Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987 25 ið um Margrét Guðnadóttir „Það er með ólíkindum, hve miklum og greinar- góðum upplýsingum er búið að safna um eyðni- veiruna og gerð hennar þann stutta tíma, sem liðinn er síðan hún fannst.“ hefur oft komið fyrir áður við upp- haf leitar að nýjum lyfjum. Því er engin ástæða til annars en að halda áfram að leita, og það mun örugg- lega verða gert á góðum stöðum. nstak- nbið? Fólk á fullt í fangi með að átta sig á verðtryggingu og mismun á nafnvöxtum og raunvöxtum, þó þessi ósköp dynji ekki yfir. Áhrif skattlagningar á sparnað og erlendar skuldir í áratugi hefur verið farið afar illa með sparifjáreigendur, sem flestir eru launafólk. Eignum þeirra hefur verið stolið hægt og bítandi og þær fluttar til skuldara, oftast fyrirtækja, á formi neikvæðra raun- vaxta. Þegar hinn sparsami en skynsami Islendingur áttaði sig á þessu, hætti hann að spara og fór að eyða og spenna og skulda sem allra mest. Peningalegur sparnaður hvarf. Eftir að verðtrygging varð almenn hefur sparnaður vaxið hægt og bítandi á nýjan leik og nýjar kynslóðir eru farnar að treysta á sparnað og meta gildi hans. Skatt- lagning vaxta og óskiljanlegar reglur í því sambandi geta gert þessa varfæmu þróun að engu. Inn- lendur spamaður er enn allt of lítill til þess að menn geti hætt á slíka tilraunastarfsemi. Fjármagnsmark- aðurinn er enn allt of lítils megnug- ur. Hver skyldi fjármagna stórframkvæmdir okkar? Erlendir spariijáreigendur. Jafnvel togara getum við ekki keypt hjálparlaust. Aumingjaskapurinn er slíkur við fjármögnun að jaðrar við fjárhags- eyðni Ég er viss um, að við fáum einhver nothæf vopn í baráttunni við eyðni- veimna áður en langur tími líður. Bóluefni er aftur á móti ekki í sjón- máli á næstunni. Bóluefnisgerð kostar langar og strangar tilraunir, sem taka mörg ár. Líka em uppi efasemdir um verndina, sem bólu- setning myndi veita. Bæði mótefni og veimr virðast búa í friðsamlegri sambúð í blóði hinna sýktu, og veiran lifir þar góðu lífí í baði af þessum mótefnum. Því efast marg- ir um, að mótefni mynduð við bólusetningu ráði við innrás vei- mnnar í hinn bólusetta, ef hann er svo óheppinn að lenda í sýkingar- hættu. Á þinginu í Washington kom skýrt fram, að til em tvær ættkví- slar eyðniveira, sem sennilega eiga sameiginlegan forföður. Önnur, ætt I, virðist uppmnnin í Mið-Afríku, hin, ætt II, í Vestur-Afríku. Þaðan hafa þær breiðst út til annarra landa. Ætt I er mun algengari á Vesturlöndum, en ætt II finnst þar líka, þó að hún sé miklu sjaldgæf- ari. Komið hefur fyrir, að þær hafa fundist báðar í sama sjúklingnum. Báðar eyðileggja ónæmiskerfið, svo að af hlýst eyðni. Eyðnisýking er mjög útbreidd í Afríku, sérstaklega í borgum. í sveitum virðist lítið um smit, ef íbúamir hafa haldið sínum uppr- unalegu lífsháttum. Vændiskonum er kennt um útbreiðsluna í stór- borgum Afríku. Heilbrigðisþjónust- an þar er ekki í stakk búin til að hindra útbreiðslu eyðni við blóð- gjafir, og smithætta er með illa hreinsuðum lækningatækjum. Böm smitast í fósturlífi og eftir