Morgunblaðið - 25.07.1987, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 25.07.1987, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 33 In memoriam: Hálfdán Bjarnason, fv. aðalræðismaður Minning: * Asta K. Jóhanns- dóttirfrá Oddakoti Hinn 8. júní síðastliðinn lést að heimili sínu á Ítalíu Hálfdán Bjarna- son. Hann kvaddi á sinn hljóðláta, hæverska hátt og var jarðsettur í Genóva aðeins 2 dögum síðar. Það gafst því ekki tími til að fylgja honum síðasta spölinn. Því skal hann kvaddur hér með nokkrum fátæklegum orðum bróðurdóttur sinnar. Hálfdán hleypti snemma heim- draganum og hafði verið búsettur í Genóva í 62 ár, en var til hinstu stundar lifandi og áhugasamur um land sitt og þjóð og fylgdist vel með, þó að úr ijarlægð væri. Síðustu árin kom hann sjaldnar til íslands. Ymsir urðu til að heimsækja hann gegnum árin, enda var hann höfð- ingi heinm að sækja. Ólafur land- læknir, bróðursonur hans, og Inga kona hans heimsóttu hann á hveiju vori, er Ólafur fór á vorfund WHO í Genf í Sviss. Veit ég að Hálfdán mat þær þeimsóknir mikils, enda fylgdist Ólafur vel með heilsu frænda síns um árabil. Þá heimsótti Lára bróðurdóttir Hálfdáns hann í apríl og um það leyti voru síðustu alþingiskosningar skammt undan. Þá var Hálfdán á sjúkrahúsi, en hugurinn var sem oft áður heima á Islandi og þurfti Hálfdán margs að spyija um menn og málefni. Eldhuginn Hálfdán Bjamason var enn virkur. Lengi vel hélt ég, að það væri ætlun Hálfdáns að bera beinin á Þingeyrum í Húnaþingi, en það breyttist við breyttar aðstæður í einkalífi hans og Hálfdán Bjamason kunni að afgreiða hlutina rétt og hafa allt á hreinu. Það var honum í blóð borið. Hálfdán var fæddur í Steinnesi í Húnaþingi, sonur prófastshjón- anna Ingibjargar Guðmundsdóttur og sr. Bjarna Pálssonar. Þau hjónin eignuðust 11 börn, 8 syni og 3 dætur. Synimir voru: Páll, lögfræð- ingur í Reykjavík, ókvæntur; Ólafur, bóndi og hreppstjóri í Braut- arholti á Kjalamesi, kvæntur Ástu Ólafsdóttur frá Hjarðarholti í Döl- um'; Jón, héraðslæknir á Klepp- jámsreykjum í Borgarfirði, kvæntur Önnu Þorgrímsdóttur frá Keflavík. Anna er enn á lífi í hárri elli; Guðmundur, bjó lengi í Hlíðar- hvammi í Sogamýri, kvæntur Jóhönnu Magnúsdóttur; Gísli, lög- fræðingur í Reykjavík; Gunnar, sem fluttist til Ameríku, ógiftur; Björn, yngstur bræðranna, er einn á lífi á 83. aldursári. Björn er cand. mag. í ensku og þýsku frá Hafnarhá- skóla og kenndi þau fög árum saman við skóla í Reykjavík. Einnig var Bjöm lengi prófdómari við Menntaskólann á Akureyri og Menntaskólann í Reykjavík svo og við BA-deild Háskóla Islands. Systurnar voru: Guðrún, kenn- ari, ógift, dó ung, öllum harmdauði; Ingibjörg, giftist Jónasi Rafnar yfir- lækni á Kristnesi í Eyjafirði; Steinunn var^yngst og giftist próf. Símoni Jóh. Ágústssyni. Hálfdán unni æskustöðvum sínum og Húnavatnssýslunni og frásagnir þaðan lágu honum létt á tungu. Hann kom aldrei svo til ís- lands að hann færi ekki fljótlega að hugsa um að drífa sig norður. Þegar Húnvetningar reistu héraðs- hælið á Blönduósi undir forystu sæmdarmannsins og læknisins Páls G. Kolka lagði Hálfdán dijúgan skerf til þeirra mála. Sr. Bjarni í Steinnesi