Morgunblaðið - 25.07.1987, Blaðsíða 28
Nýtt nóta-
og togveiði-
skip kemur
til landsins
NÝTT nóta- og togveiðiskip, Pét-
ur Jónsson RE 69 kemur til
landsins í dag. Eigandi þess er
Pétur Stefánsson útgerðarmað-
ur. Skipið var smíðað i Ulsteinvik
í Noregi og kostar um 370 millj-
ónir króna. Eldra skip með sama
nafhi gekk upp í verðið. Tvö eins
skip eru í smíðum fyrir íslend-
inga í þessari skipasmíðastöð.
t
Pétur Jónsson verður notaður við
rækju- og loðnuveiðar. Um borð eru
fullkomin frystitæki og rækjuverk-
smiðja. Fullhlaðið getur skipið borið
um 1300 lestir af loðnu. Um borð
IJTTL .as HUOAtiHAOUAJ .QIQA.lH'/nJ051OM
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 1987
Pétur Jónsson RE-69.
eru vistarverur fyrir tuttugu og
þtjá menn.
Vegna rækjuveiðibannsins sem
tekur gildi 26. þessa mánaðar er
ekki fullvíst hvenær togarinn fer á
veiðar.
Ferðaleið-
beiningar og
harðfiskur
FERÐAFÉLAGINN nefiiist
bæklingur er gefinn er út af
íþróttasambandi lögreglumanna
í samvinnu við Umferðarráð.
Bæklingnum, sem gefinn er út í
fimmtíu þúsund eintökum og
verður á næstunni dreift af lög-
reglumönnum við þjóðvegi
landsins.
í Ferðafélaganum er að finna
ýmsar upplýsingar um umferðina
og hvernig hún getur gengið betur
fyrir sig. Sérstaklega eru ferðalang-
ar hvattir til þess að spenna beltin
og er í bæklingnum viðtal við Stein-
ar Birgisson, handknattleikskappa
úr Víkingi, þar sem hann segir frá
því hvemig beltin björguðu honum
og fjölskyldu hans. Meðal annars
efnis má nefna pistil um hesta og
umferð, heilræði um orkuspamað,
bamaefni og fleira.
Samtímis og bæklingurinn verð-
ur afhentur harðfiskspakki og
uppástungur um skemmtilega leiki
sem hægt er að stytta sér stundir
með á löngum ferðum. Þau böm
sem spennt eru í aftursætinu fá
einnig gefna lögreglustjörnu sem
gildir sem happdrættismiði.
I
*
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahúsið á Blönduósi
óskar að ráða eftirtalið starfsfólk.
★ Hjúkrunarforstjóra frá 1. sept. ’87 til 1.
júní ’88.
★ Hjúkrunarfræðinga frá 1. sept. eða eftir
samkomulagi.
Hringið eða komið í heimsókn og kynnið
ykkur aðbúnað og starfsaðstöðu. Við erum
í alfaraleið.
Hjúkrunarforstjóri,
símar 95-4206 og 95-4528.
Tollstjórinn
f Reykjavík
auglýsir
Starfskraft vantartil afgreiðslu- og skrifstofu-
starfa nú þegar. Laun samkvæmt launakerfi
starfsmanna ríkisins.
Frekari upplýsingar gefur skrifstofustjóri
embættisins í síma 14859.
Tollstjórinn í Reykjavík,
23.júlí 1987.
Kringlan
— Nýr miðbær
Sérverslun með konfekt og skyldar vörur
óskar eftir að ráða starfsfólk í nýja verslun
sem opnar í Kringlunni hinn 13. ágúst nk.
Þeir aðilar sem hafa áhuga leggi inn umsóknir
á auglýsingadeild Mbl. fyrir 30. júlí merktar:
„Konfekt - 4067“.
Ml Sditdqiis
Sérverslun í Kringlunni.
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Lokað vegna sumarleyfa
Lögfræðistofan Höfðabakka 9
verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks
frá 27. júlí 1987 til 9. ágúst 1987. Þeir sem
koma þurfa greiðslum til stofunnar vinsam-
legast leggi þær inn á hlaupreikning 1125,
Iðnaðarbanka íslands, aðalbanka.
