Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 165. tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 25. JULI 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Talsmaður V-Þýskalands: Pershing-1 ekki til umræðu nú Hugsanlega samið um þær síðar Bonn, Reuter. VESTUR-Þjóðverjar ítrekuðu í gær að Pershing 1-A eldflaugar þeirra væru ekki samningsatriði í viðræðum risaveldanna um út- rýmingu skamm- og meðal- drægra kjamorkuflauga. Hins vegar sagði talsmaður varnar- málaráðuneytisins að hugsanlegt væri að samið yrði um flaugarn- ar á öðmm vettvangi síðar. Talsmaðurinn, Horst Prayon, sagði að flaugamar væm þýskar Hollensk smjör- líkisgerð: Fékk skip íheimsókn Rotterdam, Reuter. Vélritunarstúlkur holl- enskrar smjörlíkisgerðar fengu óvenjulega heimsókn á skrifstofu sina í gær, því þar var komið norskt strand- ferðaskip. Vélritunarstúlkur smjörlíkis- gerðarinnar Van den Bergh en Jurgens vom í óða önn að vél- rita viðskiptabréf og vömreikn- inga þegar vinnufriður þeirra var rofinn. Inn um vegginn kom allt í einu stefni 1.254 tonna norsks skips, Hedlo að nafni, en skipstjóri þess átti í einhveij- um vandræðum með að snúa því í höfninni. Enginn slasaðist, en tjónið var metið á nokkur þúsund gyllini. og kæmu því samningum risaveld- anna ekki við. Hann ítrekaði að flaugamar væm mikilvægar og að yrðu þær teknar niður yrðu Vestur- Þjóðveijar að fá eitthvað í staðinn. Hann bætti við: „Þetta kerfi ætti að gera Sovétmenn sveigjanlegri í því að draga úr möguleikanum á innrás þeirra." Prayon sagði að útrýming meðal- drægra eldflauga muni stofna Vesturlöndum í hættu, þar sem Varsjárbandalagið muni þá öðlast yfirburði á sviði hefðbundins her- afla, en bætti við að drægju Sovétríkin til baka ógnanir sínar gagnvart Vesturlöndum væri uppr- æting Pershing-flauganna ekkert vandamál. Bandaríska herskipið Kidd sést hér sigla í humátt á eftir risaolíuskipinu þyrla í leitarflugi að fleiri tundurduflum. Reuter Bridgeton í gær. Á milli sést Persaflói: Skipalestin komin til Kuwait þrátt fyrir áföll SKIPALEST olíuskipanna tveggja frá Kuwait og fylgdarskipa banda- ríska flotans komst loks til Kuwait í gærkvöldi. Ekki gekk ferðin áfallalaust fyrir sig, því að annað olíuskipið, Bridgeton, rakst á tund- urdufl i gærmorgun. Enginn um borð særðist, en skipið þurfti að varpa akkeri fyrir utan höfnina. Hitt skipið, Gas Prince, gat lagst að helstu olíuhöfii Kuwait-búa, Mina al-Ahmadi. í Hvíta húsinu feng- ust þær upplýsingar að Bandaríkjasfjóm hygðist i bili ekki hefiia fyrir tjónið, sem hlaust af völdum tundurduflsins, en talið er ömggt að það sé íranskt að uppruna. Til fylgdar við skipin tvö vom þijú bandarísk herskip, en þau hættu fylgd sinni skammt frá furstadæminu, þegar varðbátar frá Kuwait tóku við. íranir, sem til þessa hafa ráðist á skip furstadæmisins, vegna stuðn- ings þess við íraka í Persaflóastríð- inu, lofuðu AUah vegna sprengingar Reuter Hér má sjá nokkra áhafiiarmeðlimi bera lík Xaviers Guillaume frá borði. Á innfelldu myndinni er mynd af flugræningjanum og morð- ingjanum Hariri. Flugránið í Genf: Ahöfhin yfirbug- aði ræningnann ^ Genf, Reuter. ÁHÖFN DC-10 vélar Air