fæðingu, en enginn veit, hve út- breitt það smit er í Afríkuríkjunum, sem verst em sett. Á Vesturlöndum em hommar ennþá stærsti sjúkl- ingahópurinn. Á stöðum í Banda- ríkjunum, þar sem fylgst hefur verið með tíðni annarra kynsjúk- dóma meðal homma, hefur dregið mjög úr þeim. Ætla má því, að eyðnisýkingar verði nú færri í þess- um hópum en á undanförnum ámm. Sá hópur smitbera, sem er nú mesta áhyggjuefnið á Vestur- löndum, em stunguefnaneytendur. Þetta er oftast ungt fólk á bam- eignaskeiði ævinnar. Það vinnur ekki, en stundar gjarnan vændi til að eiga fyrir næsta skammti. For- eldrar bama, sem sýkjast í fóst- urlífi, em oftast annað eða bæði eiturefnaneytendur, eða hafa á ein- hverju skeiði ævinnar neytt stungu- efna. Til er einnig að fyrrverandi maki eiturefnaneytenda beri eyðni- smit inn í nýtt sambýli og þar fæðist sýkt böm. Þeir sem vinna með eyðnisjúklinga í stórborgum Bandaríkjanna lýstu sumir því sem sinni skoðun, að lítil von væri til að hefta útbreiðslu eyðni, nema fyrst væri gengið í að útrýma eitur- efnaneyslu ungs fólks og byrjað á herferð 'gegn henni nógu snemma, helst í barnaskólum, a.m.k. í fá- tækrahverfunum. Einnig bæri að vara sterklega við vændi og þeirri hættu, sem því fylgir. Það virðist útbreiddur misskilningur, að á vændishúsum sé heilbrigðiseftirlit. Slíkt er auðvitað alrangt og eyðni- smit mjög útbreitt meðal vændis- kvenna í flestum löndum núorðið. Á þinginu í Washington bar dálítið á alls konar hópum fólks, sem hafði greinilega komið til þingsins í „eyðnipólitískum" til- gangi og var ekki alls kostar ánægt með gang mála í Bandaríkjunum. Það var fróðlegt að heyra þessar raddir, sem oft kölluðu frammí, sérstaklega í þinglokin. Mér fannst þó, að þetta fólk ætti lítið erindi inn á fræðilegt alþjóðaþing, sem var mjög vel skipulagt og fór að öllu öðru leyti hið besta fram. Höfundur er prófessor í sýkla- fræði við læknadeild Háskóla íslands og forstöðumaður Rann- sóknarstofu Háskólans í veiru- fræði. Dr. Pétur H. Blöndal legt ósjálfstæði. Þetta ættu þeir að hafa í huga, sem sjá ofsjónum yfir pínulitlu blómi, sem er vísir að al- vöru fjármagnsmarkaði og býsnast yfir vöxtum, sem mjög lítill hluti sparifjáreigenda nær, en greiða umyrðalaust erlendum sparifjáreig- endum íjórða hvern þorsk, sem við flytjum út, í vexti. Áhrif skattlagningar á vexti Stór hluti af sparifé landsmanna gefur vexti, sem eru lægri en hækk- un verðlags, t.d. hlaupareikningar og sparisjóðsbókin góða. Eigendur þessa sparifjár eru stöðugt að tapa á verðbólgunni. Þeir ættu að fá endurgreiddan skatt. Aðrir spari- fjáreigendur fá lítilsháttar hagnað þegar tekið hefur verið tillit til verð- bólgunnar. Ef litið er á öll innlán í heild, eru raunvextir (hagnaður sparifjáreigenda) rétt við núllið. Ríkið ætti því ekki að hafa neinar umtalsverðar tekjur af skattlagn- ingu raunvaxta ef hún er réttlát, sérstaklega ef tekið er tillit til skatt- frádráttar vegna skulda einstakl- inga. Það er ekki vafi að skattlagning á raunvexti mundi gera sparifjár- eigendur enn meðvitaðri um vexti og þeir færu að leita betri