búast má við mikilli andstöðu meðal ýmissa singhalesa og aðal- lega vegna þess, að meirihluta þeirra og leiðtoga stjómarandstöð- unnar, Sirima Bandaranaike, fyrrum forsætisráðherra, finnst sem of mikið sé látið undan kröfum tamíla. Allir leiðtogar tamíla hafa hins vegar tekið vel í tillögumar. Skæmliðastarfsemi tamíla hefur staðið í fjögur ár og kostað meira en 6000 manns Hfið. Hafa skærulið- ar í nokkum tíma ráðið mestum Jaffnaskaga en í síðasta mánuði hóf Sri Lankaher mikla sókn á hendur þeim samtímis því sem Ind- veijar tóku að koma hjálpargögnum til þeirra svæða, sem tamflar ráða. Kýpur: Engar þjalfunar- búðir fyrir Kúrda Nikósíu. Kfaur. Rpnfpr. Nikósíu, Kýpur, Reuter. RÍKISSTJORN gríska hluta Kýp- ur sagðist í gær myndu senda formleg mótmæli til Sameinuðu þjóðanna vegna ásakana Tyrkja um meinta þjálfim kúrdískra uppreisnarmanna á Kýpur. Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í fyrradag að hann hefði sannfrétt að „and-tyrkneskir undirróðurs- og klofningsmenn" hlytu þjálfun á Kýpur. Ozal sagði að vopn, sem tekin hefðu verið af kúrdneskum uppreisnarmönnum, hefðu sannanlega komið frá suður- hluta Kýpur, þar sem grísk-ættaðir Kýpurmenn búa. Talsmaður stjórnar Kýpur- Grikkja vísaði á bug fréttum breskra og tyrkneskra dagblaða þess efnis að palestínski hryðju- verkamaðurinn Abu Nidal þjálfaði grísk-ættaða Kýpurbúa auk arm- enska og kúrdneska skæruliða í vopnaburði í Troodos-fjöllum á Kýp- ur. Leiðtogi Kýpurbúa af tyrknesk- um ættum, Rauf Denktash, sagði fréttamönnum í gær að ásakanimar ættu við rök að styðjast og tyrk- neska stjómin vissi meira en látið hefði verið uppi. Morgunblaðið/AM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.