Afrique yfirbugaði og afvopnaði í gær flug- ræningja eftir að hann hafði skotið einn farþega vélarinnar til bana. Flugþjónn einn, sem fékk skot í magann í átökunum, liggur nú þungt haldinn í sjúkrahúsi. Vélinni var rænt í morgun þegar hún var á leið frá Rómaborg til Parísar, en um borð í henni vom 148 far- þegar og 15 manna áhöfii. Ræninginn krafðist þess að vélin flygi til Beirút, en flugstjórinn, Edouard Atizzu, sagði að til þess yrði hann að taka eldsneyti og skip- aði ræninginn honum því að lenda í Genf. Flugstjórinn lýsti atburðum svo: „Ég heyrði byssuhvelli og skömmu síðar kom maðurinn hlaupandi inn í stjórnklefann með skammbyssu á lofti og kvaðst eiga reikninga að jafna við Frakkland." Maðurinn heitir Hussein Ale Amir Mohamed Hariri og er 21 árs gamall Líbani. Honum var sleppt úr ísraelsku fangelsi árið 1985 í fangaskiptum, sem þá fóru fram. Maðurinn sem féll, Xavier Guil- laume, var 28 ára gamall og vínsmakkari að atvinnu. Hann var ókvæntur. Morðið á honum þótti óhugnan- legra en ella vegna þess að hann gekk ekki heill til skógar og gat enga björg sér veitt. „Hann [ræn- inginn] safnaði saman vegabréfum fólks og tók Frakkana út úr,“ sagði Anatase Tognisso, áhafnarmeðlim- ur. „Hann setti brekán yfir höfuð mannsins, beindi byssunni að hon- um og hleypti af.“ Þá sáu nokkrir farþeganna sitt óvænna og ákváðu að fara út um neyðarútganginn að aftan. Þegar ræninginn varð þess var brá honum nokkuð í brún, en um leið réðust áhafnarmeðlimir á hann og yfirbug- uðu. í sama mund ákvað lögreglan að ráðast til uppgöngu. tundurduflsins og sögðu að „ósýni- leg hönd“ hefði reitt þar til höggs gegn Bandaríkjunum. „Enn sem komið er vitum við ekki hver ber ábyrgð á tundurdufl- inu,“ sagði Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta hússins. „Tundur- dufl eru þess eðlis að það erfitt að átta sig á því hveijir standa að baki ... sem stendur höfum við því ekki í hyggju að svara fyrir okk- ur.“ Bandarískir embættismenn sögðu að þó erfitt myndi reynast að komast að því hvaðan duflið væri væri ólíklegt að aðrir en íran- ir hefðu lagt það. Tundurduflið, sem rauf gat á Bridgeton, sprakk um klukkan fjög- ur að morgni að íslenskum tíma. Atvikið átti sér stað um 18 mílur vestur af Farsi-eyjum, en þaðan hafa írönsku byltingarverðimir helst heijað á skip vegum Kuwait- manna á Persaflóa. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði seint í gærkvöld að fundi Javier Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri SÞ, og utanríkisráð- herra íran, Ali Akbar Velayati, sem fram átti að fara í dag, yrði frestað að beiðni Velayati. Ekki kom frek- ari skýring á frestuninni. Velayati kom til Genfar frá Vest- ur-Þýskalandi þar sem hann ítrek- aði að stjórnvöld í Teheran myndu ekki samþykkja ályktun öryggisr- áðs SÞ um að íran og írak skyldu lýsa yfir vopnahléi sín í millum. Sagði hann að fyrst yrði að víta Irak á opinberum vettvangi fyrir að hafa hafið styijöldina. Stríðið, sem staðið hefur í sjö ár, hefur haft í för með sér gífurlegar fórnir ríkjanna beggja, en auk þess hafa þau ráðist á meira en 330 skip á Persaflóa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.