leiða til ávöxtunar. Skuldurum yrði heldur ekki eins sárt um vextina, ef hluti þeirra fæst enduigreiddur. Eftir- spurn eftir lánsfé mundi því vaxa og raunvextir hækka í kjölfar slíkrar skattlagningar og er ekki á bætandi. Ríkið mun hugsanlega tapa á slíkri skattheimtu þegar erf- iðari sala spariskírteina er tekin með í reikninginn og vextir af lán- tökum Húsnæðisstofnunar hjá lífeyrissjóðunum. Bent hefur verið á skattlagningu leigutekna og arðs sem rök fyrir því að taka upp skatt á vexti. En hvorutveggja er vonlaus fjárfesting eins og dæmin sanna. Enginn kaup- ir fasteign til að leigja út eins og leigjendur geta staðfest á eigin skinni og sala hlutabréfa gengur illa vegna einmitt skattanna. Menn finna hér fyrir dauðakaldri krumlu skattlagningarinnar, sem drepið getur blómlega starfsemi í einu vettvangi. Vilja menn sjá sparnað- inn fara sömu leið? Hvemig væri að fella niður skatt á bæði leigu og arð, sem hvort sem er gefur ríkinu sáralitlar tekjur, og sjá hvort Bjöm bóndi hressist ekki. Þá kannski fást nægar íbúðir til leigu og fjármagn fæst til atvinnustarf- semi, sem okkur vantar illilega hér á landi. Þið þama skattgleðimenn! Brettið upp ermamar og hættið að drepa niður atvinnustarfsemi í landi með skattpíningu og farið þess í stað að skera niður. Sumir ykkar geta jafnvel rifjað upp slagorðið „Báknið burt“. P.s. Það er kannski kominn tími til að stofna skattgreiðendafélag? Höfundur er stærðfræðingur og framkvæmdastjóri Kaupþings hf. Millisvæðamótið í Szirak: Jóhann trónir á toppnum ____Skák W....... . • M Karl Þorsteins > * ÉSte ÆKæWM Jóhann Hjartarson hefur nú sigrað í þremur skákum í röð á millisvæðamótinu í Szirak í Ung- veijalandi og situr einn í toppsæt- inu þegar sex umferðir hafa verið tefldar, hefur hlotið 4’/2 vinning. Forystan er raunar ótrygg, því fast á hæla hans fylgja Salov, Ljubojevic, Portich og Nunn með 4 vinninga. Staða annarra kepp- enda er óljós vegna fjölda bið- skáka og frestaðra skáka. Baráttan á millisvæðamótinu stendur um þijú efstu sætin, en ekki fjögur, eins og mishermt var um daginn, sem gefa rétt til þátt- töku í kandídatamótinu í Kanada, sem haldið verður í febrúar nk. Þar eiga þegar sæti Sokolov, Vaganian og Jusupov (Sovétríkj- unum), Timman (Hollandi), Short og Speelman (Englandi), Sax (Ungveijalandi) ásamt Spraggett (Kanada). Við þennan lista bætast síðan þrír efstu keppendumir á millisvæðamótinu í Ungveijalandi og hinu sem líklegast verður hald- ið á Spáni síðar í sumar. Það er nægilegt að líta á kepp- endalistann í Szirak til að sjá að baráttan um efstu sætin verður gífurlega hörð og ekkert gefið eftir í baráttunni um efstu sætin. A. Beljavski, 2630 (Sovétríkjun- um) L. Ljubojevic, 2625 (Júgóslavíu) L. Portich, 2615 (Ungveijalandi) U. Andersson, 2600 (Svíþjóð) J. Nunn, 2585 (Englandi) L. Christiansen, 2575 (Bandar.) J. Benjamin, 2575 (Bandaríkjun- um) V. Salov, 2575 (Sovétríkjunum) Jóhann Hjartarson, 2550 A. Adoijan, 2540 (Ungveijalandi) D. Velimirovic, 2520 (Júgóslavíu) G. Flear, 2495 (Englandi) G. Milos, 2485 (Brasilíu) Todorecevic, 2455 (Mónakó) De la Ville, 2450 (Spáni) M. Marin, 2445 (Rúmeníu) S. Bouaziz, 2370 (Túnis) D. Allen, 2310 (Kanada) Jóhann hefur teflt við sterka andstæðinga til þessa. Portich, Nunn og Christiansen eru allir meðal stigahæstu keppendanna í mótinu og lægri spámennimir hafa ekki hlotið neina miskunn í meðförum hans. Að auki hefur Jóhann haft svörtu mennina í fjór- um skákum, svo frammistaðan nú lofar góðu á framhaldið. Þó má ekki loka augunum fyrir því að mótið er hvergi nærri hálfnað, og þreyta ásamt reynsluleysi Jó- hanns í jafn löngu móti getur reynst honum fjötur um fót, þegar nær dregur lokum mótsins. Sigurganga Jóhanns hófst í 4. umferð er hann átti í nöggi við Larry Christiansen. Sá andstæð- ingur hefur oft reynst Jóhanni óþægilegur við skákborðið. Á Reykjavíkurskákmótinu í fyrra tefídu þeir saman í síðustu umferð og kostaði jafnteflið í þeirri skák Jóhann efsta sætið á mótinu. Á Ólympíuskákmótinu í Dubai átt- ust þeir við á ný og þá tókst Christiansen með hárnákvæmum leikjum í endataflinu að bera sigur úr býtum. Stund hefndarinnar var því runnin upp í fjórðu umferð á millisvæðamótinu í Szirak. Hvítt: Larry Christiansen Svart: Jóhann Hjartarson Kóng-indversk vörn 1. d4 - Rffi, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - Bg7, 4. e4 - d6, 5. fö - O-O, 6. Be3 - Rc6, 7. Dd2 - a6, 8. 0-0-0 - b5!? Jóhann Hjartarson Teningnum er kastað! Opnar línur a hvíta kónginum vega á móti peðstapinu. Leikurinn hefur einnig þann kost að ekki er víst að Christiansen hafi verið honum kunnugur, en Jóhann hefur undir- búið hann af kostgæfni. 9. cxb5 — axb5, 10. Bxb5 — Ra5, 11. Bh6 Margeir Pétursson fékk þessa stöðu upp eitt sinn með hvítu mönnunum og lék 11. Kbl og mátti þola miklar þrengingar. I hraðskák eitt sinn bar vinninginn brátt að fyrir Jóhann eftir 11. h4 - h5, 12. e5 - Re8, 13. Bh6 - Bf5,14. Bxg7?? — Rb3+ og hvítur verður mát. Taflmáti hvíts í ská- kinni er vitaskuld betri. 11. - c6, 12. Bxg7 - Kxg7, 13. Bd3 - Be6, 14. b4 - Rc4, 15. Bxc4 — Bxc4, 16. Db2 — Db6, 17. Rh3 - Hfb8,18. Hd2 - e5! Peðið á b4 er dauðans matur, sem ekkert liggur á að þiggja. Svartur stillir peðum sínum á reit- um ósamlitum biskupnum, svo áhrifa hans gætir meira en ella. 19. Hhdl - Dxb4, 20. Dxb4 - Dxb4, 21. Hb2 - c5, 22. dxe5 - dxe5, 23. Rf2 - h5, 24. Hd6?! Óvarlega teflt, sem bendir til ofmats á möguleikum hvítu stöð- unnar. 24. Rd3 var skynsamlegra, því nú riðlast peðastaðan hvíta. 24. - Bfl!, 25. g3 - Bg2, 26. Hc6 - Hab8, 27. He2 - Bxf3, 28. He3 - Bg4, 29. Hxc5 - Hb2, 30. Rxg4 — Rxg4, 31. He2 — Hxe2, 32. Rxe2 — Rxh2, 33. Rc3 - Hd4, 34. a4 I örvæntingu reynir hvítur að gera sér not af frípeðinu á a- línunni. Svörtu taflmennimir em á hinn bóginn of virkir, svo hvítu peðin falla rétt eins og spilaborg. 34. - Rfl, 35. a5 - Rxg3, 36. a6 - Hd8, 37. Hxe5 - h4, 38. Ha5 - h3, 39. Ha2 - Hc8! Línurof. Ef kóngurinn valdar riddarann rennur h-peðið svarta upp í borð og 41. a7 — Hxc3+, 42. Kd2 - Hc8, 43. a8D - Hxa8, 44. Hxa8 — h2 er vitaskuld von- laust svo 40. Hc2 - Hxc3! og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.