var hygginn og víðsýnn maður og vissi sem var að ekki gæti hann gefið börnum sínum betra veganesti út í lífið en setja þau til mennta. En sr. Bjarni varð fyrir miklum erfiðleikum og sorgin sótti fjölskylduna heim. Frú Ingibjörg lést aðeins 49 ára gömul og voru þá sum barnanna í æsku. Sumir bræðra Hálfdáns fóm í langskólanám en hugur Hálfdáns stóð til verslunar og viðskipta. Lauk hann námi frá Verslunarskóla ís- lands og hóf eftir það starf á vegum ensks kaupsýslumanns er hét Book- les í Hafnarfirði. En fljótlega hefur Hálfdán störf hjá útgerðarfýrirtækinu Kveldúlfí og fer til Genóva á Ítalíu og þar hefst stærsti þátturinn í lífsstarfí Hálfdáns. Það er á engan hallað, þó að því sé haldið fram að Hálfdán var brautryðjandi í sambandi við sölu fisks og þá sérstaklega saltfísks í Suður-Evrópu. Það mun hafa verið á árunum 1924—25 að Ítalíuferðin hófst og henni lauk ekki fyrr en 8. júní sl. Því eftir það kemur Hálfdán aðeins til íslands sem gestur, en mikill aufúsugestur ættingja og vina. Hann vinnur á vegum Kveldúlfs til ársins 1932 en þá er stofnað SÍF, Sölusamband íslenskra fisk- framleiðenda, og vinnur Hálfdán hjá þeim til 1965, er hann lætur af störfum. Mér hafa sagt kunnir menn að Hálfdán hafi verið einstak- ur starfsmaður sakir dugnaðar, framsýni og hæfni á þessum svið- um. Þá var Hálfdán í araraðir aðalræðismaður íslands á Ítalíu og studdi alla með ráðum og fyrir- greiðslu ef á þurfti að halda. Hálfdán var höfðingi heim að sækja og margir nutu gestrisni hans, bæði skyldir og vandalausir. Mér er Hálfdán mjög minnis- stæður er hann kom í heimsókn á árunum fyrir stríð. Hann var svo glæsilegur en um leið svo góðlegur og einlægur. Enginn gaf sem hann, er hann lagði i litla lófa. í síðari heimsstyijöldinni fréttist lítið af honum. Voru þau árin erfið og varð hann að yfirgefa heimili sitt og fara huldu höfði. En að stríði loknu, sumarið 1946, kom hann í heimsókn og er mér minnis- stætt er hann kom í Brautarholt til foreldra minna, Ástu og Ólafs bróð- ur síns. Við systkinin höfðum vaxið úr grasi en hann faðmaði okkur öll sem áður og lék við hvern sinn fíng- ur. Og við vorum hissa á hvað hann talaði íslenskuna vel, hafandi ekki hitt íslendinga öll stríðsárin. Fyrir ekki mörgum árum giftist Hálfdán ítalskri konu, Söndru að nafni. Höfðu þau þekkst lengi og hún verið honum stoð og stytta. En allt hefur sinn endi. Nú er æviskeið Hálfdáns frænda á enda runnið. Hann lifði íengi og átti viðburða- ríka ævi, sem var ævintýri líkust. Islendingur var hann, en megi hann hvíldar og næðis njóta í landinu, sem tók honum svo vel og margir draumar hans rættust í. Blessun Guðs sé með honum. Ingibjörg Ólafsdóttir Hálfdán Bjamason lést á heimili sinu í Genúa 8. júní síðastliðinn. Með honum er horfinn merkur og mikilsmetinn maður sem margir sakna. Hálfdán var fæddur í Steinnesi, Austur Húnavatnssýslu 1. febrúar árið 1898, sonur Bjama Pálssonar prófasts og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur. Hann ólst upp í Steinnesi ásamt tíu systkinum sem nú em öll látinn nema Bjöm Bjarna- son cand. mag. sem var þeirra yngstur. Hálfdán stundaði nám við Verslunarskólann. Árið 1925 fluttist hann