Lögfræðistofan Höfðabakka 9,
Vilhjálmur Árnason, hrl.
Ólafur Axelsson, hrl.
Eiríkur Tómasson, hrl.
Árni Vilhjálmsson, hdl.
íbúð óskast
Miðaldra hjón óska eftir íbúð til leigu, helst
miðsvæðis í borginni.
Einungis langtímaleiga kemur til greina.
Upplýsingar veitir Þuríður í síma 14700.
Húsnæði óskast á leigu
í Reykjavík
Tveir menntaskólapiltar óska eftir 2ja-3ja
herb. íbúð á leigu í Reykjavík næsta vetur.
Upplýsingar í síma 97-6130 eða 97-6404.
Góð íbúð
Miðaldra, barnlaus hjón óska eftir að leigja
góða 3ja-4ra herbergja íbúð í Keflavík,
Njarðvík eða Hafnarfirði í tvö ár, eigi síðar
en 1. september.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„íbúð - 2427“.
Auglýsing frá
Reykjahreppi
Reykjahreppur í Suður-Þingeyjarsýslu býður
upp á ýmsa möguleika:
- Jarðnæði til loðdýraræktar og annarra
skyldra búgreina.
- Lóðir fyrir iðnaðarhús.
- Lóðir fyrir íbúðarhús.
- Lóðir fyrir sumarhús.
- Möguleika fyrir fiskeldi.
Hreppurinn er vel staðsettur, með ódýra
hitaveitu, stutt í verslun og aðra þjónustu.
Daglegur akstur barna í grunnskóla. Mögu-
leikar á leigu- eða söluíbúðum nú þegar.
Allar nánari upplýsingar veitir oddvitinn Stefán
Óskarsson í síma 96-43912.
Hreppsnefnd Reykjahrepps.
Raðveggir
i íbúðina, skrifstofuna eða lagerinn.
Sölustaður: Iðnverk hf. Sími 25945.
Fja/ar hf.
Sími 96-41346.
Til sölu
Fasteignin Kaupvangur 2, Egilsstöðum, er
til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Eignin er
röskir 100 fm hver hæð á þremur hæðum.
Eignin er í eigu Norður- og Suður-Múlasýslu.
Upplýsingar gefa Sigurður Helgason, sýslu-
maður, í síma 97-2408 og Sigurður Eiríksson,
sýslumaður, í síma 97-6230.
Frystigámur
40 feta frystigámur til sölu. Tvö aðskilin
frystikerfi.
Upplýsingar í síma 91-666107 laugardag og
sunnudag.
Hewlett Packard 3000/37
Til sölu tölva af gerðinni HP 3000/37 með
1Mb innra minni, 7 tengjum, 67Mb segul-
bandi, 132Mb seguldiski, MPE stýrikerfi,
stjórnskjá og þremur 2392A tölvuskjám
ásamt hugbúnaði. Athugið að um yfirtöku
kaupleigusamnings gæti verið að ræða.
Vinsamlegast hafið samband við Stefán í
síma 24045 virka daga.
Vestfjarðakjördæmi
Aðalfundur kjördæmlsráðs Sjálfstæðisflokksins i Vestfjarðakjördæmi
verður haldinn á Bildudal föstudaginn 21. ágúst nk. og hefst kl. 21.00.
Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins t Vestfjarðakjördæmi, Matthias
Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, mæta á fundinn.
Laugardaginn 22. ágúst kl. 13.30 heldur formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, ræðu. Fundurinn er opinn
öllu sjálfstæðisfólki og honum lýkur með skoðunarferð siðdegis og
sameiginlegum kvöldverði kl. 20.00.
Upplýsingar um gistingu og fleira er fundinn varðar gefur Guðmundur
Sævar Guðjónsson á Bildudal i sima 94-2136.
Nánar auglýst siðar til kjördæmisfulltrúa.
Stjórn kjördæmisráðs.