til Ítalíu og settist að í Genúa þar sem hann átti heimili sitt í 62 ár. Hann vann fyrst fyrir Kveldúlf en gerðist síðan umboðsmaður fyrir Sölusamband íslenskra Fiskframleiðenda. Jafn- framt stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki sem hann rak til ársins 1965. Hálfdán var búinn miklum mann- kostum, hann var ákaflega sam- viskusamur og vandvirkur og sýndi frábæran dugnað í starfi. Hann var mjög vel fallinn til að vera ræðis- maður fyrir land sitt því hjálpsemin og umhyggjan fyrir öðmm var hon- um í blóð borin og hann sinnti ræðismannsstarfinu af einstakri alúð. Hálfdán var mikill höfðingi heim að sækja og tók afskaplega vel á móti fólki á sínu fallega heimili í Genúa. Hann hafði líka yndi af að sýna íslenskum gestum uppáhalds- staðina sína við Miðjarðarhafið. Meðal ítalskra vina sinna var hann hrókur alls fagnaðar og alltaf mikil gleði í kringum hann. Þrátt fyrir svo langa ævi í öðru landi talaði hann fallega íslensku og var varla hægt að heyra á mæli hans að hann hefði farið að heiman. Hann var sannur Islending- ur og fylgdist alla tíð vel með okkar þjóðmálum. Ég kveð minn elskulega frænda með þakklátum hug fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og fallegu sporin sem hann skilur eftir. Söndm konu hans votta ég mína innilegustu samúð og bið hennar allrar guðs blessunar. Lára Zoega. Leiðréttíng í gær birtist hér í blaðinu minn- ingarorð um Ólaf Þ. Þórarinsson. En prentvillupúkinn komst í málið. Misritaðist föðumafn hans í fyrir- sögninni. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum um leið og föður- nafn Ólafs er leiðrétt. Fædd 21. nóvember 1908 Dáin 15. júlí 1987 í dag kveðjum við hinstu kveðju ástkæra ömmu mína, Ástu Kristínu Jóhannsdóttur, og nöfnu, frá Odda- koti í Austur-Landeyjum. Með þessum orðum vil ég minnast henn- ar og þakka henni umhyggjuna sem hún ávallt sýndi mér. Ég var þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að vera í sveit hjá ömmu og afa, var þar alls átta sumur. Auk þess var ég iðulega hjá þeim á jólum og pásk- um, fyrir nú utan allar helgamar, og segir það meira en mörg orð, að eitthvað var það sem dró mann að. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Þorvaldur Guðmundsson, afi minn, fæddur 14. desember 1906, ættaður frá Sigluvík í Vestur- Landeyjum. Amma var fædd og uppalin í Efri-Vatnahjáleigu í Aust- ur-Landeyjum. Foreldrar hennar voru Jó’nann Jónsson og Jónína Sig- urðardóttir. Amma mín átti þijár systur, þær Guðmundu Hermaníu, Jónínu Steinunni og Gíslnýju, sem lifir þær og er 16 barna móðir. Amma og afí hófu búskap að Uxa- hrygg á Rangárvöllum árið 1933 og fóru þaðan að Bryggjum í Aust- ur-Landeyjum. Síðan lá leiðin að Kirkjulandshjáleigu í Austur-Land- eyjum, þar bjuggu þau í þrettán ár, fluttu síðan að Oddakoti árið 1949. Þau eignuðust þijú böm, þau eru: Jóhanna María, fædd 6. júní 1934, húsmóðir á_ Selfossi, gift Sigga Gíslasyni, Ágústa Kristín, fædd 5. ágúst 1935, húsmóðir í Reykjavík, gift Sigurði Þórðarsyni, og Guðni Þráinn, fæddur 11. mars 1945, bóndi í Oddakoti, giftur Kristínu Sigurðardóttur. ' Bama- bömin em þrettán að tölu og barnabarnabömin orðin átta. Amma mín var sterkur persónu- leiki og hlífði aldrei sjálfri sér. Snyrtimenni var hún og óþarfa skraut og glingur var henni á móti skapi. Henni féll best að vinna það sem gagnlegt var og fór sjaldan af bæ. Hún var mjög lagin í höndun- um, pijónaði mikið, saumaði föt ef svo bar undir, bætti og lagfærði, allt af einstakri natni og vandvirkni sem henni var einni lagið. Hún áttj- sína trú og byijaði snemma að kenna mér bænir og vers. Ég veit að henni var hugað um að ég kenndi mínum bömum slíkt hið sama. Amma var gædd dulrænni gáfu, sem hún lét lítið á bera, en þó fór maður ekki alveg varhluta af því að hún vissi ýmislegt á undan öðr- um. Hún var sparsöm hvað hana sjálfa varðaði, enda alin upp á þeim tíma er fólk þurfti virkilega að hugsa vel um það litla sem það átti. Þar sem ég átti í hlut var hins- vegar ekkert til sparað, hvorki í veraldlegum né andlegum efnum. Amma var raunsæ og sjálfstæð. Þegar halla tók undan fæti gerði hún sér manna fyrst grein fyrir þvf að hún _þyrfti á sjúkrahúsvist að halda. Á Sjúkrahúsi Suðurlands dvaldi hún svo síðustu fimm árin. Kann ég starfsfólki þar bestu þakk- ir fyrir umönnun hennar. Áð lokum, þakka ég henni fyrir allt, hún var mér alltaf góð. Guð geymi hana og styrki þig, afí minn. Blessuð sé minning hennar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) Ásta Kristín Siggadóttir t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu, vegna fráfalls föður okkar, KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR fyrrv. yfirborgarfógeta, Reynimel 57. Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki á deild A6 Borgarspítalan- um fyrir góða hjúkrun í veikindum hans. Sigurlaug Kristjánsdóttir, Ása Kristjánsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Sigrfður Kristjánsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, GUNNAR GUÐMUNDSSON, Garði, Mosfellssveit, lést af slysförum fimmtudaginn 23. júlí 1987. Kolbrún Jónsdóttir, Ása Dagný Gunnarsdóttir, Steinn Gunnarsson, foreldrar og systkini. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og iangafi, BOGIEGGERTSSON frá Laugardælum, fyrrverandi yfirverkstjóri f Áburðarverksmiðjunni, varð bráðkvaddur á heimili sínu aðfaranótt 22. júlí. Hann veröur jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 13.30. Eggert Bogason, Benedikt Bogason, Unnur Magnúsdóttir, Sigurður Gunnar Bogason, Guðmundur Bogason, Sóley Ragnarsdóttir, Guðrún Bogadóttir, Ragna Bogadóttir, Viðar Halidórsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir okkar, GEIRÞRÚÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Reynimel 76, lést í Borgarspitalanum 15. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki deildar 6A Borgarspítalans fyrir alúðlega hjúkrun og aðhlynningu. Fyrir hönd vandamanna, Steinunn Guðjónsdóttir, Dagbjört Guðjónsdóttir. t Sonur minn og faðir, RAFN RAGNARSSON flugvirki, Meistaravöllum 31, lést af slysförum 23. júlí. Svala Nielsen, Jóhanna Svala Rafnsdóttir. t Eiginmaður minn og sonur okkar, FRIÐRIK DUNGAL rafvirki, lést af slysförum þann 23. þ.m. Árný Richardsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Höskuldur Dungal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.